Fréttir

Fréttamynd

Segir Sýrlendinga standa á bak við morðið á Gemayel

Saad Hariri, þingforseti í Líbanon og sonur Rafiks Hairis, sem myrtur var í Beirút fyrir tæpum tveimur árum, sakar sýrlensk stjórnvöld um að standa á bak við morðið á Pierre Gemayel, iðnaðarráðherra Líbanons. Byssumenn skutu Gemayel til bana í árás á bílalest hans í úthverfi kristinna manna í Beirút fyrr í dag.

Erlent
Fréttamynd

Anna Kristín tekur þriðja sætið

Anna Kristín Gunnarsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að taka þriðja sæti á framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram á fréttavef Skessuhorns. Eins og kunnugt er sóttist Anna Kristín eftir 1. til 2. sætinu í prófkjöri flokksins í síðasta mánuði en hún varð að láta í minni pokann fyrir Guðbjarti Hannessyni og Karli V. Matthíassyni.

Innlent
Fréttamynd

Gengi 365 hf. heldur áfram að lækka

Gengi hlutabréfa 365 hf., sem áður var Dagsbrún, hefur lækkað um nærri 9,2 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er annar dagurinn í röð sem bréfin lækka umtalsvert. Lækkunin í gær nam 8 prósentum miðað við lokagengi bréfa Dagsbrúnar áður en það félag breyttist í 365.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Lagði bíl sínum á golfflöt á Vík í Mýrdal

Lögreglan í Vík í Mýrdal fékk heldur óvenjulega tilkynningu á sunnudaginn var en þar var greint frá því að bifreið stæði á einni af flötunum á golfvellinum í Vík. Þegar lögreglan fór að athuga málið kom í ljós að erlendur ferðamaður á bílaleigubifreið hafði komið sér fyrir á miðri flöt á fjórðu holu vallarins og var að dást að útsýninu út á hafið.

Innlent
Fréttamynd

Batt sleða við bíl og dró félaga sinn

Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af tveimur piltum, 16 og 17 ára, í einu úthverfa borgarinnar í gærkvöld sem bundið höfðu sleða við bíl eldri piltsins sem ók síðan með þann yngri í eftirdragi á sleðanum. Þeim var gert að hætta þessari iðju tafarlaust og jafnframt bent á hættuna sem þessu fylgdi.

Innlent
Fréttamynd

Kaldavatnslaust í Borgarnesi

Ekkert kalt vatn er í Borgarnesi eftir að kaldavatnsæð fór þar í sundur laust fyrir klukkan tvö. Óhappið varð á framkvæmdasvæði við verlsunina Bónus, skammt frá Borgarfjarðarbrúnni. Fram kemur í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur að búið hafi verið að hengja vatnsæðina upp vegna framkvæmdanna en bakki gaf sig með þeim afleiðingum að vatnsleiðslan kubbaðist í sundur.

Innlent
Fréttamynd

Iðnaðarráðherra Líbanons myrtur í Beirút

Iðnaðarráðherra Líbanons, Pierre Gemayel, var myrtur í höfuðborginni Beirút í dag. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir talsmönnum öryggismála í landinu. Byssumenn munu hafa skotið á bílalest ráðherrans sem var á ferð um Sin el-Fil hverfið í Beirút í dag.

Erlent
Fréttamynd

Ráðherra gagnrýndur vegna frostskemmda á Keflavíkurflugvelli

Utanríkisráðherra var harðlega gagnrýndur á Alþingi í dag fyrir að ekki hefði verið eftirlit með mannvirkjum á Keflavíkurflugvelli, en komið hefur í ljós að miklar skemmdir hafi orðið á þónokkrum byggingum vegna þess að vatn fraus í leiðslum. Ráðherra sagði að sér þætti þetta mjög leitt og baðst afsökunar á mistökunum.

Innlent
Fréttamynd

Glitnir tekur 49 milljarða króna sambankalán

Glitnir hefur skrifað undir þriggja ára sambankalán sem nemur um 550 milljónum evra eða 49 milljörðum íslenskra króna. Það er jafnframt stærsta sambankalán sem bankinn hefur tekið. 28 alþjóðlegir bankar og fjármálstofnanir frá tólf löndum taka þátt í láninu.

Innlent
Fréttamynd

Leituðu aldraðs manns á höfuðborgarsvæðinu

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu leituð í morgun að karlmanni á áttræðisaldri. Hann sást síðast um kl. 22 í gærkvöld við bensínstöð ESSO á Ártúnsholti á bifreið sinni og var farið að óttast um hann. Þegar björgunarsveitir höfðu leitað í rúma klukkustund fannst maðurinn fram heill á húfi á heimili sínu.

Innlent
Fréttamynd

Actavis kaupir meirihluta í rússnesku lyfjafyrirtæki

Actavis hefur keypt 51 prósents hlut í rússneska lyfjafyrirtækinu ZiO Zdorovje. Kaupverðið er 47 milljónir evra eða um 4,2 milljarðar króna samkvæmt tilkynningu frá félaginu en þar af verður um helmingnum varið til að stækka verksmiðju ZiO og þannig auka framleiðslugetu fyrirtækisins.

Innlent
Fréttamynd

Aðeins eftirlit með mannaferðum á varnarsvæðinu

Eina eftirlitið sem verið hefur á Varnarsvæðinu fyrrverandi í Keflavík er með mannaferðum en ekki viðhaldi mannvirkja. Hundraða milljóna tjón varð þar vegna vatnsskemmda en engar tryggingar eru fyrir hendi að sögn utanríkisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

518 sviptu sig lífi á Íslandi á árunum 1990-2005

518 Íslendingar sviptu sig lífi á árunum 1990 til 2005, stærstur hlutinn karlar. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Valdimars Leós Friðrikssonar þingmanns. Tölurnar eru fengnar frá Landlæknisembættinu.

