Viðskipti erlent

Gjaldeyrishömlum aflétt í Taílandi

Ríkisstjórn Taíland tilkynnti í dag að hún muni aflétta gjaldeyrishömlum á alþjóðlega fjárfesta. Hömlurnar urðu til þess að fjöldi erlendra fjárfesta losuðu sig við taílenska hlutabréfaeign sína með þeim afleiðingum að gengi hlutabréfa í Taílandi hrundi í morgun. 

Greiningardeild Landsbankans hefur eftir fréttaveitunni Bloomberg að hrun taílensku hlutabréfavísitölunnar SET hafi verið það mesta í 16 ár. Gripið var til gjaldeyrishamlanna í gær til að vinna gegn hækkun á gengi taílenska bahtsins en há gengisskráning gagnvart bandaríkjadal hefur komið sér illa fyrir útflytjendur í Taílandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×