Innlent

Gefur berjunum viku í viðbót

Berin seinni á ferð Sveinn Rúnar Hauksson berjaáhugamaður segir berin ekki svíkja okkur í ár þó þau séu seinna á ferðinni.
Berin seinni á ferð Sveinn Rúnar Hauksson berjaáhugamaður segir berin ekki svíkja okkur í ár þó þau séu seinna á ferðinni.
„Berjaspretta er eins og vænta mætti en um það bil tveim til þrem vikum seinna á ferðinni í ár,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og berjaáhugamaður. Sjálfur er hann farinn að sulta og safta úr aðalbláberjum og segir þau harðari af sér.

„Aðalbláberin fara ágætlega af stað þó þau séu í minna lagi. Krækiberin eru líka alveg að koma til. Ég mundi gefa þessu viku í viðbót, haldist frostlaust.“

Þegar Fréttablaðið náði tali af Sveini Rúnari var hann á leið heim af Bláberjadögum á Súðavík og var ánægður með hátíðina. Segir Súðvíkinga búa að bestu berjakistu landsins og berjabrekkurnar teygi sig niður í bæinn.

„Þarna fengum við hlýjar móttökur og vonandi að þetta verði árlegur viðburður.“- rat




Fleiri fréttir

Sjá meira


×