Fréttir

Fréttamynd

Heildarkostnaður um 40 milljarðar króna

Drög að deiliskipulagi nýs Landspítala voru kynnt í gær. Vonir standa til að skipulagið öðlist gildi með vorinu. Drögin eru grundvölluð á tillögu hönnunar-hópsins SPITAL, sem bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppninni árið 2010.

Innlent
Fréttamynd

Tollar standa í vegi fyrir kjötinnflutningi

Hvers konar tollar takmarka innflutning á kjöti? Fréttir af kjötskorti í verslunum hafa reglulega birst í fjölmiðlum í sumar. Í gær sagði Fréttablaðið svo frá veitingastöðum sem hafa þurft að taka rétti af matseðlum sínum vegna lítillar innlendrar framleiðslu og hárra tolla á innfluttu kjöti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Veiddu risafiska á sjóstangmóti í Grindavík

Sannkallaðir stórfiskar komu að landi á Íslandsmeistaramótinu í sjóstöng sem fór fram utan við Grindavík um helgina. Á vef Grindavíkurbæjar kemur fram að met hafi fallið í stærð ufsa og löngu á sjóstöng og jafnvel einnig í þorski.

Innlent
Fréttamynd

Dæmd fyrir manndráp af gáleysi

Héraðsdómur Vesturlands hefur frestað ákvörðun um refsingu ungrar konu sem dæmd var fyrir manndráp af gáleysi. Konan var ákærð fyrir að hafa laugardaginn 27. nóvember 2010 ekið bifreið yfir gangbraut í Borgarnesi án nægjanlegar aðgæslu og of hratt miðað við aðstæður þar sem útsýni var takmarkað vegna sólar sem var lágt á lofti og skein beint í augu hennar. Afleiðingarnar urðu þær að önnur kona sem gekk yfir gangbrautina varð fyrir bifreiðinni og hlaut við það mikla áverka, þar á meðal hryggbrot er leiddi til rofs á mænu. Konan lést nær samstundis.

Innlent
Fréttamynd

Vill norðurevru í stað evru

Lausnin á vanda evrunnar er norðurevra sem yrði nýr sameiginlegur gjaldmiðill Þýskalands, Finnlands, Austurríkis, Hollands og Belgíu. Þetta er mat eins af þungavigtarmönnunum í viðskiptalífi Þýskalands, Hans-Olafs Henkel. Í umræðugrein í Financial Times skrifar Henkel að hann sé ekki jafn jákvæður gagnvart evrunni og áður. Stjórnmálamenn hafi samþykkt aðild landa að myntbandalaginu þótt þau hafi ekki uppfyllt efnahagslegar kröfur. Sameiginleg vaxtastefna henti ekki öllum auk þess sem bandalagið sundri frekar en sameini.- ibs

Erlent
Fréttamynd

Ræddu eldgos og flugumferð

Samgönguráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna ræddu hvernig bregðast megi við öskuskýjum frá eldgosum og stjórn flugumferðar í kringum þau á fundi í Reykjavík í gær.

Innlent
Fréttamynd

Þúsundir mótmæla í Damaskus

Þúsundir manna héldu út á götur Damaskus, höfuðborgar Sýrlands, að loknum morgunbænum í gær, sem var fyrsti dagurinn í lokahátíð föstumánaðar múslima. Mótmælendur krefjast þess að Bashar Assad forseti og stjórn hans segi af sér. Öryggissveitir hafa bæði í gær og undanfarna daga gengið fram af mikilli hörku gegn mótmælendum og meðal annars skotið beint á fólk með þeim afleiðingum að í gær létu að minnsta kosti sjö manns lífið.

Erlent
Fréttamynd

Vatnsréttindi aftur á forræði ríkisvalds

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hefur skipað sérfræðingahóp til að vinda ofan af einkavæðingu vatnsréttinda sem fram fór með lagabreytingu árið 1998. Málið er unnið í samráði þingflokka beggja stjórnarflokkanna.

