Fréttir Ísland færist upp á lista OECD Verðbólga mældist 2,1 prósent innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í febrúar, samkvæmt útreikningum stofnunarinnar sem birtir voru í dag. Þetta er 0,2 prósentustiga hækkun á milli mánaða. Verðbólga er eftir sem áður mest í Tyrklandi. Ungverjaland hefur hins vegar tekið næstsíðasta sætið af Íslendingum, sem nú flagga þriðju mestu verðbólgu innan OECD-ríkjanna. Viðskipti innlent 4.4.2007 15:51 Umbreytingar framundan í lyfjaheiminum Stjórn Actavis var sátt við að stjórnendur félagsins ákváðu að greiða ekki yfirverð fyrir bréf í króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva þegar fyrirtækið barðist um þann bita við bandaríska lyfjafyrirtækið Barr. Þetta sagði Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður og einn stærsti hluthafi Actavis, á aðalfundi félagsins í dag. Björgólfur sagði spennandi tíma framundan og líkur á umbreytingum í lyfjaheiminum á árinu. Viðskipti innlent 4.4.2007 14:12 Þyrla flaug á útvarpsmastur Átta manns létu lífið þegar herþyrla flaug á útvarpsmastur í fjalllendi eyjunnar Taívan í gærkvöld. Slysið varð á sunnanverðri eyjunni, nærri borginni Kaohsiung. Mikil rigning og þoka var á þessum slóðum í gær og því er talið að flugmaður þyrlunnar hafi ekki séð mastrið. Erlent 4.4.2007 12:09 Lembdar eftir legígræðslu Vísindamenn við Gautaborgarháskóla í Svíþjóð hafa greint frá því að tekist hafi að frjóvga fjórar sauðkindur af fjórtán eftir legígræðslu. Áfanginn þykir gefa góð fyrirheit um að konur sem þurft hafa að gangast undir legnámsaðgerð geti eignast börn eftir legígræðslu. Erlent 4.4.2007 12:06 Bush gramur Pelosi George Bush Bandaríkjaforseti er æfur yfir heimsókn Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar þingsins, til Sýrlands þar sem hún hyggst ræða við forseta landsins um ástandið í Mið-Austurlöndum. Bandaríkjastjórn hefur ekki átt í samskiptum við Sýrlendinga í rúm tvö ár. Erlent 4.4.2007 12:03 Friðsöm mótmæli í Kænugarði Mótmælastaða stuðningsmanna Viktors Janukovits, forsætisráðherra Úkraínu, fyrir utan þinghúsið í Kænugarði stendur enn yfir en allt hefur þó verið með kyrrum kjörum. Erlent 4.4.2007 12:01 DaimlerChrysler skoðar sölu á Chrysler Forstjóri þýska bílaframleiðandans DaimlerChrysler hefur staðfest að fyrirtækið eigi í viðræðum um sölu á Chrysler-hluta fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Daimler keypti Chrysler árið 1998 en það hefur átt við viðvarandi taprekstur að stríða. Viðskipti erlent 4.4.2007 10:37 Óvissa um vaxtaákvörðun í Bretlandi Englandsbanki greinir frá því á morgun hvort breytingar verði gerðará stýrivaxtastigi í Bretlandi. Greinendur eru ekki samhljóða hvort stýrivextir hækki eða verði látnir óbreyttir. Verði vextirnir hækkaðir eru miklar líkur á að þeir hækki um 25 punkta. Við það fara stýrivextir í Bretlandi í 5,5 prósent. Viðskipti erlent 4.4.2007 09:52 Samdráttur í bílasölu Sala á bifreiðum dróst talsvert saman hjá risunum á bandaríska bílamarkaðnum í mars miðað við sama tíma í fyrra. Samdrátturinn var langmestur, eða 12,4 prósent, hjá Ford. Á sama tíma varð aukning á sölu japanskra bíla vestanhafs. Toyota, sem stefnir á að verða umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi á árinu, seldi 7,7 prósentum fleiri bíla í mars en á