Erlent

Loftið lævi blandið

Sú ákvörðun Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, að boða til kosninga til að binda enda á valdabaráttuna á milli Fatah og Hamas virðist hafa verkað sem olía á þann ófriðareld sem nú brennur í Palestínu. Í morgun lögðu liðsmenn Fatah undir sig tvö ráðuneyti á Gaza-ströndinni. Segja leiðtogar Hamas, sem stýra heimastjórninni, að þessar aðgerðir jafngildi valdaráni. Síðdegis var sprengjum skotið að skrifstofum Abbas á Gaza, sjálfur var forsetinn víðs fjarri. Fyrr um daginn höfðu byssumenn látið skotum rigna yfir bílalest Mahmoud Zahar, utanríkisráðherra úr röðum Hamas, en hann sakaði þó ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×