Innlent

Ákærðu benda hver á annan

Sakborningarnir þrír í svokölluðu Exeter-máli sérstaks saksóknara vísa hver á annan um ábyrgð á veigamiklum atriðum í málinu. Þetta kemur fram í greinargerðum verjenda sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Enginn þeirra telur þó að lög hafi verið brotin í viðskiptunum.

Þá kemur fram að æðstu stjórnendur Byrs, stjórnarformaðurinn Jón Þorsteinn Jónsson og forstjórinn Ragnar Z. Guðjónsson, vissu ekki hver var eigandi Exeter Holdings þegar Byr veitti félaginu rúmlega milljarðs lán til að kaupa af þeim stofnfjárbréf. Þeir segjast hafa talið að félagið væri dótturfélag MP banka.- sh /




Fleiri fréttir

Sjá meira


×