Erlent

Vill norðurevru í stað evru

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Lausnin á vanda evrunnar er norðurevra sem yrði nýr sameiginlegur gjaldmiðill Þýskalands, Finnlands, Austurríkis, Hollands og Belgíu. Þetta er mat eins af þungavigtarmönnunum í viðskiptalífi Þýskalands, Hans-Olafs Henkel.



Í umræðugrein í Financial Times skrifar Henkel að hann sé ekki jafn jákvæður gagnvart evrunni og áður. Stjórnmálamenn hafi samþykkt aðild landa að myntbandalaginu þótt þau hafi ekki uppfyllt efnahagslegar kröfur. Sameiginleg vaxtastefna henti ekki öllum auk þess sem bandalagið sundri frekar en sameini.- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×