Innlent
Fréttamynd

Vill auðlindir til umhverfisráðuneytis

Flokksráð Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs lýstir yfir stuðningi við ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar og segir ótvíræðan árangur hafa náðst í efnahagsmálum þjóðarinnar. Sá árangur sé í fyllsta samræmi við stefnu flokksins í ýmsum málum.

Innlent
Fréttamynd

Augu Meyjunnar stara í tómið

Kíkir Stjörnustöðvar Evrópulanda á Suðurhveli (ESO) náði á dögunum einstaklega glæsilegri mynd af tveimur vetrarbrautum í órafjarlægð frá jörðu. Vetrarbrautirnar eru jafnan kallaðar Augun og eru í 50 milljóna ljósára fjarlægð frá stjörnumerkinu Meyjunni.

Innlent
Fréttamynd

Borgina vantar um 50 starfsmenn

Um 600 grunnskólabörn í Reykjavík eru á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum. Þó hefur fjöldinn dregist saman um helming því í þar síðustu viku voru um 1.200 börn sem biðu eftir plássi. Borgina vantar enn um 50 starfsmenn í hlutastarf til að anna þessari eftirspurn, en búist er við því að það nái að ráða í stöðurnar á næstu vikum.

Innlent
Fréttamynd

26 prósenta hækkun hjá OR

Heildarraforkukostnaður hjá heimilum landsins hefur hækkað umtalsvert frá því í júní 2010, samkvæmt nýrri verðkönnun ASÍ. Mest er hækkunin hjá viðskiptavinum Orkuveitu Reykjavíkur en heildarraforkukostnaður þeirra hefur hækkað um 26 prósent miðað við 4.000 kWst. notkun á ári.

Innlent
Fréttamynd

Baráttan er alls ekki kvöð

Heimsþekkt baráttukona heldur fyrirlestur um umhverfismál í Háskólabíói í dag. Segir Ísland hafa möguleika á að taka forystu í málaflokknum. Fjölbreytt baráttumál hennar snúast öll um lífið.

Innlent
Fréttamynd

Gefur berjunum viku í viðbót

„Berjaspretta er eins og vænta mætti en um það bil tveim til þrem vikum seinna á ferðinni í ár,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og berjaáhugamaður. Sjálfur er hann farinn að sulta og safta úr aðalbláberjum og segir þau harðari af sér.

Innlent
Fréttamynd

Heldur færri á ferð um hálendið

Heldur færri ferðamenn fóru um hálendið í sumar en undanfarin sumur samkvæmt mati björgunarsveitarmanna sem sinntu vakt á hálendinu. Aðstoðarbeiðnir voru litlu færri en í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Óttast um 50 þúsund fanga

Óljóst er hvað orðið hefur um tæplega 50 þúsund Líbíubúa sem teknir voru höndum af mönnum Gaddafís, leiðtoga Líbíu. Grunur leikur á að fólkinu hafi verið haldið föngnu í neðanjarðarbyrgjum, sem nú hafa verið yfirgefin.

Erlent
Fréttamynd

Milljarða hagsmunir í húfi

Milljarðar sparast í gjaldeyri náist það markmið að draga úr innflutningi jarðefnaeldsneyta um tíu prósent árið 2020. Þá mun innlend framleiðsla skila umtalsverðu í framlegð. Orkuskipti draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.

Innlent
Fréttamynd

20 ár frá staðfestingu á sjálfstæði

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, buðu Daliu Grybauskaitë, forseta Litháens, í heimsókn í Höfða í gærmorgun. Þá voru tuttugu ár liðin frá því að viðurkenning Íslands á sjálfstæði Eystrasaltsþjóðanna þriggja var staðfest með athöfn í Höfða.

Innlent
Fréttamynd

Brotið gegn eignarrétti landeigenda

Brotið er gegn stjórnarskrárvörðum eignarrétti eigenda sjávarjarða verði kvótafrumvarp sjávarútvegsráðherra að lögum, að því er fram kemur í umsögn Samtaka eigenda sjávarjarða um frumvarpið.

