Vatnsréttindi aftur á forræði ríkisvalds 29. ágúst 2011 07:00 Katrín Júlíusdóttir. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hefur skipað sérfræðingahóp til að vinda ofan af einkavæðingu vatnsréttinda sem fram fór með lagabreytingu árið 1998. Málið er unnið í samráði þingflokka beggja stjórnarflokkanna. „Hluti íslenska vatnsbúskaparins var einkavæddur með lagabreytingu árið 1998. Ég er búin að gera samkomulag og fá sérfræðingateymi til að vinna að tillögugerð um það með hvaða hætti við getum undið ofan af því, þannig að sambærileg lög gildi um allt vatn á landinu,“ segir Katrín. Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður stýrir þeirri vinnu. Ný vatnalög liggja fyrir Alþingi og með þeim á að fara aftur til eldri laga, frá 1923, sem tryggja almannarétt á vatni. Breyting varð á lögunum árið 2006 þannig að í stað upptalningar á því hvernig mætti fara með vatn var talið upp hvað ekki mætti gera varðandi vatn. „Við höfum verið andsnúin þessu og vatnalögin eru að fara í gegn með þeim hætti að ekki sé um einkaeignarrétt að ræða, heldur upptalning á því hvað má gera með vatnsréttindi.“ Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill að allsherjarendurskoðun fari fram á lögum og reglum um auðlindir, þar með talið vatn. Tryggja verði eignarrétt almennings á auðlindunum. Hann segir fregnir af samningi um kaup Kínverjans Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum eigi að vekja menn til umhugsunar. „Þetta á að verða okkur tilefni til að staldra við og gaumgæfa hvað við raunverulega viljum í þessum efnum. Það á ekki síst við þegar kröfur landeiganda gagnvart auðlindum ganga allar á þann veg að styrkja eignarréttinn,“ segir hann, og vísar til krafna Reykjahlíðar ehf. varðandi Gjástykki. Þar á bæ hafa menn rætt um skaðabótakröfu á hendur ríkinu verði ekki af virkjun. Ögmundur segist munu beita sér fyrir endurskoðun í málaflokknum. „Þá á ég ekki síst við það að við tökum sérstaklega til skoðunar eignarrétt og nýtingarrétt á vatni. Mér sýnist sú umræða ekki nógu vel ígrunduð, en vatnið er auðlind 21. aldarinnar.“ Innanríkisráðherra vill að skýrt sé kveðið á um að eignarréttur á vatni verði í höndum almennings. Síðan megi semja um nýtingarrétt á auðlindinni. - kóp Fréttir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldinga Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hefur skipað sérfræðingahóp til að vinda ofan af einkavæðingu vatnsréttinda sem fram fór með lagabreytingu árið 1998. Málið er unnið í samráði þingflokka beggja stjórnarflokkanna. „Hluti íslenska vatnsbúskaparins var einkavæddur með lagabreytingu árið 1998. Ég er búin að gera samkomulag og fá sérfræðingateymi til að vinna að tillögugerð um það með hvaða hætti við getum undið ofan af því, þannig að sambærileg lög gildi um allt vatn á landinu,“ segir Katrín. Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður stýrir þeirri vinnu. Ný vatnalög liggja fyrir Alþingi og með þeim á að fara aftur til eldri laga, frá 1923, sem tryggja almannarétt á vatni. Breyting varð á lögunum árið 2006 þannig að í stað upptalningar á því hvernig mætti fara með vatn var talið upp hvað ekki mætti gera varðandi vatn. „Við höfum verið andsnúin þessu og vatnalögin eru að fara í gegn með þeim hætti að ekki sé um einkaeignarrétt að ræða, heldur upptalning á því hvað má gera með vatnsréttindi.“ Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill að allsherjarendurskoðun fari fram á lögum og reglum um auðlindir, þar með talið vatn. Tryggja verði eignarrétt almennings á auðlindunum. Hann segir fregnir af samningi um kaup Kínverjans Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum eigi að vekja menn til umhugsunar. „Þetta á að verða okkur tilefni til að staldra við og gaumgæfa hvað við raunverulega viljum í þessum efnum. Það á ekki síst við þegar kröfur landeiganda gagnvart auðlindum ganga allar á þann veg að styrkja eignarréttinn,“ segir hann, og vísar til krafna Reykjahlíðar ehf. varðandi Gjástykki. Þar á bæ hafa menn rætt um skaðabótakröfu á hendur ríkinu verði ekki af virkjun. Ögmundur segist munu beita sér fyrir endurskoðun í málaflokknum. „Þá á ég ekki síst við það að við tökum sérstaklega til skoðunar eignarrétt og nýtingarrétt á vatni. Mér sýnist sú umræða ekki nógu vel ígrunduð, en vatnið er auðlind 21. aldarinnar.“ Innanríkisráðherra vill að skýrt sé kveðið á um að eignarréttur á vatni verði í höndum almennings. Síðan megi semja um nýtingarrétt á auðlindinni. - kóp
Fréttir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldinga Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Sjá meira