Tugþúsundir e-taflna í farangri 17 ára pilts 26. ágúst 2011 06:00 Sautján ára íslenskur piltur var tekinn með tösku sem innihélt mikið magn fíkniefna í Leifsstöð aðfaranótt miðvikudags. Eftir því sem næst verður komist var pilturinn að koma með flugi frá Kaupmannahöfn þegar hann var handtekinn. Hann var einn á ferð. Tollverðir á Keflavíkurflugvelli fundu efnin í fórum hans við hefðbundið eftirlit og í framhaldi var lögreglan á Suðurnesjum kvödd til. Pilturinn reyndist hafa í fórum sínum um það bil þrjátíu þúsund e-töflur. Auk þess fundust í farangri piltsins um fimm kíló af duftefni. Rannsókn á efnunum leiddi í ljós að um var að ræða svokölluð íblöndunarefni sem notuð eru til að drýgja fíkniefni, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setti í fyrradag fram kröfu um gæsluvarðhald yfir piltinum. Dómari Héraðsdóms Suðurnesja tók sér frest til hádegis í gær til að taka ákvörðun í málinu. Um hádegisbil í gær úrskurðaði hann síðan að pilturinn skyldi sæta gæsluvarðhaldi til 7. september næstkomandi. Pilturinn hefur ekki komist í kast við lögin áður, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Hann verður vistaður í gæslu á Litla-Hrauni, en slíkt hefur verið gert áður þótt meintur brotamaður sé ekki orðinn átján ára. Málið er í rannsókn hjá lögeglunni á Suðurnesjum. - jss Fréttir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Sautján ára íslenskur piltur var tekinn með tösku sem innihélt mikið magn fíkniefna í Leifsstöð aðfaranótt miðvikudags. Eftir því sem næst verður komist var pilturinn að koma með flugi frá Kaupmannahöfn þegar hann var handtekinn. Hann var einn á ferð. Tollverðir á Keflavíkurflugvelli fundu efnin í fórum hans við hefðbundið eftirlit og í framhaldi var lögreglan á Suðurnesjum kvödd til. Pilturinn reyndist hafa í fórum sínum um það bil þrjátíu þúsund e-töflur. Auk þess fundust í farangri piltsins um fimm kíló af duftefni. Rannsókn á efnunum leiddi í ljós að um var að ræða svokölluð íblöndunarefni sem notuð eru til að drýgja fíkniefni, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setti í fyrradag fram kröfu um gæsluvarðhald yfir piltinum. Dómari Héraðsdóms Suðurnesja tók sér frest til hádegis í gær til að taka ákvörðun í málinu. Um hádegisbil í gær úrskurðaði hann síðan að pilturinn skyldi sæta gæsluvarðhaldi til 7. september næstkomandi. Pilturinn hefur ekki komist í kast við lögin áður, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Hann verður vistaður í gæslu á Litla-Hrauni, en slíkt hefur verið gert áður þótt meintur brotamaður sé ekki orðinn átján ára. Málið er í rannsókn hjá lögeglunni á Suðurnesjum. - jss
Fréttir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira