Óttast um 50 þúsund fanga 29. ágúst 2011 00:00 ekkert rennandi vatn Íbúar höfuðborgar Líbíu, Trípólí, ná sér í vatn á birgðastöð. Ekkert rennandi vatn er í borginni og innviðir stjórnkerfisins eru rjúkandi rústir.nordicphotos/afp Óljóst er hvað orðið hefur um tæplega 50 þúsund Líbíubúa sem teknir voru höndum af mönnum Gaddafís, leiðtoga Líbíu. Grunur leikur á að fólkinu hafi verið haldið föngnu í neðanjarðarbyrgjum, sem nú hafa verið yfirgefin. Ahmed Omar, ofursti og talsmaður uppreisnarhersins, sagði á blaðamannafundi í gær að merki hafi fundist um fjöldamorð nærri fangelsum, en hann ásakaði þó engan um að standa fyrir þeim. „Áætlað er að á milli 57 og 60 þúsund manns hafi verið handteknir á síðustu mánuðum. Á milli 10 og 11 þúsund fangar hafa verið frelsaðir, en hvar eru hinir?" Omar hvatti alla sem eitthvað vissu um afdrif fanganna að koma þeim upplýsingum á framfæri og sagði að það væri óumræðanlega skelfilegt kæmi í ljós að fólkið hefði verið myrt. Fjölmörg lík fundust í yfirgefnu sjúkrahúsi í Trípólí í gær. Starfsfólkið flúði sjúkrahúsið á mánudag þegar átök brutust út í hverfinu. Á þessari stundu er óljóst hvernig fólkið dó, en Wyre Davies, fréttamaður BBC, segir að líkin skipti hundruðum. Breska fréttastofan hafði eftir lækni á sjúkrahúsinu, sem snúið hafði aftur til aðstoðar, að um fjöldamorð væri að ræða. „Það eru yfir 200 lík hér en engin ríkisstjórn við stjórnvölinn. Hvað getum við gert? Við þurfum sárlega á alþjóðlegri aðstoð að halda til að ástandið versni ekki hratt." Samtökin Human Rights Watch segjast hafa sannanir fyrir því að hersveitir hliðhollar Gaddafí hafi myrt að minnsta kosti 17 fanga og tekið fjölda óbreytta borgara af lífi án dóms og laga, síðustu dagana áður en uppreisnarmenn náðu höfuðborginni á sitt vald. Ekki er vitað hvar Gaddafí heldur sig, en margir uppreisnarmenn telja að hann sé í eða við heimaborg sína Sirte. Stuðningsmenn hans eru þar enn undir vopnum. Aðrar heimildir herma að Gaddafí sé enn í felum í Trípólí og er hans leitað þar dyrum og dyngjum. Ýmsir telja að Gaddafí hafi flúið land og dvelji nú í Alsír eða Egyptalandi. Talsmaður hans bauð stjórn uppreisnarmanna til viðræðna um helgina með þjóðstjórn í huga, en uppreisnarmenn höfnuðu því boði þegar. William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, lýsti því yfir að boðið einkenndist af ranghugmyndum á raunverulegri stöðu í landinu. Uppreisnarmenn vinna nú hörðum höndum að því að koma innviðum höfuðborgarinnar í samt lag, en þar er við ramman reip að draga. Ekkert rennandi vatn er í borginni. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Óljóst er hvað orðið hefur um tæplega 50 þúsund Líbíubúa sem teknir voru höndum af mönnum Gaddafís, leiðtoga Líbíu. Grunur leikur á að fólkinu hafi verið haldið föngnu í neðanjarðarbyrgjum, sem nú hafa verið yfirgefin. Ahmed Omar, ofursti og talsmaður uppreisnarhersins, sagði á blaðamannafundi í gær að merki hafi fundist um fjöldamorð nærri fangelsum, en hann ásakaði þó engan um að standa fyrir þeim. „Áætlað er að á milli 57 og 60 þúsund manns hafi verið handteknir á síðustu mánuðum. Á milli 10 og 11 þúsund fangar hafa verið frelsaðir, en hvar eru hinir?" Omar hvatti alla sem eitthvað vissu um afdrif fanganna að koma þeim upplýsingum á framfæri og sagði að það væri óumræðanlega skelfilegt kæmi í ljós að fólkið hefði verið myrt. Fjölmörg lík fundust í yfirgefnu sjúkrahúsi í Trípólí í gær. Starfsfólkið flúði sjúkrahúsið á mánudag þegar átök brutust út í hverfinu. Á þessari stundu er óljóst hvernig fólkið dó, en Wyre Davies, fréttamaður BBC, segir að líkin skipti hundruðum. Breska fréttastofan hafði eftir lækni á sjúkrahúsinu, sem snúið hafði aftur til aðstoðar, að um fjöldamorð væri að ræða. „Það eru yfir 200 lík hér en engin ríkisstjórn við stjórnvölinn. Hvað getum við gert? Við þurfum sárlega á alþjóðlegri aðstoð að halda til að ástandið versni ekki hratt." Samtökin Human Rights Watch segjast hafa sannanir fyrir því að hersveitir hliðhollar Gaddafí hafi myrt að minnsta kosti 17 fanga og tekið fjölda óbreytta borgara af lífi án dóms og laga, síðustu dagana áður en uppreisnarmenn náðu höfuðborginni á sitt vald. Ekki er vitað hvar Gaddafí heldur sig, en margir uppreisnarmenn telja að hann sé í eða við heimaborg sína Sirte. Stuðningsmenn hans eru þar enn undir vopnum. Aðrar heimildir herma að Gaddafí sé enn í felum í Trípólí og er hans leitað þar dyrum og dyngjum. Ýmsir telja að Gaddafí hafi flúið land og dvelji nú í Alsír eða Egyptalandi. Talsmaður hans bauð stjórn uppreisnarmanna til viðræðna um helgina með þjóðstjórn í huga, en uppreisnarmenn höfnuðu því boði þegar. William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, lýsti því yfir að boðið einkenndist af ranghugmyndum á raunverulegri stöðu í landinu. Uppreisnarmenn vinna nú hörðum höndum að því að koma innviðum höfuðborgarinnar í samt lag, en þar er við ramman reip að draga. Ekkert rennandi vatn er í borginni. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira