Guðmundur í Byrginu látið af störfum 18. desember 2006 18:43 Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins, hefur látið af störfum meðan rannsókn fer fram á málefnum Byrgisins. Hann kærði fréttaskýringaþáttinn Kompás til lögreglu í dag. Ekkert opinbert eftirlit er með meðferðarheimilum og getur hver sem er stofnað þau. Guðmundur, og menn á hans vegum, hafa undanfarin misseri verið umsvifamiklir lóðakaupendur í Grímsnesi. Guðmundur sagði frá því að náinn vinur hans tæki við starfi forstöðumanns meðan á rannsókn stæði í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar sakaði hann ritstjóra Kompáss um að hafa haldið Jóa og Guggu, sem hann kvað meginheimildarmenn þáttarins, uppi á eiturlyfjum til að ná fram upplýsingum. Þá sakaði hann ónefnda menn um að hafa reynt að múta sér til að þvo peninga. Því hafi hann svarað að hann þvæði sálir en ekki peninga. Ólafur Ólafsson fyrrverandi landlæknir og læknir hjá Byrginu sagði í samtali við fréttastofu í dag að þær ásakanir sem fram komu í Kompási í gær, væru reiðarslag. Matthías Halldórsson núverandi landlæknir segir óforsvaranlegt að kristileg samtök reki svona heimili. Svo virðist sem hver sem er geti stofnað og rekið meðferðarheimili án eftirlits. Meðferðarheimilið Byrgið er þannig ekki á forræði Félagsmálaráðuneytisins. Ekki heldur heilbrigðisráðuneytisins og ekki háð eftirliti landlæknisembættisins enda hvorki sjúkrahús né heilbrigðisþjónusta. Samkvæmt þeim upplýsingum fréttastofu væri það á hendi stjórnar sjálfseignastofnunarinnar Byrgisins að setja sér lög um faglegt eftirlit. Þessi stjórn finnst ekki. Landlæknir segir afleitt að hið opinbera hafi ekki strangt eftirlit með meðferðarheimilum á borð við Byrgið. Ríkið rak áður Gunnarsholt sem gegndi samskonar hlutverki og Byrgið en hætti því. Landlæknir segir slæmt að Gunnarsholt hafi verið lagt niður. Landlæknir bendir á að Byrgið hafi ekki leyfi til að lækna fólk eða afeitra - til þess þurfi samkvæmt lögum sérstakt leyfi heilbrigðisráðherra - sem Byrgið hefur ekki. Fari afeitrun þar fram - þá sé það lögbrot. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu keypti eignarhaldsfélagið Úrím og Túmmím, sem Guðmundur stofnaði, fimm sumarhúsalóðir við Klausturhóla í Grímsnes- og Grafningshreppi á síðasta ári. Þetta eru hefðbundnar 7500 fermetra sumarhúaslóðir. Eitt hús er þegar risið og þar býr Guðmundur ásamt fjölskyldu sinni. Tvö til viðbótar eru í smíðum og munu vera handa öðrum starfsmönnum Byrgisins. Eignarhaldsfélagið Úrím og Túmmím er skráð á blokkaríbúð í Hafnarfirði sem áður var í eigu Guðmundar og konu hans en er nú skráð á son þeirra. Fyrir lóðirnar greiddi Úrím og Túmmím gangverð. Þá hafa menn á vegum Byrgisins keypt 10 hektara land við Búrfellsveg sem kallast Lyngholt. Þar er nú verið að skipuleggja 15 sumarhúsalóðir. Á sama tíma hafa talsmenn Byrgisins haft sig í frammi við að afla peninga fyrir meðferðarheimilið og fengið vel á þriðja hundrað milljóna króna frá hinu opinbera á síðustu árum. Fréttir Innlent Mest lesið Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Innlent Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Innlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Nafn hins látna í manndrápsmálinu Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Framboðslistar Röskvu kynntir Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaftfellinga Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Nafn hins látna í manndrápsmálinu Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum SKE skoðar Heineman og meintur bókastuldur Meta Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Annar árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Hamingja dvínandi þótt Ísland berjist um toppsæti Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Tjón Úkraínumanna um áttahundruð milljarðar dollara Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða „Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Bein útsending: Setning Búnaðarþings Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Sjá meira
Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins, hefur látið af störfum meðan rannsókn fer fram á málefnum Byrgisins. Hann kærði fréttaskýringaþáttinn Kompás til lögreglu í dag. Ekkert opinbert eftirlit er með meðferðarheimilum og getur hver sem er stofnað þau. Guðmundur, og menn á hans vegum, hafa undanfarin misseri verið umsvifamiklir lóðakaupendur í Grímsnesi. Guðmundur sagði frá því að náinn vinur hans tæki við starfi forstöðumanns meðan á rannsókn stæði í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar sakaði hann ritstjóra Kompáss um að hafa haldið Jóa og Guggu, sem hann kvað meginheimildarmenn þáttarins, uppi á eiturlyfjum til að ná fram upplýsingum. Þá sakaði hann ónefnda menn um að hafa reynt að múta sér til að þvo peninga. Því hafi hann svarað að hann þvæði sálir en ekki peninga. Ólafur Ólafsson fyrrverandi landlæknir og læknir hjá Byrginu sagði í samtali við fréttastofu í dag að þær ásakanir sem fram komu í Kompási í gær, væru reiðarslag. Matthías Halldórsson núverandi landlæknir segir óforsvaranlegt að kristileg samtök reki svona heimili. Svo virðist sem hver sem er geti stofnað og rekið meðferðarheimili án eftirlits. Meðferðarheimilið Byrgið er þannig ekki á forræði Félagsmálaráðuneytisins. Ekki heldur heilbrigðisráðuneytisins og ekki háð eftirliti landlæknisembættisins enda hvorki sjúkrahús né heilbrigðisþjónusta. Samkvæmt þeim upplýsingum fréttastofu væri það á hendi stjórnar sjálfseignastofnunarinnar Byrgisins að setja sér lög um faglegt eftirlit. Þessi stjórn finnst ekki. Landlæknir segir afleitt að hið opinbera hafi ekki strangt eftirlit með meðferðarheimilum á borð við Byrgið. Ríkið rak áður Gunnarsholt sem gegndi samskonar hlutverki og Byrgið en hætti því. Landlæknir segir slæmt að Gunnarsholt hafi verið lagt niður. Landlæknir bendir á að Byrgið hafi ekki leyfi til að lækna fólk eða afeitra - til þess þurfi samkvæmt lögum sérstakt leyfi heilbrigðisráðherra - sem Byrgið hefur ekki. Fari afeitrun þar fram - þá sé það lögbrot. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu keypti eignarhaldsfélagið Úrím og Túmmím, sem Guðmundur stofnaði, fimm sumarhúsalóðir við Klausturhóla í Grímsnes- og Grafningshreppi á síðasta ári. Þetta eru hefðbundnar 7500 fermetra sumarhúaslóðir. Eitt hús er þegar risið og þar býr Guðmundur ásamt fjölskyldu sinni. Tvö til viðbótar eru í smíðum og munu vera handa öðrum starfsmönnum Byrgisins. Eignarhaldsfélagið Úrím og Túmmím er skráð á blokkaríbúð í Hafnarfirði sem áður var í eigu Guðmundar og konu hans en er nú skráð á son þeirra. Fyrir lóðirnar greiddi Úrím og Túmmím gangverð. Þá hafa menn á vegum Byrgisins keypt 10 hektara land við Búrfellsveg sem kallast Lyngholt. Þar er nú verið að skipuleggja 15 sumarhúsalóðir. Á sama tíma hafa talsmenn Byrgisins haft sig í frammi við að afla peninga fyrir meðferðarheimilið og fengið vel á þriðja hundrað milljóna króna frá hinu opinbera á síðustu árum.
Fréttir Innlent Mest lesið Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Innlent Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Innlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Nafn hins látna í manndrápsmálinu Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Framboðslistar Röskvu kynntir Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaftfellinga Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Nafn hins látna í manndrápsmálinu Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum SKE skoðar Heineman og meintur bókastuldur Meta Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Annar árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Hamingja dvínandi þótt Ísland berjist um toppsæti Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Tjón Úkraínumanna um áttahundruð milljarðar dollara Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða „Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Bein útsending: Setning Búnaðarþings Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Sjá meira