Eggert og félagar kaupa West Ham 21. nóvember 2006 09:08 Eggert Magnússon og félagar sömdu í dag um kaup á meirihluta í breska knattspyrnufélaginu West Ham United. Stjórn liðsins tilkynnti þetta í morgun. Hópurinn greiðir 85 milljónir punda, jafnvirði 11,4 milljarða króna, fyrir 83 prósenta hlut í félaginu og tekur að líkindum við skuldum félagsins sem nema um þremur milljörðum. Terry Brown, formaður stjórnar West Ham, sagði við fjölmiðla í morgun að gott verð hefði fengist fyrir hlutinn. „Eggert Magnússon er staðráðinn í því að tryggja að knattspyrnufélagið viðhaldi velsæld sinni bæði á knattspyrnuvellinum og utan hans, til hagsbóta fyrir áhangendur félagsins og aðra," sagði Brown við blaðamenn í morgun.Eggert Magnússon sagði í samtali við BBC að hann væri bæði ánægður og stoltur yfir því að Terry Brown og félagar skyldu taka tilboðinu og að nú væri hægt að binda enda á óvissu síðustu vikna og horfa til framtíðar með það að markmiði að strykja stöðu félagsins.„Ég geri mér fulla grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir því að verða stjórnarformaður West Ham og fullvissa starfsfólk, leikmenn og áhangendur um að ég er kominn hingað til að þjóna þeim og gera allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja árangur innan vallar sem utan," sagði Eggert.Þá segir Eggert enn fremur að hann muni íhuga að flytja heimavöll félagsins frá Upton Park til Ólympíuleikvangsins í Lundúnum. „Við kaupum það sem nú er til staðar, það er að segja Upton Park, en ef það gefst tækifæri til að ræða flutning á Ólympíuleikvanginn í framtínni, mun ég kanna það," segir Eggert enn fremurFramtíð argentínsku leikmannanna Carlosar Tevez and Javiers Mascheranos hjá félaginu virðist hins vegar í óvissu eftir kaupin því Íraninn Kia Joorabchian greiddi fyrir komu þeirra til félagsins og hugðist svo kaupa félagið en af því varð augljóslega ekki.West Ham er nú í fimmta neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en er fallið úr bæði Evrópukeppni félagsliða og enska deildarbikarnum svo ljóst er að Eggerts og félaga bíður erfitt verkefni í vetur. Fréttir Innlent Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Eggert Magnússon og félagar sömdu í dag um kaup á meirihluta í breska knattspyrnufélaginu West Ham United. Stjórn liðsins tilkynnti þetta í morgun. Hópurinn greiðir 85 milljónir punda, jafnvirði 11,4 milljarða króna, fyrir 83 prósenta hlut í félaginu og tekur að líkindum við skuldum félagsins sem nema um þremur milljörðum. Terry Brown, formaður stjórnar West Ham, sagði við fjölmiðla í morgun að gott verð hefði fengist fyrir hlutinn. „Eggert Magnússon er staðráðinn í því að tryggja að knattspyrnufélagið viðhaldi velsæld sinni bæði á knattspyrnuvellinum og utan hans, til hagsbóta fyrir áhangendur félagsins og aðra," sagði Brown við blaðamenn í morgun.Eggert Magnússon sagði í samtali við BBC að hann væri bæði ánægður og stoltur yfir því að Terry Brown og félagar skyldu taka tilboðinu og að nú væri hægt að binda enda á óvissu síðustu vikna og horfa til framtíðar með það að markmiði að strykja stöðu félagsins.„Ég geri mér fulla grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir því að verða stjórnarformaður West Ham og fullvissa starfsfólk, leikmenn og áhangendur um að ég er kominn hingað til að þjóna þeim og gera allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja árangur innan vallar sem utan," sagði Eggert.Þá segir Eggert enn fremur að hann muni íhuga að flytja heimavöll félagsins frá Upton Park til Ólympíuleikvangsins í Lundúnum. „Við kaupum það sem nú er til staðar, það er að segja Upton Park, en ef það gefst tækifæri til að ræða flutning á Ólympíuleikvanginn í framtínni, mun ég kanna það," segir Eggert enn fremurFramtíð argentínsku leikmannanna Carlosar Tevez and Javiers Mascheranos hjá félaginu virðist hins vegar í óvissu eftir kaupin því Íraninn Kia Joorabchian greiddi fyrir komu þeirra til félagsins og hugðist svo kaupa félagið en af því varð augljóslega ekki.West Ham er nú í fimmta neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en er fallið úr bæði Evrópukeppni félagsliða og enska deildarbikarnum svo ljóst er að Eggerts og félaga bíður erfitt verkefni í vetur.
Fréttir Innlent Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira