Innlent

Leituðu aldraðs manns á höfuðborgarsvæðinu

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu leituð í morgun að karlmanni á áttræðisaldri. Hann sást síðast um kl. 22 í gærkvöld við bensínstöð ESSO á Ártúnsholti á bifreið sinni og var farið að óttast um hann. Þegar björgunarsveitir höfðu leitað í rúma klukkustund fannst maðurinn fram heill á húfi á heimili sínu. Alls tóku 9 björgunarsveitir í 20 hópum og þyrla Landhelgisgæslunnar þátt í leitinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×