Fréttir

Fréttamynd

Ísland og ESB munu helst deila um fisk

Mikið var rætt um sjávarútvegsmál á fundi sameigin­legrar þingnefndar Alþingis og Evrópuþingsins í Þjóðmenningar­húsinu á þriðjudag. Full­trúar Íslands og ESB telja að einna erfið­ast verði að ná samkomulagi um sjávarútvegsmál í aðildar­viðræðum.

Innlent
Fréttamynd

Tilboð langt undir áætlun

Verktakafyrirtækið Háfell átti lægsta tilboð, eða tæplega 179 milljónir króna, í seinni áfanga Suðurstrandavegar sem er um 41% af áætluðum kostnaði, 433 milljónum króna.

Innlent
Fréttamynd

Ákærðu benda hver á annan

Sakborningarnir þrír í svokölluðu Exeter-máli sérstaks saksóknara vísa hver á annan um ábyrgð á veigamiklum atriðum í málinu. Þetta kemur fram í greinargerðum verjenda sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Enginn þeirra telur þó að lög hafi verið brotin í viðskiptunum.

Innlent
Fréttamynd

Gekkst undir lífsýnatöku

Karlmaður sem grunaður er um að hafa ráðist á konu í Hveragerði í lok síðasta mánaðar og slasað hana alvarlega hefur undirgengist lífsýnatöku eftir úrskurð Héraðsdómur Suðurlands þar að lútandi.

Innlent
Fréttamynd

Fallið frá kröfu meintrar dóttur

Krafa Marilyn Felonia Young sem hún gerði í dánarbú skákmeistarans Bobby Fischer fyrir hönd dóttur sinnar hefur verið felld niður eftir að í ljós kom með DNA-rannsókn að Fischer var ekki faðir stúlkunnar.

Innlent
Fréttamynd

Vilja úrbætur í avinnumálum

Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi standa fyrir opnum borgarafundi í Stapa í Reykjanesbæ kl. 16.30 í dag. Auk þeirra standa fjölmargir hagsmunaaðilar að fundinum og mun fundarstjórn vera í höndum Gylfa Arnbjörnssonar forseta Alþýðusambands Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæli gegn niðurskurði

Fyrirhugaður niðurskurður í heilbrigðismálum kemur ver við sum svæði en önnur og hefur verið boðað til tveggja borgarafunda til að mótmæla þeim hugmyndum.

Innlent
Fréttamynd

Boða til mótmæla í Eyjum

Hópur fólks hefur ákveðið að efna til mótmæla á Stakkagerðistúni í Vestmannaeyjum klukkan 16.30 í dag. Mótmælin beinast að niðurskurði í heilbrigðismálum og hyggst fólkið mynda hring utan um Sjúkrahúsið í Eyjum.

Innlent
Fréttamynd

Skal greiða sekt vegna vændis

Maður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær til að greiða áttatíu þúsund krónur í sekt vegna vændiskaupa. Annar maður, sem einnig var ákærður fyrir vændiskaup, var sýknaður.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei fleiri í september

Aldrei hafa fleiri ferðamenn sótt Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík í septembermánuði en í nýliðnum mánuði. Í tilkynningu kemur fram að alls heimsóttu 29.170 ferðamenn upplýsingamiðstöðina.

Innlent
Fréttamynd

Færðu lán á milli banka með afslætti

Lánasöfn gamla Kaupþings voru færð yfir til Arion banka með sextíu prósenta afslætti. Bæði Arion banki og Íslandsbanki hafa á síðustu átján mánuðum uppfært virði lánasafna, enda reikna þeir með betri heimtum en gert var ráð fyrir í kringum bankahrunið.

Innlent
Fréttamynd

Uppgjörið tók eitt og hálft ár

Slitameðferð ALMC, sem áður hét fjárfestingarbankinn Straumur, lauk í fyrradag. Ný stjórn tók þá til starfa og tekur hún við af skilanefnd sem stýrt hefur bankanum frá því FME greip inn í reksturinn. Óttar Pálsson, forstjóri félagsins, á sæti í nýju stjórninni. Kröfuhafar Straums eignuðust bankann fyrir mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Vilja ekki léttvægar færslur

Algengast er að vinskap á Facebook-samskiptavefnum sé slitið vegna þess að annar aðilinn setur inn ítrekaðar færslur sem hinum þykja ómerkilegar, færslur um stjórnmál eða um trúmál. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar á vinslitum á þessum vinsæla samskiptavef.