sama tíma í fyrra. Viðskipti erlent 4.4.2007 09:07 Kona lést í skotárás við höfuðstöðvar CNN Kona lést þegar hún var skotin til bana við höfuðstöðvar CNN sjónvarpsstöðvarinnar í Atlanta í Bandaríkjunum nú undir kvöld. Konan var starfsmaður Omni Hótelsins sem er hluti af húsaþyrpingu stöðvarinnar. Haft er eftir vitnum á fréttavef CNN að konan hafi verið barnshafandi. Byssumaðurinn er alvarlega slasaður eftir að öryggisvörður CNN skaut hann í höfuðið. Erlent 3.4.2007 21:57 Líkamsárás í strætóskýli um hábjartan dag Ráðist var á sextán ára dreng og 14 ára vinkonu hans í Breiðholti um hádegisbilið í dag. Parið átti sér einskis ills von þar sem það beið í strætóskýli þegar fjórmenningar stöðvuðu bifreið sína og réðust á þau. Fjöldi ökumanna varð vitni að árásinni, en aðhafðist ekkert. Innlent 3.4.2007 20:31 Óttast neyðarástand á Salómonseyjum Hjálparsamtök óttast að neyðarástand skapist á Salómonseyjum vegna flóðbylgjunnar sem dundi þar yfir í fyrrakvöld í kjölfar neðansjávarskjálfta. Önnur flóðbylgja skall á ströndum eyjanna í morgun en hún var þó mun minni en fyrri aldan. 28 lík hafa fundist en óttast er að mun fleiri hafi látist þar sem engin tíðindi hafa borist frá afskekktari eyjum klasans. Erlent 3.4.2007 19:03 Ákvörðun um kosningar í Úkraínu endanleg Viktor Jústsjenkó forseti Úkraínu segir að ákvörðun sín um að rjúfa þing og boða til kosninga sé endanleg og varar andstæðinga sína við að efna til uppþota. Þúsundir söfnuðust saman í höfuðborginni Kænugarði í dag til að mótmæla ákvörðun forsetans. Erlent 3.4.2007 18:49 30 milljónir plastpoka urðaðir á ári San Fransiscoborg hefur nýlega bannað plastpoka í stórmörkuðum. Engin áform eru um slíkt á Íslandi, jafnvel þótt Íslendingar noti gríðarlegan fjölda af þeim á hverju ári. Innlent 3.4.2007 17:45 Visir.is og mbl.is á topp 100 á Norðurlöndum Fréttamiðlarnir visir.is og mbl.is eru einu íslensku vefirnir sem komast inn á listann Topp-100 Nordic Internet Index. Listinn er birtur vikulega yfir mest sóttu vefi á Norðurlöndum. Íslensku vefirnir eru hlið við hlið í 91. og 92. sæti listans. Þetta kemur fram á vef Modernus, teljari.is. Innlent 3.4.2007 18:12 Búist við lækkun á lánshæfismati íslensku bankanna Greiningardeild Kaupþings gerir ráð fyrir að Moody's Investors Service lækki lánshæfismat íslensku bankanna í dag. Moodys var gagnrýnt í febrúarmánuði þegar það kynnti breytta aðferðarfræði við mat banka. Þá hækkaði lánshæfismat íslensku bankanna í hæstu mögulega einkunn fyrir langtímaskuldbindingar eða í Aaa. Viðskipti innlent 3.4.2007 17:32 Viðsnúningur á fasteignamarkaði vestra Sala á fasteignamarkaði jókst um 0,7 prósent á milli mánaða í febrúar. Þetta er þvert á spár greinenda, sem gerður ráð fyrir því því að sala myndi dragast saman annan mánuðinn í röð. Til samanburðar féll sala á fasteignamarkaði um 4,2 prósent í Bandaríkjunum í janúar. Tölurnar eiga ekki við um kaup á nýrri fasteign heldur kaup á eldri íbúðum. Viðskipti erlent 3.4.2007 16:25 Rússar vilja Alitalia Rússneska flugfélagið Aeroflot, sem er að stærstum hlut í eigu rússneska ríkisins, er sagt ætla að leggja fram kauptilboð í 39,9 prósenta hlut ítalska ríkisins í ítalska flugfélaginu Alitalia. Ítalski bankinn Unicredit er sagður standa að kaupunum ásamt Aeroflot. Viðskipti erlent 3.4.2007 