Innlent

Aðför að heilbrigðisþjónustu

Bæjarráð Bolungarvíkur mótmælir harðlega þeirri aðför að heilbrigðisþjónustu á svæðinu sem birtist í fjárlagafrumvarpinu.

„Ef sá niðurskurður sem þar er lagður til verður að veruleika gæti það m.a. þýtt að starfsemi hjúkrunardeildar á sjúkraskýlinu í Bolungarvík leggist af, skurðstofu á Ísafirði verði lokað og fæðingaþjónustu á norðanverðum Vestfjörðum verði hætt. Niðurskurðurinn vegur að öryggi íbúa á svæðinu," segir í fundarbókun ráðsins. -kh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×