Erlent
Fréttamynd

Styttist óðum í björgunina

Námumennirnir þrjátíu og þrír, sem hírast á 700 metra dýpi niðri í lokuðum námugöngum, fengu ástæðu til að fagna í vikunni þegar yfirvöld í Chile sögðust vongóð um að þeim verði bjargað úr prísundinni strax í lok næstu viku.

Erlent
Fréttamynd

200 milljarða tilboði í Iceland var hafnað

Malcolm Walker, stofnandi og forstjóri bresku lágvöruverðskeðjunnar Iceland Foods, gerði tilboð í fyrirtækið fyrir fjórum mánuðum upp á einn milljarð breskra punda, jafnvirði um tvö hundruð milljarða íslenskra króna. Skilanefnd Landsbankans, sem fer með tæplega sjötíu prósenta hlut í Iceland Foods, leit ekki við því, samkvæmt staðfestum heimildum Fréttablaðsins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Mengað til langframa

Óttast er að eitur­leðjan sem lak úr súrálsverksmiðju í Ungverjalandi geti valdið alvarlegri mengun í Dóná og víðar í nágrenninu.

Erlent
Fréttamynd

Orkuveitan aftengdi neysluvatn fjölskyldu

„Nú náum við í vatn eitt hundrað metra leið niður í Leirvogsá," segir Ingibjörg Þorgilsdóttir í Perluhvammi í landi Fitja, þar sem starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur aftengdu kaldavatnslögn inn á land þeirra á fimmtudag.

Innlent
Fréttamynd

Reiði almennings skiljanleg

Á þriðja þúsund manns mótmæltu á Austurvelli þegar Alþingi var sett í gær. Nær allir mótmæltu friðsamlega, en nokkrir köstuðu eggjum, brauði, bíllyklum og öðru lauslegu að þingmönnum og Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Veikar efnahagsforsendur

„Ég geri ráð fyrir að þetta frumvarp eigi eftir að taka miklum breytingum,“ segir Kristján Þór Júlíusson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd.

Innlent
Fréttamynd

Ekki sátt um launafrystingu

Kjarasamningar opinberra starfsmanna eru lausir í lok nóvember en Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra lýsti því yfir í gær að ekki stæði til að hækka laun þeirra. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, undrast þessi orð ráðherrans.

Innlent
Fréttamynd

Vita ekki hvenær öllu lýkur

Fyrst í stað leggur SP-Fjármögnun áherslu á að ljúka endurútreikningi á þeim samningum þar sem einn og sami lántaki hefur verið skráður frá upphafi. Stefnt er að því að þeirri vinnu verði lokið eigi síðar en fimmtudaginn 7. október næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Stofninn lítill og nýliðun slök

Úthafsrækjustofninn mælist enn lítill og er veiðistofninn svipaður og síðustu fjögur ár. Ólíklegt er talið að rækjustofninn vaxi mikið í bráð. Þetta er niðurstaða árlegrar stofnmælingar Hafrannóknastofnunar á úthafsrækju fyrir norðan og austan land.

Innlent
Fréttamynd

Viðskiptavefur opnaður um miðjan mánuð

Stefnt er að því að endurútreikningar einföldustu gengislánasamninga Lýsingar verði aðgengilegir um miðjan mánuðinn. „Aðalmálið er að fólk fái rétta stöðu," segir Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Lýsingar.

Innlent
Fréttamynd

Fjallabyggð sameinuð með göngum

Héðinsfjarðargöngin á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar verða opnuð í dag. Göngin stytta leiðina á milli bæjarfélaganna tveggja úr 62 kílómetrum í um 15 kílómetra og eru um 11 kílómetrar að lengd.

Innlent
Fréttamynd

Níu manns sagt upp störfum

Þjóðleikhúsið hefur sagt upp níu fastráðnum starfsmönnum. Lækka þarf launakostnað um 14 prósent milli ára vegna tíu prósent skerðingar á framlögum í fjárlagafrumvarpi ársins, að sögn Ara Matthíassonar, framkvæmdastjóra Þjóðleikhússins.

Innlent
Fréttamynd

Hægri hönd í eftirsótt starf

Ögmundur Jónasson, dóms- og mannréttindaráðherra, hafnar því alfarið að ráðning Jóhanns Guðmundssonar í embætti skrifstofustjóra auðlindaskrifstofu landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins sé af pólítískum toga.

Innlent