15:37 Glitnir spáir 37 prósenta hækkun Úrvalsvísitölunnar Horfur í rekstri félaga í Kauphöllinni eru almennt ágætar og má gera ráð fyrir að áframhald verði á hækkun hlutabréfaverðs í ár, jafnvel meira en í fyrra. Gangi þetta eftir hækkar Úrvalsvísitalan um 37 prósent árinu. Þetta kemur fram í nýrri afkomuspá greiningardeildar Glitnis fyrir árið, sem kom út í dag. Viðskipti innlent 3.4.2007 15:06 Festa skilaði 18,8 prósenta ávöxtun Nafnávöxtun Festu lífeyrissjóðs var 18,8 prósent á árinu 2006, sem jafngildir 11,3 prósenta raunávöxtun. Í árslok 2006 var hrein eign til greiðslu lífeyris rúmir 48,6 milljarðar og hækkaði hún um 23,4 prósent á milli ára. Stjórn lífeyrissjóðsins mun á næsta aðalfundi leggja til að áunnin réttindi sjóðfélaga og lífeyrisþega verði aukin um 4 prósentum frá og með 1. janúar á þessu ári. Viðskipti innlent 3.4.2007 13:26 Eignastaða heimilanna aldrei betri Heildarskuldir heimilanna við lánakerfið allt námu 1.325 milljörðum króna í lok síðasta árs. Þar af námu skuldir við innlánsstofnanir 708 milljónum króna. Þetta er 241 milljón meira en heimilin skulduðu við árslok árið 2005. Greiningardeild Glitnis segir hreina eignastöðu heimilanna aldrei hafa verið betri en nú. Viðskipti innlent 3.4.2007 11:05 7.000 manns sagt upp í Hollandi Hollenska póstfyrirtækið TNT Post ætlar að segja upp 7.000 manns. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja ekki annan kost í stöðunni til að bregðast við aukinni samkeppni sem hafi skilað sér í samdrætti hjá fyrirtækinu. Viðskipti erlent 3.4.2007 09:20 Kjarrhólmi eignast 37 prósent í TM Kjarrhólmi hefur keypt alla eignarhluti Fjárfestingarfélagsins Grettis og Landsbankans í TM, alls 35,37 prósent. Kjarrhólmi eignaðist til viðbótar 2,2 prósenta hlut og fer því með 37,57 prósenta hlut í tryggingafélaginu. Kaupverð allra bréfanna nam tæpum 19,4 milljörðum króna. Viðskipti innlent 3.4.2007 09:17 Upphaf sjóliðadeilunnar rakið til skyndiáhlaups Bandaríkjahers Breska blaðið Independent segir frá því að upphaf sjóliðadeilunnar megi rekja til misheppnaðrar tilraunar Bandaríkjamanna að ræna írönskum öryggissérfræðingum í Írak. Í blaðinu er sagt frá því að snemma dags 11.janúar síðastliðinn hafi þyrlusveit Bandaríkjahers gert skyndiáhlaup í borginni Arbil í Íraska Kurdistan. Árásin hafi beinst gegn rótgróinni Íranskri hermálaskrifstofu í borginni. Erlent 2.4.2007 23:35 Blásið til skyndikosninga í Úkraínu Viktor Yushchenko forseti Úkraínu hefur leyst upp ríkisstjórn landsins og boðað til skyndikosninga. Vaxandi stjórnmálakreppa hefur verið í Úkraínu. Valdabarátta hefur staðið milli forsetans sem er hallur undir vesturlönd og forsætisráðherrans Viktor Yanukovych sem er fylgjandi Rússum. Forsetinn tilkynnti ákvörðunina eftir sjö klukkustunda árangurslausan sáttafund milli tvímenninganna. Erlent 2.4.2007 22:39 Bandaríkin flýta flutningi hermanna til Írak Bandaríski herinn sagði í dag að hann myndi senda þúsundir hermanna aftur til Írak á næstunni. Þetta var tilkynnt eftir að lagt var til að fjármagn yrði hugsanlega skorið niður til hins óvinsæla stríðsreksturs í Írak. Varnarmálaráðuneytið sagði að ákvörðun um að flytja níu þúsund manns aftur hefði verið tekin til að styrkja heraflann fyrir sameiginlega öryggisáætlun bandaríska og íraska hersins. Erlent 