Búvörusamningar

Fréttamynd

Þarf Al­þingi að vera í ó­vissu?

Geta alþingismenn ekki lengur treyst því að breytingar sem þeir gera á frumvörpum hafi lagagildi? Spurt var að þessu á netinu í gær með orðunum „Þessi dómur skapar mikla lagaóvissu fyrir Alþingi þar sem nú er ekki ljóst hversu mikið má breyta lagafrumvörpum í nefndum Alþingis og svo virðist sem það geti orðið héðan í frá matsatriði dómara hverju sinni.“

Skoðun
Fréttamynd

Afurðastöðvar í sam­keppni við sjálfar sig?

Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag var rætt við Trausta Hjálmarsson, formann Bændasamtaka Íslands, um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum brjóti gegn stjórnarskránni og hafi ekki lagagildi. Í lok viðtalsins, sem birtist í lengri útgáfu á Vísi, var rætt um umsvif afurðastöðvanna í innflutningi á kjötvörum.

Skoðun
Fréttamynd

Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaða­bóta­skyldu

Pró­fess­or við laga­deild Há­skól­ans í Reykja­vík segir ekki hægt að útiloka að íslenska ríkið hafi bakað sér mögulega skaðabótaskyldu gagnvart kjötafurðarstöðvum með því að samþykkja breytingu á búvörulögum sem voru dæmd ógild fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 

Innlent
Fréttamynd

Sérhagsmunafúsk á Al­þingi

Samþykkt Alþingis á víðtækum undanþágum kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum síðastliðið vor hefur verið í brennidepli undanfarinn sólarhring, eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp þann dóm að breyting þingsins á búvörulögum hefði verið í andstöðu við stjórnarskrá og hefði því ekkert gildi. Sú niðurstaða dómsins byggðist á því að þingmálið, sem var samþykkt, hefði ekki fengið þrjár umræður á Alþingi eins og 44. grein stjórnarskrárinnar kveður á um. Á niðurstöðu dómsins hafa margir haft skoðanir, en alveg óháð henni er full ástæða að beina sjónum að ýmsum upplýsingum og sjónarmiðum um vinnubrögð Alþingis í málinu, sem fram hafa komið undanfarna daga, raunar bæði fyrir og eftir uppkvaðningu dómsins.

Skoðun
Fréttamynd

Eftir­litið skipar afurðastöðvum að stöðva að­gerðir tafar­laust

Samkeppniseftirlitið hefur ritað kjötafurðastöðvum og samtökum þeirra bréf vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í gær. Í því er kjötafurðastöðvum meðal annars skipað að stöðva þegar í stað hvers konar aðgerðir eða háttsemi sem farið geta gegn samkeppnislögum og stofnast hefur til á grundvelli undanþáguheimilda búvörulaga.

Innlent
Fréttamynd

Minnis­blað þvert á niður­stöðu dómsins

Í minnisblaði skrifstofu Alþingis til sviðsstjóra nefnda- og greiningarsviðs Alþingis er komist að þeirri niðurstöðu að breytingar atvinnuveganefndar á frumvarpi um búvörulög hafi ekki gengið gegn stjórnarskrá. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að gagnstæðri niðurstöðu í gær.

Innlent
Fréttamynd

Mark­mið og til­gangur laganna hafi aldrei breyst

Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknar og formaður atvinnuveganefndar segir að markmið með búvörulögum hafi ekki breyst við meðferð nefndarinnar. Hann var sakaður um sérhagsmunagæslu þegar málið stóð sem hæst á þingi.  

Innlent
Fréttamynd

Allir ráð­herrar Sjálf­stæðis­flokksins auk matvælaráðherra voru fjar­verandi

Framsóknarflokkurinn var eini stjórnarflokkurinn sem mætti með fullskipað lið til atkvæðagreiðslu á Alþingi þegar umdeild búvörulög voru samþykkt á Alþingi í mars. Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna voru ekki viðstaddir atkvæðagreiðsluna. Enginn ráðherra Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði um frumvarpið og ekki heldur Katrín Jakobsdóttir þáverandi forsætisráðherra sem þá var einnig starfandi matvælaráðherra í fjarveru Svandísar Svavarsdóttur sem var í veikindaleyfi.

Innlent
Fréttamynd

Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm

Stjórnsýslufræðingur, sem varað hefur við vinnubrögðum Alþingis, segir dóm héraðsdóms um breytingu á búvörulögum sennilega fordæmalausan. Hann segir dóminn réttan og kallar eftir skýrari efnisreglum hjá Alþingi um framkvæmd reglunnar um þrjár umræður.

Innlent
Fréttamynd

„Á­fellis­dómur yfir vinnu­brögðum Al­þingis“

Dómari við héraðsdóm Reykjavíkur hefur slegið því föstu að breytingarnar sem gerðar voru á búvörulögum í mars síðastliðnum hafi strítt gegn stjórnarskrá landsins og að breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Afurðastöðvar voru með breytingunum undanþegnar samkeppnislögum.

