Fréttir Hefur áhyggjur af flugstjórnarmálum Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur áhyggjur af stöðu flugumferðarstjórnar hér við land eftir að sextíu flugumferðarstjórar nýttu ekki lokafrest til að ráða sig hjá Flugstoðum sem tekur til starfa um áramót. Innlent 19.12.2006 18:57 Afeitrun Byrgisins var brot á lögum Byrgið braut lög, með vitneskju yfirvalda, þegar þar var stunduð afeitrun árum saman. Skortur á eftirliti með meðferðarheimilum býður hættunni heim, segir þroskaþjálfi sem gerði úttekt á meðferðarmálum landsins. Stígamót segja alveg ljóst að rannsaka þurfi mál þeirra kvenna sem saka forstöðumann Byrgisins um að hafa misnotað sér sjúkleika þeirra. Innlent 19.12.2006 17:22 Gjaldeyrishömlum aflétt í Taílandi Ríkisstjórn Taíland tilkynnti í dag að hún muni aflétta gjaldeyrishömlum á alþjóðlega fjárfesta. Hömlurnar urðu til þess að fjöldi erlendra fjárfesta losuðu sig við taílenska hlutabréfaeign sína með þeim afleiðingum að gengi hlutabréfa í Taílandi hrundi í morgun. Viðskipti erlent 19.12.2006 16:49 Mikill samdráttur íbúðalána hjá innlánsstofnunum Verulegur samdráttur var á milli ára í nóvember í nýjum íbúðalánum innlánsstofnana, eða 77 prósent. Greiningardeild Landsbankans segir samdráttinn á milli ára svipaða frá miðju ári. Ný útlán banka hafi náð hámarki skömmu eftir að þau hófust haustið 2004 og fóru hæst í rúma 34 milljarða króna í október sama ár. Viðskipti innlent 19.12.2006 16:28 Byrgið þarf að rannsaka Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum segir alveg ljóst að rannsaka þurfi mál þeirra kvenna sem saka forstöðumann Byrgisins um að hafa misnotað sér sjúkleika þeirra. Innlent 19.12.2006 12:31 Íslandsmarkaður breytir um nafn Á hluthafafundi Íslandsmarkaðar hf., 12. þessa mánaðar var ákveðið að breyta um nafn á félaginu. Það mun eftirleiðis heita Reiknistofa fiskmarkaða hf. Viðskipti innlent 19.12.2006 10:26 Óbreyttir stýrivextir í Japan Seðlabanki Japans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,25 prósentum. Bankinn hækkaði stýrivexti síðast um 25 punta í júlí í sumar og lét af núllvaxtastefnu sinni, sem hafði verið viðvarandi síðastliðin fimm ár. Viðskipti erlent 19.12.2006 10:01 Vatikanið í fótboltann Sumir hafa sagt að þjóðkirkjan á Ítalíu sé fótboltinn, Vatíkanið ætlar nú að taka þátt í þessu þjóðarstolti með því að stofna eigið fótboltalið. Hið heilaga ríki ætlar að keppa í Klerkakeppninni, fótboltamóti sem haldið verður í Róm í febrúar. Ennfremur dreymir heilagmennina um að þegar fram líði stundir geti þeir keppt í meistaradeild ítalska boltans. Innlent 19.12.2006 07:32 Svíar stoltir af geimfaranum sínum Sænskir netmiðlar halda vart vatni þennan morguninn yfir geimhetjunni sænsku Christer Fuglesang. Honum tókst, við annan mann, að gera við 35 metra langt sólarbatterí á Alþjóðlegu geimstöðinni, sem var helsta vandamál geimstöðvarinnar. Fyrir vikið fékk hann lófatak í aðgerðastjórn niðri á jörðinni í Houston. Geimfararnir koma heim á föstudag, í tæka tíð fyrir jólafrí, eftir 13 daga ferð í geimnum. Innlent 19.12.2006 07:14 Þyrlur á leið á strandstað Þrjú þúsund og sex hundruð tonna erlent flutningaskip, með tólf manna áhöfn, strandaði á grynningum, þrjár sjómílur út af Sandgerði laust fyrir klukkan fimm í nótt og kom leki að skipinu. Skipstjórinn sendi ekki út neyðarkall, en óskaði eftir aðstoð dráttarbáts. Danska varðskipið Triton ásamt björgunarskipum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu, komin á vettvang. Þá var varðskip í Reykjavíkurhöfn mannað í skyndingu og sent af stað ásamt varðskipi, sem statt var í Vestmannaeyjum. Innlent 19.12.2006 07:38 Hugur í flugumferðarstjórum Mikil hugur var í flugumferðarstjórum sem funduðu í gærkvöldi. Um sextíu af þeim áttatíu sem starfað hafa við flugstjórn á Íslandi hafa ekki gert samning við Flugstoðir ohf. um störf hjá fyrirtækinu eftir að það tekur við flugstjórn um áramótin. Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, sagði eftir fundinn að hann hefði fyrst og fremst verið haldinn til að miðla upplýsingum en gríðarleg samstaða væri meðal hópsins um að semja við Flugstoðir ohf. Innlent 19.12.2006 07:12 Samruni Statoil og Norsk Hydro kynntur Norski olíurisinn Statoil og orkufyrirtækið Norsk Hydro ætla að sameinast um olíu- og gasborun á grunnsævi. Nýja fyrirtækið verður stærst allra á þeim vettvangi. Samningurinn er sagður jafnvirði rúmlega tvö þúsund milljarða íslenskra króna. Erlent 18.12.2006 18:52 Viðræður um varnarsamstarf í fullum gangi Viðræður um varnarsamstarf Íslands og Danmerkur hófust í Kaupmannahöfn í morgun og verður fram haldið í Reykjavík í febrúar. Fundað verður um varnarsamstarf með Norðmönnum á morgun og á næsta ári síðan rætt við Breta og Kanadamenn. Innlent 18.12.2006 18:58 Vinna liggur enn niðri í Kárahnjúkagöngum Vinna við steypusprautun í jarðgöngum í Kárahnjúkum liggur enn niðri eftir vinnuslys á laugardag en þá fyrirskipaði vinnueftirlit ríkisins úttekt á öryggismálum áður en framkvæmdir héldu áfram. Í dag fóru eftirlitsmenn stofnunarinnar á staðinn og tóku út verkferla, en allt öryggiskerfið á Kárahnjúkum er í endurskoðum. Innlent 18.12.2006 17:15 Grunaður um morð á 5 vændiskonum Breska lögreglan handtók í dag 37 ára karlmann sem grunaður er um að hafa myrt 5 vændiskonur í Suðaustur-Englandi. Morðingjans hefur verið leitað síðan í síðustu viku og rannsóknin er ein sú viðamesta í Bretlandi um áraraðir. Erlent 18.12.2006 18:26 Guðmundur í Byrginu látið af störfum Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins, hefur látið af störfum meðan rannsókn fer fram á málefnum Byrgisins. Hann kærði fréttaskýringaþáttinn Kompás til lögreglu í dag. Ekkert opinbert eftirlit er með meðferðarheimilum og getur hver sem er stofnað þau. Guðmundur, og menn á hans vegum, hafa undanfarin misseri verið umsvifamiklir lóðakaupendur í Grímsnesi. Innlent 18.12.2006 18:43 Promens lýkur kaupum á Polimoon Promens hf., dótturfyrirtæki Atorku hefur fallið frá eftirfarandi skilyrðum í tengslum við kaup fyrirtækisins á Polimoon ASA. Gert er ráð fyrir að kaupunum verði lokið þann 28. desember næstkomandi. Viðskipti innlent 18.12.2006 17:03 Sælla að gefa en þiggja Sælla er aðgefa en þiggja eru gömul sannindi og ný sem 11 ára börn í Kársnesskóla í Kópavogi ákváðu að fylgja í dag. Í stað þess að skiptast á gjöfum á litlu jólunum, ákáðu þau að gefa þeim sem minna mega sín jólagjafir í staðinn. Þau fóru í Kringluna með 70 jólapakka sem þau settu undir jólatré Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálpar Íslands. Innlent 18.12.2006 16:59 Skotbardagi þrátt fyrir vopnahlé Til skotbardaga kom í miðri Gaza-borg snemma í morgun þrátt fyrir að fulltrúar Hamas- og Fatah-hreyfinga Palestínumanna hefðu samið um vopnahlé. Abbas forseti stendur við yfirlýsingu sína um að boðað verði til kosninga á næsta ári, og það þó viðræður um skipan þjóðstjórnar verði haldið áfram í vikunni. Erlent 18.12.2006 11:55 Norsk Hydro og Statoil sameinuð Norsku ríkisfyrirtækin Norsk Hydro og olíufyrirtækið Statoil hafa samþykkt að ganga í eina sæng með það fyrir augum að stofna nýjan olíurisa, sem verður einn sá stærsti sinnar tegundar í heiminum sem sinnir