Erlent

Bandaríkin hóta aðgerðum gegn Súdan

Andrew Natsios á blaðamannafundi í dag.
Andrew Natsios á blaðamannafundi í dag. MYND/AP

Sérstakur erindreki Bandaríkjanna í Súdan, Andrew Natsios, sagði í dag að ríkisstjórnin í Súdan yrði að ná árangri í Darfur-héraði fyrir fyrsta janúar næstkomandi og ef það hefði ekki gerst myndu Bandaríkin og aðrir aðilar grípa til aðgerða.

Aðspurður hvaða aðgerðir Bandaríkin hygðust grípa til vildi hann ekkert segja en gaf til kynna að ríkisstjórn Súdans yrði að samþykkja sameiginlegt friðargæslulið fyrir fyrsta janúar. Ef það myndi ekki gerast myndi alþjóðasamfélagið taka mun harðar á Súdan.

Þó er talið ólíklegt að hernaðaraðgerðir gegn vilja ráðamanna í Súdan verði að veruleika og búast menn við því að um efnhagslegar og diplómatískar refsiaðgerðir verði að ræða. Kofi Annan sagði í síðastliðinni viku að Súdan hefði sæst á sameiginlegt friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna og Afríkusambandsins en súdanskir ráðamenn báru þær fréttir til baka síðar meir.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×