Viðskipti erlent

Óvissa um vaxtaákvörðun í Bretlandi

Englandsbanki.
Englandsbanki.

Englandsbanki greinir frá því á morgun hvort breytingar verði gerðará stýrivaxtastigi í Bretlandi. Greinendur eru ekki samhljóða hvort stýrivextir hækki eða verði látnir óbreyttir. Verði vextirnir hækkaðir eru miklar líkur á að þeir hækki um 25 punkta. Við það fara stýrivextir í Bretlandi í 5,5 prósent.

Englandsbanki ákvað í síðasta mánuði að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum.

Breska dagblaðið Guardian segir í dag, að bankinn geti allt eins ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum á morgun. Gerist það, séu meiri líkur á stýrivaxtahækkun í næsta mánuði.

Fari svo að bankinn hækki vextina á morgun verður þetta fjórða vaxtahækkunin síðan í ágúst í fyrra.

Guardian hefur eftir greinendum, að svo sem bankinn hækki vextina á morgun eða í maí þá séu líkur á að hægfara lækkanaferli hefjist á næsta ári.

Greinandi hjá breska bankanum HSBC segir í samtali við blaðið, að líklega muni bankinn halda stýrivöxtunum óbreyttum að sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×