Erlent

Egypska lögreglan finnur tvö og hálft tonn af sprengiefnum

Ísraelar telja að vopnunum sem fundust í Egyptalandi hafi átt að koma til Gaza, sem sést á myndinni.
Ísraelar telja að vopnunum sem fundust í Egyptalandi hafi átt að koma til Gaza, sem sést á myndinni. MYND/AP

Egypska lögreglan sagði frá því í kvöld að hún hefði fundið tvö og hálft tonn af sprengiefnum og mikið magn af vopnum í Sinai. Einn yfirmaður, sem talaði undir nafnleynd, sagði að þetta hefði fundist á tveimur felustöðum í Libni-fjöllunum á Sinai svæðinu. Ekki er vitað hvort að vopnin hafi átt að fara til palenstínsku svæðanna.

Ísrael hefur lengi haldið því fram að vopnum sé smyglað frá Sinai svæðinu til Gaza en hefur sýnt fram á fá sönnunargögn til þess að styðja þá kenningu sína. Eftir að hafa tekið þessi vopn og sprengiefni hefur egypska lögreglan lagt hald á alls fjögur tonn og það eingöngu í nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×