olíuframleiðslu á hafi úti. Gengi hlutabréfa í Norsk Hydro hefur hækkað um 24 prósent í kauphöllinni í Olsó í Noregi í dag vegna fréttanna. Viðskipti erlent 18.12.2006 09:32 Óbreytt verðbólga innan EES Samræmd vísitala neysluverðs innan aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins var óbreytt á milli mánaða í nóvember. Verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, hér á landi var óbreytt á milli mánaða eða 6,1 prósent, að sögn Hagstofu Íslands. Viðskipti innlent 18.12.2006 09:21 Áhættuleikari lenti á hausnum Bandarískum áhættuleikara, Svarousky Oldrich, hefndist fífldirfskan á laugardaginn í Kína. Hann átti að stökkva af þaki bíls á ferð í gegnum þrjá logandi hringi. Hann komst í gegnum þrjá þeirra en fataðist flugið og lenti beint á hausnum. Hann missti meðvitund og fékk slæman heilahristing en kúpan virtist ekki hafa brotnað. Áður hafði Oldrich leikið áhættuatriði í myndum á borð við Men in Black og Taxi Driver. Erlent 18.12.2006 07:24 CANTAT þrjú í lag Tæknimönnum tókst í gærkvöldi að gera við CANTAT þrjú sæstrenginn til bráðabirgða þannig að fjarskiptaumferð um strenginn til Kanada ætti að komast nokkurnveginn í eðlilegt horf í dag. Lokaviðgerð verður framkvæmd síðar. Innlent 18.12.2006 07:10 45 ökumenn úr umferð á einni viku Fjörutíu og fimm ökumenn hafa verið teknir úr umferð í Reykjavík frá því á mánudagsmorgun, eða á einni viku. Því til viðbótar hafa tveir verið teknir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Þetta er talsvert meiri fjöldi en á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir hertari viðurlög og hærri sektir. Innlent 18.12.2006 07:15 Hamas og Fatah friðmælast Fulltrúar Hamas-samtakanna og Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, hafa ákveðið að taka höndum saman til að og stilla til friðar á Gaza-svæðinu. Átök milli stuðningsmanna fylkinganna tveggja hafa blossað upp síðustu daga. Fulltrúar samtakana munu ætla að funda í vikunni og reyna að koma viðræðum um myndun þjóðstjórnar aftur af stað. Erlent 17.12.2006 20:45 Bið á framboði Ekki náðist samkomulag um stofnun félags um þingframboð eldri borgara á fjölmennum fundi á Hótel Borg í dag. Ákveðið var að fresta afgreiðslu þeirra tillagna sem lagðar voru fyrir fundinn í dag. Skipuð var þriggja manna nefnd til að vinna áfram með málið og boðað til fundar aftur í janúar. Innlent 17.12.2006 19:45 Flugdólg hent úr vél í Halifax Íslenskur karlmaður, sem lét ófriðlega í flugvél á leið frá Kúbu til Íslands í gær, var skilinn eftir ásamt konu sinni í Halifax í Kanada. Maðurinn mun hafa angrað áhöfn og farþega og barið konu sína þegar hún reyndi að róa hann. Innlent 17.12.2006 19:37 Makalausar veislur til vandræða Jólin eru hátíð ljóss og friðar en á aðventunni hafa prestar í nógu að snúast við að hjálpa pörum sem rata í vanda. Makalaus vinnustaðapartí koma þar við sögu. Innlent 17.12.2006 19:18 Loftið lævi blandið Sú ákvörðun Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, að boða til kosninga til að binda enda á valdabaráttuna á milli Fatah og Hamas virðist hafa verkað sem olía á þann ófriðareld sem nú brennur í Palestínu. Erlent 17.12.2006 18:14 Ungir ökumenn orsaka fjölda banaslysa Ungir ökumenn eiga stóran þátt í alvarlegustu umferðarslysunum sem orðið hafa á þessu ári. Upplýsingafulltrúi Umferðarstofu kallar eftir ábyrgð foreldra í þessum efnum. Þrjátíu manns á aldrinum fimm til áttatíu og átta ára hafa látist í 27 umferðarslysum það sem af er árinu 2006. Þetta er mesti fjöldi banaslysa síðan árið 2000 þegar 32 létust. Innlent 17.12.2006 18:50 « ‹ 275 276 277 278 279 280 281 282 283 … 334 ›
