Innlent

Svíar stoltir af geimfaranum sínum

Sænskir netmiðlar halda vart vatni þennan morguninn yfir geimhetjunni sænsku Christer Fuglesang. Honum tókst, við annan mann, að gera við 35 metra langt sólarbatterí á Alþjóðlegu geimstöðinni, sem var helsta vandamál geimstöðvarinnar. Fyrir vikið fékk hann lófatak í aðgerðastjórn niðri á jörðinni í Houston. Geimfararnir koma heim á föstudag, í tæka tíð fyrir jólafrí, eftir 13 daga ferð í geimnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×