2.4.2007 21:48 Pólska ríkið sektar fráskilda Til stendur að sekta hjón sem skilja í Póllandi þegar átak til að spyrna gegn aukinni skilnaðartíðni hefst. Stjórnmálaflokkur PiS sem er ráðandi í ríkisstjórn landsins upplýsti áformin eftir að í ljós kom að þriðjungur hjónabanda í landinu enda með skilnaði. Sektirnar verða misháar eftir efnahag folks og geta skipt milljónum íslenskra króna fyrir hina efnameiri í Póllandi. Erlent 2.4.2007 20:06 Hætt við yfirtöku á þýsku raforkufyrirtæki Þýski orkurisinn E.On hefur dregið til baka yfirtökutilboð sitt í spænska raforkufyrirtækið Endesa. Yfirtökutilboðið, sem hljóðaði upp á 42,3 milljarða evrur, 3.740 milljarða íslenskra króna, var afar umdeilt og lenti meðal annars inni á borði framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Viðskipti erlent 2.4.2007 20:23 Bretar tilbúnir til viðræðna við Írana Bretar sögðu í dag að þeir væru reiðurbúnir til tvíhliða viðræðna við Írana vegna sjóliðadeilunnar. Talsmaður breska utanríkisráðuneytis sagði í dag að tillit væri tekið til ummæla aðalritara öryggisráðs Írans um tvíhliða viðræður til að leysa deiluna á diplómatískan hátt. Fréttastofa Reuters hefur eftir talsmanninum að Bretar muni vinna að því að leysa deiluna sem fyrst í samvinnu við Írana. Erlent 2.4.2007 20:17 Bandaríkin hafa ekki greitt tíu milljónir dala Bandarísk yfirvöld hafa ekki greitt Hitaveitu Suðurnesja þær tíu milljónir dala sem samið var um við brottflutning varnarliðsins. Málið hefur strandað í bandaríska kerfinu. Í íslenska kerfinu gæti vatnslögn til Vestmannaeyja, fyrir milljarð króna, einnig strandað. Innlent 2.4.2007 19:24 « ‹ 180 181 182 183 184 185 186 187 188 … 334 ›
Ísland færist upp á lista OECD Verðbólga mældist 2,1 prósent innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í febrúar, samkvæmt útreikningum stofnunarinnar sem birtir voru í dag. Þetta er 0,2 prósentustiga hækkun á milli mánaða. Verðbólga er eftir sem áður mest í Tyrklandi. Ungverjaland hefur hins vegar tekið næstsíðasta sætið af Íslendingum, sem nú flagga þriðju mestu verðbólgu innan OECD-ríkjanna. Viðskipti innlent 4.4.2007 15:51
Umbreytingar framundan í lyfjaheiminum Stjórn Actavis var sátt við að stjórnendur félagsins ákváðu að greiða ekki yfirverð fyrir bréf í króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva þegar fyrirtækið barðist um þann bita við bandaríska lyfjafyrirtækið Barr. Þetta sagði Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður og einn stærsti hluthafi Actavis, á aðalfundi félagsins í dag. Björgólfur sagði spennandi tíma framundan og líkur á umbreytingum í lyfjaheiminum á árinu. Viðskipti innlent 4.4.2007 14:12
Þyrla flaug á útvarpsmastur Átta manns létu lífið þegar herþyrla flaug á útvarpsmastur í fjalllendi eyjunnar Taívan í gærkvöld. Slysið varð á sunnanverðri eyjunni, nærri borginni Kaohsiung. Mikil rigning og þoka var á þessum slóðum í gær og því er talið að flugmaður þyrlunnar hafi ekki séð mastrið. Erlent 4.4.2007 12:09
Lembdar eftir legígræðslu Vísindamenn við Gautaborgarháskóla í Svíþjóð hafa greint frá því að tekist hafi að frjóvga fjórar sauðkindur af fjórtán eftir legígræðslu. Áfanginn þykir gefa góð fyrirheit um að konur sem þurft hafa að gangast undir legnámsaðgerð geti eignast börn eftir legígræðslu. Erlent 4.4.2007 12:06
