„Það er ekkert plan B“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. maí 2022 21:32 Kyana Sue Powers hefur þrjátíu daga til að yfirgefa landið eftir að umsókn hennar um dvalarleyfi var synjað. Vísir/Arnar Bandarískur áhrifavaldur segir það hafa verið mikið áfall að vera synjað um dvalarleyfi á Íslandi en henni hefur verið gert að yfirgefa landið innan mánaðar. Hún er þó vongóð um farsæla lausn og segir ekkert annað koma til greina en líf á Íslandi. Kyana Sue Powers flutti fyrst til Íslands 2019 og hefur fest sig í sessi sem áhrifavaldur með fylgjendur í tugþúsundatali. Ísland er í forgrunni í færslum Kyönu á samfélagsmiðlum en hún hefur einna helst vakið athygli á Instagram og TikTok. „Veturnir mættu missa sín,“ segir Kyana og hlær, innt eftir því hvernig henni hafi liðið á Íslandi. Almennt sé þó dásamlegt að vera hér; hérna eru vinir hennar og hér hefur hún búið sér heimili. Seldi allt og á í engin önnur hús að venda Þá stofnaði Kyana fyrirtæki utan um framleiðslu á samfélagsmiðlaefni í fyrra og sótti svo um dvalarleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar. Kærunefnd útlendingamála synjaði þeirri beiðni og Kyönu gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. Kyana segir tilfinningarnar hafa nær borið hana ofurliði við fréttirnar. „Bara eins og öllum sem sagt er að þeir þurfi að yfirgefa staðinn sem þeir telja heimili sitt. Ég á ekki í nein önnur hús að venda. Það að ég sé frá Bandaríkjunum þýðir ekki að þar bíði mín heimili. Ég leigði ekki húsið mitt út, ég seldi allt. Ég get ekki farið neitt annað,“ segir Kyana. Væri ekki að berjast ef hún elskaði ekki landið Úrskurður kærunefndar byggir meðal annars á því að Vinnumálastofnun hafi synjað Kyönu um atvinnuleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar - og því bæri að hafna umsókninni um dvalarleyfi. En ákvörðun Vinnumálastofnunar hefur verið kærð og verði henni snúið gæti það breytt öllu fyrir Kyönu. Hún segir það eina í stöðunni að vera vongóð og vonast eftir svari innan skamms. „Ég elska Ísland. Ef ég elskaði það ekki svona mikið gæti ég ekki barist svona fyrir því að fá að vera hér áfram,“ segir Kyana. „Ég er ekki með neitt „plan B“. Ég ætla ekki að fara frá Íslandi. Þannig að við verðum bara að finna einhvern veginn út úr þessu, hvort sem það er að reyna að fá annað dvalarleyfi eða eitthvað annað.“ Íslandsvinir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Kyönu Sue gert að yfirgefa landið: „Við bíðum enn eftir svari frá vinnumarkaðsráðuneytinu“ Kæru bandaríska áhrifavaldsins Kyöna Sue Powers, vegna synjunar Útlendingastofnunar um að veita henni dvalarleyfi hér á landi, hefur verið hafnað af kærunefnd útlendingamála. Kyana þarf að yfirgefa landið innan þrjátíu daga nema Vinnumálastofnun grípi inn í. 3. maí 2022 21:39 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Kyana Sue Powers flutti fyrst til Íslands 2019 og hefur fest sig í sessi sem áhrifavaldur með fylgjendur í tugþúsundatali. Ísland er í forgrunni í færslum Kyönu á samfélagsmiðlum en hún hefur einna helst vakið athygli á Instagram og TikTok. „Veturnir mættu missa sín,“ segir Kyana og hlær, innt eftir því hvernig henni hafi liðið á Íslandi. Almennt sé þó dásamlegt að vera hér; hérna eru vinir hennar og hér hefur hún búið sér heimili. Seldi allt og á í engin önnur hús að venda Þá stofnaði Kyana fyrirtæki utan um framleiðslu á samfélagsmiðlaefni í fyrra og sótti svo um dvalarleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar. Kærunefnd útlendingamála synjaði þeirri beiðni og Kyönu gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. Kyana segir tilfinningarnar hafa nær borið hana ofurliði við fréttirnar. „Bara eins og öllum sem sagt er að þeir þurfi að yfirgefa staðinn sem þeir telja heimili sitt. Ég á ekki í nein önnur hús að venda. Það að ég sé frá Bandaríkjunum þýðir ekki að þar bíði mín heimili. Ég leigði ekki húsið mitt út, ég seldi allt. Ég get ekki farið neitt annað,“ segir Kyana. Væri ekki að berjast ef hún elskaði ekki landið Úrskurður kærunefndar byggir meðal annars á því að Vinnumálastofnun hafi synjað Kyönu um atvinnuleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar - og því bæri að hafna umsókninni um dvalarleyfi. En ákvörðun Vinnumálastofnunar hefur verið kærð og verði henni snúið gæti það breytt öllu fyrir Kyönu. Hún segir það eina í stöðunni að vera vongóð og vonast eftir svari innan skamms. „Ég elska Ísland. Ef ég elskaði það ekki svona mikið gæti ég ekki barist svona fyrir því að fá að vera hér áfram,“ segir Kyana. „Ég er ekki með neitt „plan B“. Ég ætla ekki að fara frá Íslandi. Þannig að við verðum bara að finna einhvern veginn út úr þessu, hvort sem það er að reyna að fá annað dvalarleyfi eða eitthvað annað.“
Íslandsvinir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Kyönu Sue gert að yfirgefa landið: „Við bíðum enn eftir svari frá vinnumarkaðsráðuneytinu“ Kæru bandaríska áhrifavaldsins Kyöna Sue Powers, vegna synjunar Útlendingastofnunar um að veita henni dvalarleyfi hér á landi, hefur verið hafnað af kærunefnd útlendingamála. Kyana þarf að yfirgefa landið innan þrjátíu daga nema Vinnumálastofnun grípi inn í. 3. maí 2022 21:39 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Kyönu Sue gert að yfirgefa landið: „Við bíðum enn eftir svari frá vinnumarkaðsráðuneytinu“ Kæru bandaríska áhrifavaldsins Kyöna Sue Powers, vegna synjunar Útlendingastofnunar um að veita henni dvalarleyfi hér á landi, hefur verið hafnað af kærunefnd útlendingamála. Kyana þarf að yfirgefa landið innan þrjátíu daga nema Vinnumálastofnun grípi inn í. 3. maí 2022 21:39