Erlent

Pólska ríkið sektar fráskilda

MYND/Getty Images

Til stendur að sekta hjón sem skilja í Póllandi þegar átak til að spyrna gegn aukinni skilnaðartíðni hefst. Stjórnmálaflokkur PiS sem er ráðandi í ríkisstjórn landsins upplýsti áformin eftir að í ljós kom að þriðjungur hjónabanda í landinu enda með skilnaði.

Sektirnar verða misháar eftir efnahag folks og geta skipt milljónum íslenskra króna fyrir hina efnameiri í Póllandi. Samantekinn kostnaður við skilnað í dag er að meðaltali rúmar tíu þúsund íslenskar krónur. Það finnst þingmönnum alltof lítið segir á fréttavef Ananova.

Haft er eftir Andrzej Symanski, þingmanni í PiS flokknum að það kosti jafnmikið að skilja og að kaupa sér góða skó. Þingmenn vilja nú hækka gjöld tengd skilnuðum til samræmis við efnahag hvers og eins.

Dr. Krzystof Lecki háskólafélagsfræðingur sakar stjórnvöld um að vilja hagnast á aðferðinni þar sem hún muni ekki skila sér í fækkun skilnaða. Hann segir að ef fullorðnir vilji skilja, muni þeir gera það, hver sem kostnaðurinn er. Krzystof segir mun líklegra til árangurs að banna fólki að giftast.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×