Erlent

Haniyeh gerir ekki kröfu um forsætisráðherrastól í þjóðstjórn

Ismael Haniyah, forsætisráðherra Palestínu.
Ismael Haniyah, forsætisráðherra Palestínu. MYND/AP

Vonir standa til að samskipti Ísraela og Palestínumanna fari senn batnandi eftir að Ismael Haniyah, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar og einn leiðtogi Hamas-samtakanna, lýsti því yfir að hann gerði ekki kröfu um að halda embætti sínu í þjóðstjórn Palestínu sem verið er að reyna að mynda. Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, sagðist í samtali við blaðamenn í gærkvöld fagna tíðindunum því þau sýndu að hófsamari öfl sem tryðu á að Ísrael og Palestína gætu þrifist í sátt og samlyndi væru að ná yfirhöndinni í Palestínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×