Erlent

Bretar tilbúnir til viðræðna við Írana

Íranar hafa undanfarna daga sýnt myndbönd þar sem bresku sjóliðarnir játa að hafa verið í íranskri landhelgi.
Íranar hafa undanfarna daga sýnt myndbönd þar sem bresku sjóliðarnir játa að hafa verið í íranskri landhelgi. MYND/AFP

Bretar sögðu í dag að þeir væru reiðurbúnir til tvíhliða viðræðna við Írana vegna sjóliðadeilunnar. Talsmaður breska utanríkisráðuneytis sagði í dag að tillit væri tekið til ummæla aðalritara öryggisráðs Írans um tvíhliða viðræður til að leysa deiluna á diplómatískan hátt. Fréttastofa Reuters hefur eftir talsmanninum að Bretar muni vinna að því að leysa deiluna sem fyrst í samvinnu við Írana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×