Bush gramur Pelosi George Bush Bandaríkjaforseti er æfur yfir heimsókn Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar þingsins, til Sýrlands þar sem hún hyggst ræða við forseta landsins um ástandið í Mið-Austurlöndum. Bandaríkjastjórn hefur ekki átt í samskiptum við Sýrlendinga í rúm tvö ár. Erlent 4.4.2007 12:03
Friðsöm mótmæli í Kænugarði Mótmælastaða stuðningsmanna Viktors Janukovits, forsætisráðherra Úkraínu, fyrir utan þinghúsið í Kænugarði stendur enn yfir en allt hefur þó verið með kyrrum kjörum. Erlent 4.4.2007 12:01
DaimlerChrysler skoðar sölu á Chrysler Forstjóri þýska bílaframleiðandans DaimlerChrysler hefur staðfest að fyrirtækið eigi í viðræðum um sölu á Chrysler-hluta fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Daimler keypti Chrysler árið 1998 en það hefur átt við viðvarandi taprekstur að stríða. Viðskipti erlent 4.4.2007 10:37
Óvissa um vaxtaákvörðun í Bretlandi Englandsbanki greinir frá því á morgun hvort breytingar verði gerðará stýrivaxtastigi í Bretlandi. Greinendur eru ekki samhljóða hvort stýrivextir hækki eða verði látnir óbreyttir. Verði vextirnir hækkaðir eru miklar líkur á að þeir hækki um 25 punkta. Við það fara stýrivextir í Bretlandi í 5,5 prósent. Viðskipti erlent 4.4.2007 09:52
Samdráttur í bílasölu Sala á bifreiðum dróst talsvert saman hjá risunum á bandaríska bílamarkaðnum í mars miðað við sama tíma í fyrra. Samdrátturinn var langmestur, eða 12,4 prósent, hjá Ford. Á sama tíma varð aukning á sölu japanskra bíla vestanhafs. Toyota, sem stefnir á að verða umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi á árinu, seldi 7,7 prósentum fleiri bíla í mars en á sama tíma í fyrra. Viðskipti erlent 4.4.2007 09:07
Kona lést í skotárás við höfuðstöðvar CNN Kona lést þegar hún var skotin til bana við höfuðstöðvar CNN sjónvarpsstöðvarinnar í Atlanta í Bandaríkjunum nú undir kvöld. Konan var starfsmaður Omni Hótelsins sem er hluti af húsaþyrpingu stöðvarinnar. Haft er eftir vitnum á fréttavef CNN að konan hafi verið barnshafandi. Byssumaðurinn er alvarlega slasaður eftir að öryggisvörður CNN skaut hann í höfuðið. Erlent 3.4.2007 21:57
Líkamsárás í strætóskýli um hábjartan dag Ráðist var á sextán ára dreng og 14 ára vinkonu hans í Breiðholti um hádegisbilið í dag. Parið átti sér einskis ills von þar sem það beið í strætóskýli þegar fjórmenningar stöðvuðu bifreið sína og réðust á þau. Fjöldi ökumanna varð vitni að árásinni, en aðhafðist ekkert. Innlent 3.4.2007 20:31
Óttast neyðarástand á Salómonseyjum Hjálparsamtök óttast að neyðarástand skapist á Salómonseyjum vegna flóðbylgjunnar sem dundi þar yfir í fyrrakvöld í kjölfar neðansjávarskjálfta. Önnur flóðbylgja skall á ströndum eyjanna í morgun en hún var þó mun minni en fyrri aldan. 28 lík hafa fundist en óttast er að mun fleiri hafi látist þar sem engin tíðindi hafa borist frá afskekktari eyjum klasans. Erlent 3.4.2007 19:03
Ákvörðun um kosningar í Úkraínu endanleg Viktor Jústsjenkó forseti Úkraínu segir að ákvörðun sín um að rjúfa þing og boða til kosninga sé endanleg og varar andstæðinga sína við að efna til uppþota. Þúsundir söfnuðust saman í höfuðborginni Kænugarði í dag til að mótmæla ákvörðun forsetans. Erlent 3.4.2007 18:49