Innlent
Fréttamynd

Starfshópur fer yfir málefni barna af erlendum uppruna

Tilkynnt var á fundi menntaráðs Reykjavíkurborgar í gær að stofna ætti starfshóp um málefni barna af erlendum uppruna sem stunda nám í grunnskólum borgarinnar. Starfshópnum er meðal annars ætlað að gera tillögur um úrbætur í þjónustu við börn og unglinga af erlendum uppruna, þar á meðal í íslenskukennslu.

Innlent
Fréttamynd

Himinlifandi að kaupin séu gengin í gegn

„Ég er að sjálfstögðu himinlifandi með að þetta sé gengið í gegn," sagði Eggert Magnússon, verðandi stjórnarformaður West Ham United, í samtali við NFS skömmu eftir að hann hafði fundað með stjórn félagsins vegna kaupa Eggerts og félaga á knattspyrnufélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Eggert kominnn á Upton Park

Eggert Magnússon kom nú fyrir stundu á Upton Park, heimavöll West Ham United, og skoðaði hann ásamt Alan Pardew, knattspyrnustjóra félagins. Þeir gengu svo út á grasið og fengu báðir trefla með merki og nafni liðsins og leyfðu ljósmyndurum að taka myndir af tímamótunum.

Erlent
Fréttamynd

Eggert og félagar kaupa West Ham

Eggert Magnússon og félagar sömdu í dag um kaup á meirihluta í breska knattspyrnufélaginu West Ham United. Stjórn liðsins tilkynnti þetta í morgun. Hópurinn greiðir 85 milljónir punda, jafnvirði 11,4 milljarða króna, fyrir 83 prósenta hlut í félaginu og tekur að líkindum við skuldum félagsins sem nema um þremur milljörðum.

Innlent
Fréttamynd

Berlusconi fyrir rétt

Fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, fer fyrir rétt á morgun vegna ásakana um að hann hafi haft rangt við í viðskiptum. Berlusconi, sem hefur haft hægt um sig síðan hann tapaði í kosningum fyrir Romano Prodi fyrr á árinu, neitar öllum ásökunum og segir þetta pólitískar ofsóknir.

Erlent
Fréttamynd

Egypska lögreglan finnur tvö og hálft tonn af sprengiefnum

Egypska lögreglan sagði frá því í kvöld að hún hefði fundið tvö og hálft tonn af sprengiefnum og mikið magn af vopnum í Sinai. Einn yfirmaður, sem talaði undir nafnleynd, sagði að þetta hefði fundist á tveimur felustöðum í Libni-fjöllunum á Sinai svæðinu. Ekki er vitað hvort að vopnin hafi átt að fara til palenstínsku svæðanna.

Erlent
Fréttamynd

Simpansar velja sér eldri maka

Ný rannsókn á mökunarferli simpansa gefur í skyn að karlkyns simpansar sækist eftir sem elstum maka og að það skemmi ekki fyrir ef hún eigi afkvæmi fyrir. Rannsóknin var gerð til þess að athuga hvort að simpansar hegðuðu sér eins og frændur sínir mannfólkið og vildu frekar vera með yngri kvenkyns simpönsum.

Erlent
Fréttamynd

Farmur féll af flutningabíl

Um fimmleytið í dag féll farmur aftan af flutningabíl á mótum Kringlumýrarbrautar og Laugarvegs. Farmurinn var hitaveiturör og stóðu þau um fimm metra aftan af palli bílsins en máttu ekki standa lengur en tvo metra út. Olli atvikið töfum á umferð í allt að klukkutíma.

Innlent
Fréttamynd

Bandaríkin hóta aðgerðum gegn Súdan

Sérstakur erindreki Bandaríkjanna í Súdan, Andrew Natsios, sagði í dag að ríkisstjórnin í Súdan yrði að ná árangri í Darfur-héraði fyrir fyrsta janúar næstkomandi og ef það hefði ekki gerst myndu Bandaríkin og aðrir aðilar grípa til aðgerða.

Erlent
Fréttamynd

Hrói Höttur kominn til New York

Þrír Bretar, allir klæddir sem sögupersónan Hrói Höttur, voru að gefa peninga í New York í dag. Mennirnir hentu peningum út í loftið og sögðust einfaldlega vera að hvetja fólk til þess að gefa eitthvað til baka í samfélagið og reyna að stuðla að meiri kurteisi fólks.

Erlent
Fréttamynd

Hætt við útgáfu á bók O.J. Simpson

Fyrirtækið News Corp. hefur hætt við útgáfu á bók O.J. Simpsons "If I did it", sem útleggst á hinu ylhýra sem "Ef ég hefði gert það" og fjallaði um hvernig hann hefði myrt fyrrum konu sína Nicole Brown Simpson og vin hennar Ron Goldman. Einnig hefur verið hætt við að sýna sjónvarpsviðtal við O.J. um bókina en það átti að sýna í næstu viku.

Erlent
Fréttamynd

Kína hugsanlega í samstarf við Pakistan

Búist er við því að Kínverjar eigi eftir að tilkynna um samstarfssamning við Pakistan í kjarnorkumálum í næstu viku. Talið er að það sé vegna síaukinna tengsla Bandaríkjanna og Indlands og væntanlegs kjarnorkusamstarfs þeirra á næstu árum.

Erlent