Fréttir

Fréttamynd

Viðræðurnar runnar í sandinn

Viðræður stjórnmálafylkinga Líbanons um valdaskiptingu í landinu eru farnar út um þúfur eftir að núverandi ríkisstjórnarflokkar höfnuðu kröfum Hizbollah-samtakanna um að fá aukinn hlut í stjórn landsins.

Erlent
Fréttamynd

Ríflega 2500 höfðu kosið í prófkjöri Samfylkingarinnar kl. 13.30

2502 höfðu kosið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík klukkan hálftvö, þar af 1087 utan kjörfundar. Prófkjörið fer fram í dag og er kosið í félagsheimili Þróttar í Laugardal. Kjörfundur hófst klukkan tíu og stendur til sex og er búist við fyrstu tölum fljótlega eftir það.

Innlent
Fréttamynd

Ný fjöldagröf finnst í Bosníu

Ný fjöldagröf með yfir 100 fórnarlömbuum fjöldamorðanna í Srebrenica árið 1995 hefur fundist í norðausturhluta Bosníu. Hópur réttarmeinafræðinga fékk nafnlausa ábendingu um gröfina en hún er í Snagova, um 50 kílómetra norður af Srebrenica.

Erlent
Fréttamynd

Ítalska mafían hafi náð fótfestu í Þýskalandi

Ítalska mafían er að ná fótfestu í Þýskalandi og hefur meðal annars fjárfest í orkufyrirtækjum sem skráð eru í Frankfurt og rússneska gasrisanum Gazprom. Þetta hefur þýska dagblaðið Berlinger Zeitung í dag og vísar í rannsókn leyniþjónustu Þýskalands, BND.

Erlent
Fréttamynd

RKÍ fagnar auknu fé til íslenskukennslu fyrir útlendinga

Þeir innflytjendur sem ekki tala íslensku standa einna verst að vígi í þjóðfélaginu samkvæmt könnun sem Rauði krossinn stóð að. Vegna þessa fagnar félagið þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sem kynnt var í gær, að verja 100 milljónum króna á næsta ári til íselnskukennslu fyrir útlendinga.

Innlent
Fréttamynd

Sýknaðir af ákæru um að hafa kynt undir kynþáttahatri

Nick Griffin, leiðtogi Breska þjóðarflokksins, og einn flokksbræðra hans voru í gær sýknaður af ákærum um að hafa kynt undir kynþáttahatri. Upptökur af ræðu Griffins á lokuðum fundi flokksins þar sem hann segir meðal annars að múslimar hafi breytt Bretlandi í kynþáttablandað helvíti voru kveikja ákæranna en þær voru síðar spilaðar í breska ríkisútvarpinu.

Erlent
Fréttamynd

Engar breytingar á heimsókn sendiherra þrátt fyrir árásir

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra segir að engar breytingar verði á heimsókn sendiherra Ísraels hingað til lands í næstu viku. Stjórnvöld muni þó koma því á framfæri að þau fordæmi árásirnar á óbreytta borgara í bænum Beit Hanoun á Gaza sem kostuðu átján, þar af tíu börn, lífið.

Innlent
Fréttamynd

Barsmíðar lögreglu í LA vekja reiði

Myndir sem sýna lögregluna í Los Angeles beita miklu harðræði við handtöku hafa vakið bæði óhug og reiði. Talsmaður lögreglunnar telur hins vegar að eðlilega hafi verið staðið að handtökunni.

Erlent
Fréttamynd

Ekkert ferðaveður víða á Norðaustur- og Austurlandi

Ekkert ferðaveður er víða á Norðaustur- og Austurlandi allt frá Öxarfirði suður að Hornafirði samkvæmt Vegagerðinni og því fólki ráðið frá því að vera þar á ferðinni. Á Norðausturlandi er víðast hvar hálka og skafrenningur en óveður austan Öxarfjarðar og eins yfir Möðrudalsöræfi. Á Austurlandi er víða mjög hvasst og Öxi er þungfær.

Innlent
Fréttamynd

Tekist á um fjórðung líklegra þingsæta í dag

Nokkrir sitjandi þingmenn, bæði Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, eru taldir í verulegri fallhættu í prófkjörum sem fram fara í dag. Þá má telja nokkuð víst að prófkjörin skili nýliðum inn í örugg sæti á framboðslistum, en alls er tekist á um fjórðung líklegra þingsæta á næsta Alþingi Íslendinga.

Innlent
Fréttamynd

1850 hafa kosið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík

Nýjustu tölur um kjörsókn í prófkjörum dagsins eru þær að í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum höfðu 1850 manns kosið nú rétt fyrir klukkan tólf. Í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi höfðu um 700 manns kosið nú skömmu fyrir hádegi.

