Innlent

RKÍ fagnar auknu fé til íslenskukennslu fyrir útlendinga

Þeir innflytjendur sem ekki tala íslensku standa einna verst að vígi í þjóðfélaginu samkvæmt könnun sem Rauði krossinn stóð að. Vegna þessa fagnar félagið þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sem kynnt var í gær, að verja 100 milljónum króna á næsta ári til íselnskukennslu fyrir útlendinga. Aðgengileg kennsla í íslensku væri lykilatriði í að leysa þennan hóp úr vítahring fátæktar, einsemdar og fordóma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×