30 milljónir plastpoka urðaðir á ári San Fransiscoborg hefur nýlega bannað plastpoka í stórmörkuðum. Engin áform eru um slíkt á Íslandi, jafnvel þótt Íslendingar noti gríðarlegan fjölda af þeim á hverju ári. Innlent 3.4.2007 17:45
Visir.is og mbl.is á topp 100 á Norðurlöndum Fréttamiðlarnir visir.is og mbl.is eru einu íslensku vefirnir sem komast inn á listann Topp-100 Nordic Internet Index. Listinn er birtur vikulega yfir mest sóttu vefi á Norðurlöndum. Íslensku vefirnir eru hlið við hlið í 91. og 92. sæti listans. Þetta kemur fram á vef Modernus, teljari.is. Innlent 3.4.2007 18:12
Búist við lækkun á lánshæfismati íslensku bankanna Greiningardeild Kaupþings gerir ráð fyrir að Moody's Investors Service lækki lánshæfismat íslensku bankanna í dag. Moodys var gagnrýnt í febrúarmánuði þegar það kynnti breytta aðferðarfræði við mat banka. Þá hækkaði lánshæfismat íslensku bankanna í hæstu mögulega einkunn fyrir langtímaskuldbindingar eða í Aaa. Viðskipti innlent 3.4.2007 17:32
Viðsnúningur á fasteignamarkaði vestra Sala á fasteignamarkaði jókst um 0,7 prósent á milli mánaða í febrúar. Þetta er þvert á spár greinenda, sem gerður ráð fyrir því því að sala myndi dragast saman annan mánuðinn í röð. Til samanburðar féll sala á fasteignamarkaði um 4,2 prósent í Bandaríkjunum í janúar. Tölurnar eiga ekki við um kaup á nýrri fasteign heldur kaup á eldri íbúðum. Viðskipti erlent 3.4.2007 16:25
Rússar vilja Alitalia Rússneska flugfélagið Aeroflot, sem er að stærstum hlut í eigu rússneska ríkisins, er sagt ætla að leggja fram kauptilboð í 39,9 prósenta hlut ítalska ríkisins í ítalska flugfélaginu Alitalia. Ítalski bankinn Unicredit er sagður standa að kaupunum ásamt Aeroflot. Viðskipti erlent 3.4.2007 15:37
Glitnir spáir 37 prósenta hækkun Úrvalsvísitölunnar Horfur í rekstri félaga í Kauphöllinni eru almennt ágætar og má gera ráð fyrir að áframhald verði á hækkun hlutabréfaverðs í ár, jafnvel meira en í fyrra. Gangi þetta eftir hækkar Úrvalsvísitalan um 37 prósent árinu. Þetta kemur fram í nýrri afkomuspá greiningardeildar Glitnis fyrir árið, sem kom út í dag. Viðskipti innlent 3.4.2007 15:06
Festa skilaði 18,8 prósenta ávöxtun Nafnávöxtun Festu lífeyrissjóðs var 18,8 prósent á árinu 2006, sem jafngildir 11,3 prósenta raunávöxtun. Í árslok 2006 var hrein eign til greiðslu lífeyris rúmir 48,6 milljarðar og hækkaði hún um 23,4 prósent á milli ára. Stjórn lífeyrissjóðsins mun á næsta aðalfundi leggja til að áunnin réttindi sjóðfélaga og lífeyrisþega verði aukin um 4 prósentum frá og með 1. janúar á þessu ári. Viðskipti innlent 3.4.2007 13:26
Eignastaða heimilanna aldrei betri Heildarskuldir heimilanna við lánakerfið allt námu 1.325 milljörðum króna í lok síðasta árs. Þar af námu skuldir við innlánsstofnanir 708 milljónum króna. Þetta er 241 milljón meira en heimilin skulduðu við árslok árið 2005. Greiningardeild Glitnis segir hreina eignastöðu heimilanna aldrei hafa verið betri en nú. Viðskipti innlent 3.4.2007 11:05
7.000 manns sagt upp í Hollandi Hollenska póstfyrirtækið TNT Post ætlar að segja upp 7.000 manns. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja ekki annan kost í stöðunni til að bregðast við aukinni samkeppni sem hafi skilað sér í samdrætti hjá fyrirtækinu. Viðskipti erlent 3.4.2007 09:20