Innlent
Fréttamynd

Lést eftir bruna í Ferjubakka

Konan sem brenndist illa í eldsvoða í Ferjubakka 12 á þriðjudagskvöldið var lést af sárum sínum á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss á fimmtudagsmorgun. Hún hét Anna Hauksdóttir og var 58 ára, fædd 20. janúar 1948.

Innlent
Fréttamynd

Flogið til Akureyrar og Ísafjarðar

Flogið var til Ísafjarðar og Akureyrar nú skömmu fyrir hádegið en enn er ekki hægt að fljúga til Egilsstaða eða Vestmannaeyja. Ekkert hefur verið flogið til staðannna fjögurra síðan á fimmtudagskvöld vegna veðurs. Fyrsta vélin til Ísafjarðar fór um klukkan hálftólf og sú fyrsta til Akureyrar nú klukkan korter í tólf.

Innlent
Fréttamynd

Írösk liðsforingjaefni gufa upp í Noregi

Þrjú írösk liðsforingjaefni sem eru í herþjálfun í Noregi á vegum Atlantshafsbandalagsins virðast hafa gufað upp af yfirborði jarðar. Að sögn norska ríkisútvarpsins hefur ekkert til þeirra spurst síðan í Ósló á mánudaginn en þá höfðu þeir verið í landinu í tvo daga.

Erlent
Fréttamynd

Vilja taka upp samning um sölu Landsvirkjunar

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu það til á aukafundi borgarráðs sem hófst klukkan tíu að samningur um sölu Landsvirkjunar yrðu teknir upp þannig að ásættanleg niðurstaða fengis fyrir Reykjavíkurborg og borgarbúa.

Innlent
Fréttamynd

Flutti ræðu á ráðstefnu um heimsleika Special Olympics

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti í gær ræðu á ráðstefnu um heimsleika Special Olympics en þeir verða haldnir í Shanghai í október á næsta ári. Ráðstefnan var haldin í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York.

Innlent
Fréttamynd

Ágreiningur um hvaða skilaboð eigi að færa súdönskum stjórnvöldum

Hætt hefur verið við för sendinefndar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna til höfuðsstöðva Afríkubandalagsins í Addis Ababa í Eþíópíu til að ræða um áframhald friðargæslu í Darfur-héraði. Ráðið klofnaði í afstöðu sinni í gær til verksviðs sendinefndarinnar og hvaða skilaboð hún ætti að færa súdönskum stjórnvöldum síðar í för sinni.

Erlent
Fréttamynd

Stórhríð og vonskuveður á Norðausturlandi

Vegagerðin varar við stórhríð við vestanverðan Eyjafjörð og segir vonskuveður þaðan um allt norðaustanvert landið. Á Vestfjörðum er víða þæfingur en verið er að hreinsa helstu leiðir og á Norðurlandi vestra er vetrarfærð en hvergi fyrirstaða.

Innlent
Fréttamynd

Haniyeh gerir ekki kröfu um forsætisráðherrastól í þjóðstjórn

Vonir standa til að samskipti Ísraela og Palestínumanna fari senn batnandi eftir að Ismael Haniyah, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar og einn leiðtogi Hamas-samtakanna, lýsti því yfir að hann gerði ekki kröfu um að halda embætti sínu í þjóðstjórn Palestínu sem verið er að reyna að mynda.

Erlent
Fréttamynd

Þrjú prófkjör vegna alþingiskosninga í dag

Þrjú prófkjör fara fram í dag þar sem tekist er á um fjórðung líklegra þingsæta á næsta Alþingi Íslendinga. Prófkjörin eru hjá Samfylkingunni í Reykjavíkurkjördæmunum, sem hefur þar átta þingmenn, hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðvesturkjördæmi, sem þar hefur fimm þingmenn, og hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi, sem hefur þrjá þingmenn þar.

Innlent
Fréttamynd

Bílvelta í miðborg Reykjavíkur í nótt

Tveir fólksbílar rákust saman á mótum Skothúsvegar og Fríkirkjuvegar í miðbæ Reykjavíkur laust eftir miðnætti í nótt með þeim afleiðingum að annar bíllinn valt. Í báðum bílum var ungt fólk, alls sex manns, og þurfti hluti hópsins að leita aðhlynningar á slysadeild.

Innlent
Fréttamynd

Þegar farnir að endurmeta stefnuna í Írak

Yfirmenn Bandaríkjahers eru þegar farnir að endurmeta stefnuna í Írak með það fyrir augum að hernaðurinn verði árangursríkari og hernáminu geti þar með lokið fyrr. Þessu kom fram hjá Peter Pace, oddvita herráðsins, í viðtali við sjónvarpsstöðina CBS í gær.

Erlent