Hefur áhyggjur af flugstjórnarmálum Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur áhyggjur af stöðu flugumferðarstjórnar hér við land eftir að sextíu flugumferðarstjórar nýttu ekki lokafrest til að ráða sig hjá Flugstoðum sem tekur til starfa um áramót. Innlent 19.12.2006 18:57
Afeitrun Byrgisins var brot á lögum Byrgið braut lög, með vitneskju yfirvalda, þegar þar var stunduð afeitrun árum saman. Skortur á eftirliti með meðferðarheimilum býður hættunni heim, segir þroskaþjálfi sem gerði úttekt á meðferðarmálum landsins. Stígamót segja alveg ljóst að rannsaka þurfi mál þeirra kvenna sem saka forstöðumann Byrgisins um að hafa misnotað sér sjúkleika þeirra. Innlent 19.12.2006 17:22
Gjaldeyrishömlum aflétt í Taílandi Ríkisstjórn Taíland tilkynnti í dag að hún muni aflétta gjaldeyrishömlum á alþjóðlega fjárfesta. Hömlurnar urðu til þess að fjöldi erlendra fjárfesta losuðu sig við taílenska hlutabréfaeign sína með þeim afleiðingum að gengi hlutabréfa í Taílandi hrundi í morgun. Viðskipti erlent 19.12.2006 16:49
Mikill samdráttur íbúðalána hjá innlánsstofnunum Verulegur samdráttur var á milli ára í nóvember í nýjum íbúðalánum innlánsstofnana, eða 77 prósent. Greiningardeild Landsbankans segir samdráttinn á milli ára svipaða frá miðju ári. Ný útlán banka hafi náð hámarki skömmu eftir að þau hófust haustið 2004 og fóru hæst í rúma 34 milljarða króna í október sama ár. Viðskipti innlent 19.12.2006 16:28
Byrgið þarf að rannsaka Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum segir alveg ljóst að rannsaka þurfi mál þeirra kvenna sem saka forstöðumann Byrgisins um að hafa misnotað sér sjúkleika þeirra. Innlent 19.12.2006 12:31
Íslandsmarkaður breytir um nafn Á hluthafafundi Íslandsmarkaðar hf., 12. þessa mánaðar var ákveðið að breyta um nafn á félaginu. Það mun eftirleiðis heita Reiknistofa fiskmarkaða hf. Viðskipti innlent 19.12.2006 10:26
Óbreyttir stýrivextir í Japan Seðlabanki Japans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,25 prósentum. Bankinn hækkaði stýrivexti síðast um 25 punta í júlí í sumar og lét af núllvaxtastefnu sinni, sem hafði verið viðvarandi síðastliðin fimm ár. Viðskipti erlent 19.12.2006 10:01
Vatikanið í fótboltann Sumir hafa sagt að þjóðkirkjan á Ítalíu sé fótboltinn, Vatíkanið ætlar nú að taka þátt í þessu þjóðarstolti með því að stofna eigið fótboltalið. Hið heilaga ríki ætlar að keppa í Klerkakeppninni, fótboltamóti sem haldið verður í Róm í febrúar. Ennfremur dreymir heilagmennina um að þegar fram líði stundir geti þeir keppt í meistaradeild ítalska boltans. Innlent 19.12.2006 07:32
Svíar stoltir af geimfaranum sínum Sænskir netmiðlar halda vart vatni þennan morguninn yfir geimhetjunni sænsku Christer Fuglesang. Honum tókst, við annan mann, að gera við 35 metra langt sólarbatterí á Alþjóðlegu geimstöðinni, sem var helsta vandamál geimstöðvarinnar. Fyrir vikið fékk hann lófatak í aðgerðastjórn niðri á jörðinni í Houston. Geimfararnir koma heim á föstudag, í tæka tíð fyrir jólafrí, eftir 13 daga ferð í geimnum. Innlent 19.12.2006 07:14
Þyrlur á leið á strandstað Þrjú þúsund og sex hundruð tonna erlent flutningaskip, með tólf manna áhöfn, strandaði á grynningum, þrjár sjómílur út af Sandgerði laust fyrir klukkan fimm í nótt og kom leki að skipinu. Skipstjórinn sendi ekki út neyðarkall, en óskaði eftir aðstoð dráttarbáts. Danska varðskipið Triton ásamt björgunarskipum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu, komin á vettvang. Þá var varðskip í Reykjavíkurhöfn mannað í skyndingu og sent af stað ásamt varðskipi, sem statt var í Vestmannaeyjum. Innlent 19.12.2006 07:38
