Viðskipti innlent

Ísland færist upp á lista OECD

Verðbólga mældist 2,1 prósent innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í febrúar, samkvæmt útreikningum stofnunarinnar sem birtir voru í dag. Þetta er 0,2 prósentustiga hækkun á milli mánaða.

Vöruverð hækkaði um 0,3 prósent á milli mánaða, sem er 0,1 prósentustigi meira en tvo mánuðina á undan. 

Vísitala raforkuverðs hækkaði um 0,8 prósent á ársgrundvelli á milli mánaða í febrúar en það er óbreytt frá fyrri mánuði. Matvöruverð hækkaði hins vegar öllu meira, eða um þrjú prósent í febrúar samanborið við 2,4 prósent á milli mánaða í janúar. Ef matvöru- og raforkuverð er undanskilið útreikningunum hækkaði vísitala neysluverðs um 2,1 prósent á ársgrundvelli í OECD-ríkjunum, samkvæmt útreikningum stofnunarinnar.

Minnsta verðbólgan mældist í Japan, Noregi og Sviss en mesta verðbólgan í Tyrklandi, Ungverjalandi og hér á landi. Verðbólga mældist 7,4 prósent hér í febrúar og færðist Ísland upp um eitt sæti á lista OECD yfir þau lönd þar sem verðbólga mælist hæst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×