Reiði almennings skiljanleg 2. október 2010 05:15 Á þriðja þúsund manns mótmæltu á Austurvelli þegar Alþingi var sett í gær. Nær allir mótmæltu friðsamlega, en nokkrir köstuðu eggjum, brauði, bíllyklum og öðru lauslegu að þingmönnum og Alþingi. „Maður skilur þessi mótmæli mjög vel. Það er mikil óánægja og gremja í samfélaginu vegna allra þeirra hluta sem hafa gerst, og margt fólk á um sárt að binda,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Hann telur mótmælin beinast gegn stjórnmálamönnum, Alþingi og öðrum valdastofnunum, og taka verði þau skilaboð sem í þeim felist alvarlega. Steingrímur segir ástandið í samfélaginu afar viðkvæmt, en það myndi engu skila að boða aftur til kosninga með tilheyrandi óvissu. Frekar eigi stjórnmálamenn að sameina kraftana og vinna saman að því að leysa úr vandanum. „Ég hef fullan skilning á því að fólk sem hefur orðið illa fyrir barðinu á kreppunni láti í ljós reiði sína og beiskju vegna þess að það eru enn óleyst stór vandamál, eins og birtast okkur í nauðungaruppboðum á heimilum fólks,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. „Það er sjálfsagt að menn mótmæli því með háværum mótmælum við Alþingi, en mér finnst of langt gengið þegar menn grýta glugga í guðshúsi á meðan á guðsþjónustu stendur,“ segir Össur. Hann segir ríkisstjórnina vera að ná að vinna þjóðina út úr efnahagsþrengingunum. Það breyti því ekki að ríkisstjórnin verði að finna lausn á vanda fólks sem hafi, eða sé við það að missa heimili sín. Össur segir kosningar ekki leysa neinn vanda. Ríkisstjórnin hafi enn þingmeirihluta samkvæmt nýlegri könnun. Hún hafi verk að vinna og eigi að ljúka því verki. - bj Fréttir Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira
Á þriðja þúsund manns mótmæltu á Austurvelli þegar Alþingi var sett í gær. Nær allir mótmæltu friðsamlega, en nokkrir köstuðu eggjum, brauði, bíllyklum og öðru lauslegu að þingmönnum og Alþingi. „Maður skilur þessi mótmæli mjög vel. Það er mikil óánægja og gremja í samfélaginu vegna allra þeirra hluta sem hafa gerst, og margt fólk á um sárt að binda,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Hann telur mótmælin beinast gegn stjórnmálamönnum, Alþingi og öðrum valdastofnunum, og taka verði þau skilaboð sem í þeim felist alvarlega. Steingrímur segir ástandið í samfélaginu afar viðkvæmt, en það myndi engu skila að boða aftur til kosninga með tilheyrandi óvissu. Frekar eigi stjórnmálamenn að sameina kraftana og vinna saman að því að leysa úr vandanum. „Ég hef fullan skilning á því að fólk sem hefur orðið illa fyrir barðinu á kreppunni láti í ljós reiði sína og beiskju vegna þess að það eru enn óleyst stór vandamál, eins og birtast okkur í nauðungaruppboðum á heimilum fólks,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. „Það er sjálfsagt að menn mótmæli því með háværum mótmælum við Alþingi, en mér finnst of langt gengið þegar menn grýta glugga í guðshúsi á meðan á guðsþjónustu stendur,“ segir Össur. Hann segir ríkisstjórnina vera að ná að vinna þjóðina út úr efnahagsþrengingunum. Það breyti því ekki að ríkisstjórnin verði að finna lausn á vanda fólks sem hafi, eða sé við það að missa heimili sín. Össur segir kosningar ekki leysa neinn vanda. Ríkisstjórnin hafi enn þingmeirihluta samkvæmt nýlegri könnun. Hún hafi verk að vinna og eigi að ljúka því verki. - bj
Fréttir Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira