Viðskipti innlent

Óbreytt verðbólga innan EES

Hagstofan.
Hagstofan.
Samræmd vísitala neysluverðs innan aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins var óbreytt á milli mánaða í nóvember. Verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, hér á landi var óbreytt á milli mánaða eða 6,1 prósent, að sögn Hagstofu Íslands.

Hagstofan segir að frá nóvember til jafnlengdar á þessu ári hafi verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, mælst 2,1 prósent að meðaltali í ríkjum EES, 1,9 prósent á evrusvæðinu og 6,1 prósent á Íslandi.

Mesta verðbólgan mældist í Ungverjalandi eða 6,4 prósent en næstmest í Lettlandi en þar var hún 6,3 prósent. Minnsta verðbólgan mældist 0,9 prósent á Möltu og í Tékklandi en þar var hún 1,0 prósent.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×