Innlent

Visir.is og mbl.is á topp 100 á Norðurlöndum

Visir.is hefur sótt í sig veðrið undanfarna mánuði og fór fram úr mbl.is í aðsókn fyrr í mánuðinum.
Visir.is hefur sótt í sig veðrið undanfarna mánuði og fór fram úr mbl.is í aðsókn fyrr í mánuðinum.

Fréttamiðlarnir visir.is og mbl.is eru einu íslensku vefirnir sem komast inn á listann Topp-100 Nordic Internet Index. Listinn er birtur vikulega yfir mest sóttu vefi á Norðurlöndum. Íslensku vefirnir eru hlið við hlið í 91. og 92. sæti listans. Þetta kemur fram á vef Modernus, teljari.is.

Samtök auglýsenda á Norðurlöndum viðurkenna NII listann. Inn á hann mæla átta vefmælifyrirtæki. Þau hafa öll fengið viðurkenningu frá faghópum eins og KIA í Svíþjóð og Viðskiptaráði Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×