Hugur í flugumferðarstjórum Mikil hugur var í flugumferðarstjórum sem funduðu í gærkvöldi. Um sextíu af þeim áttatíu sem starfað hafa við flugstjórn á Íslandi hafa ekki gert samning við Flugstoðir ohf. um störf hjá fyrirtækinu eftir að það tekur við flugstjórn um áramótin. Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, sagði eftir fundinn að hann hefði fyrst og fremst verið haldinn til að miðla upplýsingum en gríðarleg samstaða væri meðal hópsins um að semja við Flugstoðir ohf. Innlent 19.12.2006 07:12
Samruni Statoil og Norsk Hydro kynntur Norski olíurisinn Statoil og orkufyrirtækið Norsk Hydro ætla að sameinast um olíu- og gasborun á grunnsævi. Nýja fyrirtækið verður stærst allra á þeim vettvangi. Samningurinn er sagður jafnvirði rúmlega tvö þúsund milljarða íslenskra króna. Erlent 18.12.2006 18:52
Viðræður um varnarsamstarf í fullum gangi Viðræður um varnarsamstarf Íslands og Danmerkur hófust í Kaupmannahöfn í morgun og verður fram haldið í Reykjavík í febrúar. Fundað verður um varnarsamstarf með Norðmönnum á morgun og á næsta ári síðan rætt við Breta og Kanadamenn. Innlent 18.12.2006 18:58
Vinna liggur enn niðri í Kárahnjúkagöngum Vinna við steypusprautun í jarðgöngum í Kárahnjúkum liggur enn niðri eftir vinnuslys á laugardag en þá fyrirskipaði vinnueftirlit ríkisins úttekt á öryggismálum áður en framkvæmdir héldu áfram. Í dag fóru eftirlitsmenn stofnunarinnar á staðinn og tóku út verkferla, en allt öryggiskerfið á Kárahnjúkum er í endurskoðum. Innlent 18.12.2006 17:15
Grunaður um morð á 5 vændiskonum Breska lögreglan handtók í dag 37 ára karlmann sem grunaður er um að hafa myrt 5 vændiskonur í Suðaustur-Englandi. Morðingjans hefur verið leitað síðan í síðustu viku og rannsóknin er ein sú viðamesta í Bretlandi um áraraðir. Erlent 18.12.2006 18:26
Guðmundur í Byrginu látið af störfum Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins, hefur látið af störfum meðan rannsókn fer fram á málefnum Byrgisins. Hann kærði fréttaskýringaþáttinn Kompás til lögreglu í dag. Ekkert opinbert eftirlit er með meðferðarheimilum og getur hver sem er stofnað þau. Guðmundur, og menn á hans vegum, hafa undanfarin misseri verið umsvifamiklir lóðakaupendur í Grímsnesi. Innlent 18.12.2006 18:43
Promens lýkur kaupum á Polimoon Promens hf., dótturfyrirtæki Atorku hefur fallið frá eftirfarandi skilyrðum í tengslum við kaup fyrirtækisins á Polimoon ASA. Gert er ráð fyrir að kaupunum verði lokið þann 28. desember næstkomandi. Viðskipti innlent 18.12.2006 17:03
Sælla að gefa en þiggja Sælla er aðgefa en þiggja eru gömul sannindi og ný sem 11 ára börn í Kársnesskóla í Kópavogi ákváðu að fylgja í dag. Í stað þess að skiptast á gjöfum á litlu jólunum, ákáðu þau að gefa þeim sem minna mega sín jólagjafir í staðinn. Þau fóru í Kringluna með 70 jólapakka sem þau settu undir jólatré Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálpar Íslands. Innlent 18.12.2006 16:59
Skotbardagi þrátt fyrir vopnahlé Til skotbardaga kom í miðri Gaza-borg snemma í morgun þrátt fyrir að fulltrúar Hamas- og Fatah-hreyfinga Palestínumanna hefðu samið um vopnahlé. Abbas forseti stendur við yfirlýsingu sína um að boðað verði til kosninga á næsta ári, og það þó viðræður um skipan þjóðstjórnar verði haldið áfram í vikunni. Erlent 18.12.2006 11:55
Norsk Hydro og Statoil sameinuð Norsku ríkisfyrirtækin Norsk Hydro og olíufyrirtækið Statoil hafa samþykkt að ganga í eina sæng með það fyrir augum að stofna nýjan olíurisa, sem verður einn sá stærsti sinnar tegundar í heiminum sem sinnir olíuframleiðslu á hafi úti. Gengi hlutabréfa í Norsk Hydro hefur hækkað um 24 prósent í kauphöllinni í Olsó í Noregi í dag vegna fréttanna. Viðskipti erlent 18.12.2006 09:32