Innlent
Fréttamynd

Risahótel á Fjöllum á borð Kínastjórnar

Huang Nubo, eigandi Zhong Kun Investment Group, hefur samið um kaup af einkaaðilum á um sjötíu prósenta hlut af landi Grímsstaða á Fjöllum og mun eignast landið ef innanríkisráðuneytið veitir samþykki sitt.

Innlent
Fréttamynd

Bylgjan verið í loftinu í 25 ár

„Ég hlustaði alltaf á Bylgjuna þegar hún byrjaði. Þá var ég sölumaður hjá Myllunni árið 1986 og ók með kökur og brauð um Suðurnesin á daginn. Á kvöldin var ég plötusnúður og lét mig dreyma um að verða útvarpsmaður á Bylgjunni,“ segir Ívar Guðmundsson, dagskrárstjóri Bylgjunnar.

Innlent
Fréttamynd

Samningi við miðstöð bjargað

Ríkisstjórnin ákvað einróma á fundi sínum í gær að veita aukaframlag til Útlendingastofnunar vegna reksturs miðstöðvar fyrir hælisleitendur í Reykjanesbæ. Að óbreyttu hefði stofnunin þurft að segja upp samningi við Reykjanesbæ þar sem miðstöðin er starfrækt. Var þetta gert að tillögu innanríkisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Íslenska hagkerfið útskrifað af meðferðarheimilinu

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) samþykkti í gær sjöttu og síðustu endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands. Þar með er formlegu samstarfi við sjóðinn lokið. Í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að Ísland sé þar með fyrsta ríkið til að útskrifast frá AGS í yfirstandandifjármálakreppu.

Innlent
Fréttamynd

Brunnu inni í spilavíti í Mexíkó

Að minnsta kosti 52 eru látnir í Norður-Mexíkó eftir að kveikt var í spilavíti í borginni Monterrey um miðjan dag á fimmtudag. Vopnaðir menn réðust inn í spilavítið þar sem um 100 manns voru samankomnir, bæði starfsfólk og gestir. Samkvæmt sjónarvottum helltu þeir bensíni á gólf og sögðu fólki að koma sér út. Margir hræddir gestir og starfsmenn flúðu hins vegar lengra inn í bygginguna og urðu innlyksa þar. Mörg lík fundust meðal annars á salernum staðarins, þar sem fólk hafði læst sig inni til að forðast byssumennina. Fregnir hafa einnig hermt að neyðarútgangar hafi verið læstir.

Erlent
Fréttamynd

Leikfélag Akureyrar leitar á náðir bæjarins

Tap á rekstri Leikfélags Akureyrar (LA) á síðasta ári nam 67 milljónum króna, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum útreikninga. Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að greiða félaginu fyrir fram allt að 30 milljónir króna af væntanlegum framlögum næsta árs til að koma í veg fyrir að leikárið yrði stöðvað.

Innlent
Fréttamynd

Efnahagsmál í brennidepli

Kosið verður til þings í Danmörku hinn 15. september næstkomandi. Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra boðaði til kosninga í gær og tók þannig af skarið eftir margra vikna vangaveltur, en reglubundnar kosningar hefðu átt að fara fram í nóvember.

Erlent
Fréttamynd

Þurfa að greiða 57 milljarða

Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur sektað Google um 500 milljónir dala, eða um 57 milljarða króna, fyrir ólöglegar lyfjaauglýsingar á vefsíðum sínum. Um var að ræða lyfseðilsskyld lyf frá kanadískum lyfjaframleiðenda, en ólöglegt er að auglýsa slík lyf á netinu í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Umfjöllun fjölmiðla leiðir til rannsókna

Umfjöllun fjölmiðla um fjárhagsstöðu fyrirtækja og stofnana hefur verið kveikja að athugunum Kauphallar Íslands sem enda með fjársekt í um 40 prósentum tilvika, síðan í nóvember 2008.

Innlent