Kjarrhólmi eignast 37 prósent í TM Kjarrhólmi hefur keypt alla eignarhluti Fjárfestingarfélagsins Grettis og Landsbankans í TM, alls 35,37 prósent. Kjarrhólmi eignaðist til viðbótar 2,2 prósenta hlut og fer því með 37,57 prósenta hlut í tryggingafélaginu. Kaupverð allra bréfanna nam tæpum 19,4 milljörðum króna. Viðskipti innlent 3.4.2007 09:17
Upphaf sjóliðadeilunnar rakið til skyndiáhlaups Bandaríkjahers Breska blaðið Independent segir frá því að upphaf sjóliðadeilunnar megi rekja til misheppnaðrar tilraunar Bandaríkjamanna að ræna írönskum öryggissérfræðingum í Írak. Í blaðinu er sagt frá því að snemma dags 11.janúar síðastliðinn hafi þyrlusveit Bandaríkjahers gert skyndiáhlaup í borginni Arbil í Íraska Kurdistan. Árásin hafi beinst gegn rótgróinni Íranskri hermálaskrifstofu í borginni. Erlent 2.4.2007 23:35
Blásið til skyndikosninga í Úkraínu Viktor Yushchenko forseti Úkraínu hefur leyst upp ríkisstjórn landsins og boðað til skyndikosninga. Vaxandi stjórnmálakreppa hefur verið í Úkraínu. Valdabarátta hefur staðið milli forsetans sem er hallur undir vesturlönd og forsætisráðherrans Viktor Yanukovych sem er fylgjandi Rússum. Forsetinn tilkynnti ákvörðunina eftir sjö klukkustunda árangurslausan sáttafund milli tvímenninganna. Erlent 2.4.2007 22:39
Bandaríkin flýta flutningi hermanna til Írak Bandaríski herinn sagði í dag að hann myndi senda þúsundir hermanna aftur til Írak á næstunni. Þetta var tilkynnt eftir að lagt var til að fjármagn yrði hugsanlega skorið niður til hins óvinsæla stríðsreksturs í Írak. Varnarmálaráðuneytið sagði að ákvörðun um að flytja níu þúsund manns aftur hefði verið tekin til að styrkja heraflann fyrir sameiginlega öryggisáætlun bandaríska og íraska hersins. Erlent 2.4.2007 21:48
Pólska ríkið sektar fráskilda Til stendur að sekta hjón sem skilja í Póllandi þegar átak til að spyrna gegn aukinni skilnaðartíðni hefst. Stjórnmálaflokkur PiS sem er ráðandi í ríkisstjórn landsins upplýsti áformin eftir að í ljós kom að þriðjungur hjónabanda í landinu enda með skilnaði. Sektirnar verða misháar eftir efnahag folks og geta skipt milljónum íslenskra króna fyrir hina efnameiri í Póllandi. Erlent 2.4.2007 20:06
Hætt við yfirtöku á þýsku raforkufyrirtæki Þýski orkurisinn E.On hefur dregið til baka yfirtökutilboð sitt í spænska raforkufyrirtækið Endesa. Yfirtökutilboðið, sem hljóðaði upp á 42,3 milljarða evrur, 3.740 milljarða íslenskra króna, var afar umdeilt og lenti meðal annars inni á borði framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Viðskipti erlent 2.4.2007 20:23
Bretar tilbúnir til viðræðna við Írana Bretar sögðu í dag að þeir væru reiðurbúnir til tvíhliða viðræðna við Írana vegna sjóliðadeilunnar. Talsmaður breska utanríkisráðuneytis sagði í dag að tillit væri tekið til ummæla aðalritara öryggisráðs Írans um tvíhliða viðræður til að leysa deiluna á diplómatískan hátt. Fréttastofa Reuters hefur eftir talsmanninum að Bretar muni vinna að því að leysa deiluna sem fyrst í samvinnu við Írana. Erlent 2.4.2007 20:17
Bandaríkin hafa ekki greitt tíu milljónir dala Bandarísk yfirvöld hafa ekki greitt Hitaveitu Suðurnesja þær tíu milljónir dala sem samið var um við brottflutning varnarliðsins. Málið hefur strandað í bandaríska kerfinu. Í íslenska kerfinu gæti vatnslögn til Vestmannaeyja, fyrir milljarð króna, einnig strandað. Innlent 2.4.2007 19:24