Erlent

Ný fjöldagröf finnst í Bosníu

Réttarmeinafræðingur rannsakar beinagreind í fjöldagröfinni sem fannst í gær í Snagovo í Bosníu.
Réttarmeinafræðingur rannsakar beinagreind í fjöldagröfinni sem fannst í gær í Snagovo í Bosníu. MYND/AP

Ný fjöldagröf með yfir 100 fórnarlömbuum fjöldamorðanna í Srebrenica árið 1995 hefur fundist í norðausturhluta Bosníu. Hópur réttarmeinafræðinga fékk nafnlausa ábendingu um gröfina en hún er í Snagova, um 50 kílómetra norður af Srebrenica. Haft er eftir yfirmanni hópsins, Murat Hurtic, að beinagrindurnar í gröfinni hafi verið mikil brotnar og að þær hafi legið þétt sem bendi til þess að þær hafi verið færðar til, líklegast með jarðýtu. Þetta er sjöunda fjöldagröfin sem finnst í Snagovo og skipta líkin orðið þúsundum en talið er að her Bosníu-Serba hafi myrt um átta þúsund íslamska karlmenn og drengi í fjöldamorðunum i Srebrenica.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×