Flutti ræðu á ráðstefnu um heimsleika Special Olympics 11. nóvember 2006 11:00 Opnun sérstakrar ljósmyndasýningar vegna heimsleikanna í Shanghai. Með forseta á myndinni eru m.a. sendiherra Kína hjá Sameinuðu þjóðunum, fulltrúar borgarstjórnar Shanghai og framkvæmdastjóri Special Olympics. MYND/Skrifstofa forseta Íslands. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti í gær ræðu á ráðstefnu um heimsleika Special Olympics en þeir verða haldnir í Shanghai í október á næsta ári. Ráðstefnan var haldin í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York og voru meðal þátttakenda ýmsir æðstu embættismenn Sameinuðu þjóðanna, fulltrúar kínverskra stjórnvalda, sendiherrar erlendra ríkja og forystusveit Special Olympics. Samtökin eru helguð íþróttastarfi fólks sem býr við andlega fötlun en þátttakendur í starfi þeirra eru frá um 180 löndum. Rúmlega tvær milljónir íþróttamanna taka nú þátt í starfi samtakanna. Fram kemur í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslanda að á ráðstefnugestir vildu að heimsleikarnir í Shanghai yrðu áhrifaríkt afl til breytinga á heimsvísu og gætu haft víðtæk áhrif á viðhorf þjóða til einstaklinga sem búa við andlega fötlun. Mikilvægt væri að tryggja að þeir einstaklingar og fjölskyldur þeirra hefðu aðgang að íþróttum og annarri þjónustu til jafns við aðra.Þar segir einnig að greinilegt sé að kínversk stjórnvöld leggi mikinn metnað í undirbúning heimsleikanna. Nú sé um hálf milljón íþróttamanna virk í starfi Special Olympics í Kína en stjórnvöld stefni að því að tvöfalda þá tölu á næstu sex árum.Í ræðu sinni vakti forseti Íslands athygli á því að með veglegum undirbúningi heimsleika í þágu andlega fatlaðs fólks væru kínversk stjórnvöld að senda sterk skilaboð um framtíðarstefnu, ekki aðeins í Kína heldur einnig á heimsvísu. Yfirlýsingar forseta Kína, Hu Jintao, gæfu m.a. til kynna að leikarnir yrðu grundvöllur félagslegra umbóta og aukinna réttinda þessa fjölmenna hóps í landinu. Fréttir Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti í gær ræðu á ráðstefnu um heimsleika Special Olympics en þeir verða haldnir í Shanghai í október á næsta ári. Ráðstefnan var haldin í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York og voru meðal þátttakenda ýmsir æðstu embættismenn Sameinuðu þjóðanna, fulltrúar kínverskra stjórnvalda, sendiherrar erlendra ríkja og forystusveit Special Olympics. Samtökin eru helguð íþróttastarfi fólks sem býr við andlega fötlun en þátttakendur í starfi þeirra eru frá um 180 löndum. Rúmlega tvær milljónir íþróttamanna taka nú þátt í starfi samtakanna. Fram kemur í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslanda að á ráðstefnugestir vildu að heimsleikarnir í Shanghai yrðu áhrifaríkt afl til breytinga á heimsvísu og gætu haft víðtæk áhrif á viðhorf þjóða til einstaklinga sem búa við andlega fötlun. Mikilvægt væri að tryggja að þeir einstaklingar og fjölskyldur þeirra hefðu aðgang að íþróttum og annarri þjónustu til jafns við aðra.Þar segir einnig að greinilegt sé að kínversk stjórnvöld leggi mikinn metnað í undirbúning heimsleikanna. Nú sé um hálf milljón íþróttamanna virk í starfi Special Olympics í Kína en stjórnvöld stefni að því að tvöfalda þá tölu á næstu sex árum.Í ræðu sinni vakti forseti Íslands athygli á því að með veglegum undirbúningi heimsleika í þágu andlega fatlaðs fólks væru kínversk stjórnvöld að senda sterk skilaboð um framtíðarstefnu, ekki aðeins í Kína heldur einnig á heimsvísu. Yfirlýsingar forseta Kína, Hu Jintao, gæfu m.a. til kynna að leikarnir yrðu grundvöllur félagslegra umbóta og aukinna réttinda þessa fjölmenna hóps í landinu.
Fréttir Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Sjá meira