Eggert og félagar kaupa West Ham 21. nóvember 2006 09:08 Eggert Magnússon og félagar sömdu í dag um kaup á meirihluta í breska knattspyrnufélaginu West Ham United. Stjórn liðsins tilkynnti þetta í morgun. Hópurinn greiðir 85 milljónir punda, jafnvirði 11,4 milljarða króna, fyrir 83 prósenta hlut í félaginu og tekur að líkindum við skuldum félagsins sem nema um þremur milljörðum. Terry Brown, formaður stjórnar West Ham, sagði við fjölmiðla í morgun að gott verð hefði fengist fyrir hlutinn. „Eggert Magnússon er staðráðinn í því að tryggja að knattspyrnufélagið viðhaldi velsæld sinni bæði á knattspyrnuvellinum og utan hans, til hagsbóta fyrir áhangendur félagsins og aðra," sagði Brown við blaðamenn í morgun.Eggert Magnússon sagði í samtali við BBC að hann væri bæði ánægður og stoltur yfir því að Terry Brown og félagar skyldu taka tilboðinu og að nú væri hægt að binda enda á óvissu síðustu vikna og horfa til framtíðar með það að markmiði að strykja stöðu félagsins.„Ég geri mér fulla grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir því að verða stjórnarformaður West Ham og fullvissa starfsfólk, leikmenn og áhangendur um að ég er kominn hingað til að þjóna þeim og gera allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja árangur innan vallar sem utan," sagði Eggert.Þá segir Eggert enn fremur að hann muni íhuga að flytja heimavöll félagsins frá Upton Park til Ólympíuleikvangsins í Lundúnum. „Við kaupum það sem nú er til staðar, það er að segja Upton Park, en ef það gefst tækifæri til að ræða flutning á Ólympíuleikvanginn í framtínni, mun ég kanna það," segir Eggert enn fremurFramtíð argentínsku leikmannanna Carlosar Tevez and Javiers Mascheranos hjá félaginu virðist hins vegar í óvissu eftir kaupin því Íraninn Kia Joorabchian greiddi fyrir komu þeirra til félagsins og hugðist svo kaupa félagið en af því varð augljóslega ekki.West Ham er nú í fimmta neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en er fallið úr bæði Evrópukeppni félagsliða og enska deildarbikarnum svo ljóst er að Eggerts og félaga bíður erfitt verkefni í vetur. Fréttir Innlent Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Eggert Magnússon og félagar sömdu í dag um kaup á meirihluta í breska knattspyrnufélaginu West Ham United. Stjórn liðsins tilkynnti þetta í morgun. Hópurinn greiðir 85 milljónir punda, jafnvirði 11,4 milljarða króna, fyrir 83 prósenta hlut í félaginu og tekur að líkindum við skuldum félagsins sem nema um þremur milljörðum. Terry Brown, formaður stjórnar West Ham, sagði við fjölmiðla í morgun að gott verð hefði fengist fyrir hlutinn. „Eggert Magnússon er staðráðinn í því að tryggja að knattspyrnufélagið viðhaldi velsæld sinni bæði á knattspyrnuvellinum og utan hans, til hagsbóta fyrir áhangendur félagsins og aðra," sagði Brown við blaðamenn í morgun.Eggert Magnússon sagði í samtali við BBC að hann væri bæði ánægður og stoltur yfir því að Terry Brown og félagar skyldu taka tilboðinu og að nú væri hægt að binda enda á óvissu síðustu vikna og horfa til framtíðar með það að markmiði að strykja stöðu félagsins.„Ég geri mér fulla grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir því að verða stjórnarformaður West Ham og fullvissa starfsfólk, leikmenn og áhangendur um að ég er kominn hingað til að þjóna þeim og gera allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja árangur innan vallar sem utan," sagði Eggert.Þá segir Eggert enn fremur að hann muni íhuga að flytja heimavöll félagsins frá Upton Park til Ólympíuleikvangsins í Lundúnum. „Við kaupum það sem nú er til staðar, það er að segja Upton Park, en ef það gefst tækifæri til að ræða flutning á Ólympíuleikvanginn í framtínni, mun ég kanna það," segir Eggert enn fremurFramtíð argentínsku leikmannanna Carlosar Tevez and Javiers Mascheranos hjá félaginu virðist hins vegar í óvissu eftir kaupin því Íraninn Kia Joorabchian greiddi fyrir komu þeirra til félagsins og hugðist svo kaupa félagið en af því varð augljóslega ekki.West Ham er nú í fimmta neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en er fallið úr bæði Evrópukeppni félagsliða og enska deildarbikarnum svo ljóst er að Eggerts og félaga bíður erfitt verkefni í vetur.
Fréttir Innlent Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira