Umfjöllun fjölmiðla leiðir til rannsókna 26. ágúst 2011 06:00 Forstjóri Kauphallarinnar segir afar mikilvægt fyrir markaðinn að fjölmiðlar séu gagnrýnir. fréttablaðið/gva Umfjöllun fjölmiðla um fjárhagsstöðu fyrirtækja og stofnana hefur verið kveikja að athugunum Kauphallar Íslands sem enda með fjársekt í um 40 prósentum tilvika, síðan í nóvember 2008. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, kveður almennt aðhald fjölmiðla og ýmissa annarra óformlegra eftirlitsaðila vera afar áhrifamikið á markaðnum. „Fjölmiðlar eru klárlega meðal mikilvægustu óformlegu eftirlitsaðila á markaði. Það er gríðarlega mikilvægt að þeir séu mjög gagnrýnir,“ segir Páll og bætir við að starfsmenn fyrirtækja og skortsalar séu einnig afar áhrifamiklir eftirlitsaðilar. Hann vitnar þar í nýlega bandaríska rannsókn sem gerð var á fjárhagslegu misferli stórra fyrirtækja og leiddi í ljós að formlegir eftirlitsaðilar voru sjaldnast ástæða þess að fjárhagslegt misferli komst upp. „Það hefur verið mín afstaða, og okkar, að sérstaklega fyrir hrun hafi þetta verið veikleiki á markaðnum,“ segir Páll. Í tíu skiptum af 26 er umfjöllun fjölmiðla gefin upp sem upphafleg ástæða Kauphallarinnar á að beita fyrirtæki févíti. Sektarupphæðir nema í flestum tilvikum 1,5 milljónum króna, en hæsta sektin var fjórar milljónir árið 2008, til Exista hf. Eins og áður sagði hefur Kauphöllin sektað 26 sinnum síðan í nóvember 2008. Alls hafa 14 fyrirtæki verið beitt févíti, en sex þeirra hafa tvisvar verið sektuð og eitt, Bakkavör Group hf., í þrígang. Umfjöllun fjölmiðla var í öll þrjú skiptin kveikjan að athugunum Kauphallarinnar á fjárfestingarfélaginu. „Þetta er í sjálfu sér mjög eðilegt og áhugavert. Oft á tíðum snúast þessi mál um jafnræði fjárfesta að upplýsingum. Þá er þetta dæmi um augljós brot á þeirri grundvallarreglu sem skráð félög eiga að hafa í heiðri,“ segir Páll.sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldinga Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Umfjöllun fjölmiðla um fjárhagsstöðu fyrirtækja og stofnana hefur verið kveikja að athugunum Kauphallar Íslands sem enda með fjársekt í um 40 prósentum tilvika, síðan í nóvember 2008. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, kveður almennt aðhald fjölmiðla og ýmissa annarra óformlegra eftirlitsaðila vera afar áhrifamikið á markaðnum. „Fjölmiðlar eru klárlega meðal mikilvægustu óformlegu eftirlitsaðila á markaði. Það er gríðarlega mikilvægt að þeir séu mjög gagnrýnir,“ segir Páll og bætir við að starfsmenn fyrirtækja og skortsalar séu einnig afar áhrifamiklir eftirlitsaðilar. Hann vitnar þar í nýlega bandaríska rannsókn sem gerð var á fjárhagslegu misferli stórra fyrirtækja og leiddi í ljós að formlegir eftirlitsaðilar voru sjaldnast ástæða þess að fjárhagslegt misferli komst upp. „Það hefur verið mín afstaða, og okkar, að sérstaklega fyrir hrun hafi þetta verið veikleiki á markaðnum,“ segir Páll. Í tíu skiptum af 26 er umfjöllun fjölmiðla gefin upp sem upphafleg ástæða Kauphallarinnar á að beita fyrirtæki févíti. Sektarupphæðir nema í flestum tilvikum 1,5 milljónum króna, en hæsta sektin var fjórar milljónir árið 2008, til Exista hf. Eins og áður sagði hefur Kauphöllin sektað 26 sinnum síðan í nóvember 2008. Alls hafa 14 fyrirtæki verið beitt févíti, en sex þeirra hafa tvisvar verið sektuð og eitt, Bakkavör Group hf., í þrígang. Umfjöllun fjölmiðla var í öll þrjú skiptin kveikjan að athugunum Kauphallarinnar á fjárfestingarfélaginu. „Þetta er í sjálfu sér mjög eðilegt og áhugavert. Oft á tíðum snúast þessi mál um jafnræði fjárfesta að upplýsingum. Þá er þetta dæmi um augljós brot á þeirri grundvallarreglu sem skráð félög eiga að hafa í heiðri,“ segir Páll.sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldinga Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Sjá meira