Óbreytt verðbólga innan EES Samræmd vísitala neysluverðs innan aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins var óbreytt á milli mánaða í nóvember. Verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, hér á landi var óbreytt á milli mánaða eða 6,1 prósent, að sögn Hagstofu Íslands. Viðskipti innlent 18.12.2006 09:21
Áhættuleikari lenti á hausnum Bandarískum áhættuleikara, Svarousky Oldrich, hefndist fífldirfskan á laugardaginn í Kína. Hann átti að stökkva af þaki bíls á ferð í gegnum þrjá logandi hringi. Hann komst í gegnum þrjá þeirra en fataðist flugið og lenti beint á hausnum. Hann missti meðvitund og fékk slæman heilahristing en kúpan virtist ekki hafa brotnað. Áður hafði Oldrich leikið áhættuatriði í myndum á borð við Men in Black og Taxi Driver. Erlent 18.12.2006 07:24
CANTAT þrjú í lag Tæknimönnum tókst í gærkvöldi að gera við CANTAT þrjú sæstrenginn til bráðabirgða þannig að fjarskiptaumferð um strenginn til Kanada ætti að komast nokkurnveginn í eðlilegt horf í dag. Lokaviðgerð verður framkvæmd síðar. Innlent 18.12.2006 07:10
45 ökumenn úr umferð á einni viku Fjörutíu og fimm ökumenn hafa verið teknir úr umferð í Reykjavík frá því á mánudagsmorgun, eða á einni viku. Því til viðbótar hafa tveir verið teknir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Þetta er talsvert meiri fjöldi en á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir hertari viðurlög og hærri sektir. Innlent 18.12.2006 07:15
Hamas og Fatah friðmælast Fulltrúar Hamas-samtakanna og Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, hafa ákveðið að taka höndum saman til að og stilla til friðar á Gaza-svæðinu. Átök milli stuðningsmanna fylkinganna tveggja hafa blossað upp síðustu daga. Fulltrúar samtakana munu ætla að funda í vikunni og reyna að koma viðræðum um myndun þjóðstjórnar aftur af stað. Erlent 17.12.2006 20:45
Bið á framboði Ekki náðist samkomulag um stofnun félags um þingframboð eldri borgara á fjölmennum fundi á Hótel Borg í dag. Ákveðið var að fresta afgreiðslu þeirra tillagna sem lagðar voru fyrir fundinn í dag. Skipuð var þriggja manna nefnd til að vinna áfram með málið og boðað til fundar aftur í janúar. Innlent 17.12.2006 19:45
Flugdólg hent úr vél í Halifax Íslenskur karlmaður, sem lét ófriðlega í flugvél á leið frá Kúbu til Íslands í gær, var skilinn eftir ásamt konu sinni í Halifax í Kanada. Maðurinn mun hafa angrað áhöfn og farþega og barið konu sína þegar hún reyndi að róa hann. Innlent 17.12.2006 19:37
Makalausar veislur til vandræða Jólin eru hátíð ljóss og friðar en á aðventunni hafa prestar í nógu að snúast við að hjálpa pörum sem rata í vanda. Makalaus vinnustaðapartí koma þar við sögu. Innlent 17.12.2006 19:18
Loftið lævi blandið Sú ákvörðun Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, að boða til kosninga til að binda enda á valdabaráttuna á milli Fatah og Hamas virðist hafa verkað sem olía á þann ófriðareld sem nú brennur í Palestínu. Erlent 17.12.2006 18:14
Ungir ökumenn orsaka fjölda banaslysa Ungir ökumenn eiga stóran þátt í alvarlegustu umferðarslysunum sem orðið hafa á þessu ári. Upplýsingafulltrúi Umferðarstofu kallar eftir ábyrgð foreldra í þessum efnum. Þrjátíu manns á aldrinum fimm til áttatíu og átta ára hafa látist í 27 umferðarslysum það sem af er árinu 2006. Þetta er mesti fjöldi banaslysa síðan árið 2000 þegar 32 létust. Innlent 17.12.2006 18:50