Innlent
Fréttamynd

Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi

Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur slegið því föstu að gríðarlega umdeild breyting á búvörulögum hafi strítt gegn stjórnarskrá og breytingin hafi því ekkert gildi að lögum.

Innlent
Fréttamynd

Tölum um sam­keppni í land­búnaði

Síðan frumvarp matvælaráðherra um breytingar á búvörulögum gekk í gildi á vordögum hafa umræður verið háværar í fjölmiðlum um spillingu, einokun og hagsmunapot formanns atvinnuveganefndar á málinu. Síðast í gær fór Kastljós RÚV vandlega yfir meintan glæpaferil málsins.

Skoðun
Fréttamynd

Segir Þórarin Inga hafa niður­lægt þing­ræðið

Dr. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hefur sent inn erindi til forsætisnefndar/siðanefndar Alþingis þar sem hann kærir Þórarin Inga Pétursson þingmann Framsóknarflokksins, formann atvinnuvegnefndar vegna afskipta hans af búvörulögum. Þórarinn Ingi megi teljast bullandi vanhæfur til að hafa afskipti af málinu vegna hagsmunatengsla.

Innlent
Fréttamynd

Þau vilja ekki leysa vandann

Sú ákvörðun þingmanna stjórnarflokkanna að undanskilja vinnslustöðvar búvara öllum samkeppnisreglum hefur eðlilega valdið miklum deilum. Svo vægt sé til orða tekið. En hvers vegna veldur þessi ákvörðun slíku uppnámi? Ætla má að tvær ástæður liggi þar helst að baki.

Skoðun
Fréttamynd

Af­nám verndar­tolla í kjöl­far breytinga á búvörulögum

Fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins fullyrðir að nú standi íslenskir bændur jafnfætis bændum annarra landa. Búvörulögin sem samþykkt voru í mars og leyfa samþjöppun afurðastöðva leiði til hærra afurðaverðs til bænda og lægra verðs til neytenda, þvert á það sem gerist í Noregi og ESB að sögn forstjóra Samkeppniseftirlitsins og fleiri.

Skoðun
Fréttamynd

Bjark­ey í bobba vegna um­deildra laga

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Breki Karlsson framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda rituðu harðorða grein þar sem þeir fordæma fortakslaust lög sem þeir vilja kalla ólög.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lenska páska­lambið

Í gær voru samþykktar breytingar á búvörulögum, um er að ræða að breytingar sem skipta verulegu máli fyrir íslenskan landbúnað. Þeim er ætlað að styðja við endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki grund­vallar­breytingar á bú­vöru­samningum

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðaherra undirrituðu í gær fyrir hönd stjórnvalda samkomulag um endurskoðun búvörusamninga við Bændasamtök Íslands. Gunnar Þorgeirsson formaður BÍ undirritaði fyrir hönd samtakanna.

Innlent
Fréttamynd

Fjár­hags­vandi bænda og lofts­lags­ham­farir

Vandi bænda hefur verið í brennidepli upp á síðkastið. Talað er um að 12 milljarða vanti við búvörusamninga til að leysa í bráð. Rætt er um að ríkisstjórnin sé reiðubúin til að leggja fram 1600 milljónir strax til bænda í fjárhagserfiðleikum, þar af 600 milljónir fyrir unga bændur.

Skoðun
Fréttamynd

Getur einka­aðili samið við ríkið um að hækka skatta á keppi­nautum sínum?

Félag atvinnurekenda hefur sent Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra erindi og krafizt aðildar að endurskoðun búvörusamninga hvað tollamál varðar. FA bendir á að láti ráðherra undan kröfum Bændasamtaka Íslands um að hækka tolla á innfluttum búvörum sé ráðherra að taka stjórnvaldsákvörðun sem væri íþyngjandi fyrir matvöruinnflytjendur, félagsmenn FA.

Skoðun
Fréttamynd

Tólf milljarða vanti í íslenskan landbúnað

Bændasamtökin krefjast þess að komið verði til móts við afkomubrest bænda frá 1. janúar á þessu ári og út samningstíma búvörusamninga. Eins og var gert í sprettgreiðslum til bænda í fyrra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum en þar segir að ef ekki verði brugðist við megi búast við fjöldagjaldþroti hjá bændum.

Neytendur
Fréttamynd

Land­búnaðar­stefna og bú­vöru­samningar

Fyrir helgi birti matvælaráðherra inn á samráðsgátt stjórnvalda Tillögu að þingsályktun um landbúnaðarstefnu til ársins 2040. Það er löngu tímabært og ber að fagna á sama tíma er umræða um endurskoðun búvörusamninga er að hefjast.

Skoðun
Fréttamynd

Um lög­mæti bú­vöru­samninga

Í kvöldfréttum RÚV þann 3. febrúar sl. var umfjöllun um gerð nýrra búvörusamninga. Þar var m.a. tiltekið að núgildandi búvörusamningar hefðu verið gerðir árið 2016 og ættu að gilda út árið 2026 en síðari endurskoðun þeirra stæði nú fyrir dyrum.

Skoðun