Fréttir

Fréttamynd

Svarnir andstæðingar sóru embættiseiða

Heimastjórn tók til starfa á ný á Norður-Írlandi í morgun þegar svarnir andstæðingar sóru eiða í Stormont kastala. Tæp fimm ár eru frá því að heimastjórnin var aflögð vegna njósnahneykslis og málefni Norður-Íra færð í hendur ráðherra í Lundúnum.

Erlent
Fréttamynd

Götumyndin verður aldrei eins, segir borgarstjóri

Götumyndin verður aldrei eins í Austurstræti eftir brunann í miðborginni, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri í blaðagrein í dag. Áður hafði hann lagt áherslu á að halda í þá sögufrægu götumynd sem varð eldi að bráð um miðjan apríl.

Innlent
Fréttamynd

900 milljóna króna gjöf

Lóðin sem Listaháskóli Íslands fékk að gjöf frá Reykjavíkurborg í gær er varlega áætlað níu hundruð milljóna króna virði, að mati Sverris Kristinssonar fasteignasala hjá Eignamiðlun.

Innlent
Fréttamynd

Lánshæfiseinkunnir Alcoa og Alcan lækkaðar

Alþjóðalegu matsfyrirtækin Fitch Ratings, Moody's og Standard & Poor's segja öll að svo geti farið að lánshæfiseinkunnir álfyrirtækjanna Alcoa og Alcan verði lækkaðar nokkuð, allt upp undir þrjá flokka, í kjölfar þess að fyrirtækin eru komin í yfirtökuferli.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Reuters í yfirtökuviðræðum

Breska fréttastofan Reuters hefur staðfest að það eigi í samrunaviðræðum við kanadíska upplýsingatæknifyrirtækið Thomson. Thomson er sagt íhuga að leggja fram yfirtökutilboð í Reuters sem hljóðar upp á 8,8 milljarða punda, jafnvirði 1.117 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Umdeildur verðandi forseti

Nicolas Sarkozy, nýr forseti Frakklands, er umdeildur og veit af því. Hann er þekktur fyrir harða afstöðu í innflytjendamálum og hefur viðrað þá skoðun að genasamsetning geti ráðið glæpahneigð fólks. Stjórnmálaskýrendur í Frakklandi segja áhugaverða tíma í vændum í frönskum stjórnmálum eftir úrslit forsetakosninganna í gær.

Erlent
Fréttamynd

Risi í álheiminum gangi kaup í gegn

Risi yrði til í álheiminum ef yfirtökutilboð Alcoa í álfélagið Alcan verður samþykkt. Tilboðið hljóðar upp á jafnvirði rúmlega tvö þúsund milljarða íslenskra króna. Nærri níu hundruð manns starfa nú hjá fyrirtækjunum tveimur hér á landi.

Erlent
Fréttamynd

Listaháskólinn fær lóð í Vatnsmýri

Borgin hefur afhent Listaháskóla Íslands ellefuþúsund fermetra lóð í Vatnsmýrinni. Menntamálaráðherra segir þetta mikinn gleðidag og rektor listaháskólans ætlar að fagna áfanganum með klippingu á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Dow Jones í nýju meti

Dow Jones hlutabréfavísitalan sló enn eitt metið á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum í dag þegar hún hækkaði um 22,75 punkta, 0,17 prósent og fór í 13.287,37 stig. Helsta ástæðan fyrir hækkuninni er yfirtökutilboð álrisans Alcoa í Alcan, annan umsvifamesta álframleiðanda í heimi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Arabar kaupa þotur frá Airbus

Flugfélagið Emirates hefur pantað fjórar A80 risaþotur frá Airbus. Flugfélagið hafði áður lagt inn pöntun fyrir 43 risaþotur af þessari gerð. Risaþotan er sú stærsta í heimi og kemur á markað síðar á þessu ári. Emirates fær fyrstu vélarnar hins vegar ekki afhentar fyrr en á næsta ári.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ekki talið að nokkur hafi komist lífs af

Nær útilokað er talið að nokkur innanborðs hafi lifað það af þegar farþegaflugvél hrapaði í skóglendi í Kamerún um helgina. Flak vélarinnar fannst í mýrlendi í suðurhluta landsins. 114 manns voru um borð.

Erlent
Fréttamynd

Sölu á LaSalle hafnað

ABN Amro Holding NV, rekstrarfélag eins stærsta banka Hollands, hafnaði í dag yfirtökutilboði þriggja banka í Evrópu í LaSalle, banka í eigu ABN Amro í Bandaríkjunum. Tilboðið hljóðaði upp á 24,5 milljarða dali, jafnvirði 1.557 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Heitir því að sameina Frakka

Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í nokkrum borgum Frakklands í nótt um leið og hægrimenn þar í landi fögnuðu sigri Nicolas Sarkozy í forsetakosningunum í gær. Nýr forseti heitir því að sameina Frakka eftir harðvítuga kosningabaráttu síðustu vikna.

Erlent
Fréttamynd

Bréf í Norsk Hydro taka stökkið

Gengi hlutabréfa í norska olíu- og álfélaginu Norsk Hydro fór í methæðir í norsku kauphöllinni í Osló eftir að álrisinn Alcoa hyggðist leggja fram yfirtökutilboð í álfyrirtækið Alcan á morgun. Gengi bréfa í kauphöllinni ruku upp í morgun en bréf í Norsk Hydro leiða hækkunina.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Alcoa yfirtekur Alcan

Alcoa, einn umsvifamesti álframleiðandi í heimi, ætlar að gera yfirtökutilboð i álfélagið Alcan, sem meðal annars rekur álverið í Straumsvík. Tilboðið hljóðar upp á 33 milljarða bandaríkjadali, jafnvirði tæpra 2.100 milljarða íslenskra króna.Greitt verður með reiðufé og hlutabréfum í Alcan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýtt tilboð komið í ABN Amro

Þrír evrópskir bankar undir forystu Royal Bank of Scotland hafa gert 96,4 milljarða dala, 6.163 milljarða íslenskra króna, fjandsamlegt yfirtökutilboð í hollenska bankann ABN Amro. Inni í tilboðinu er tilboð í LaSalle, banka ABN Amro í Bandaríkjunum, sem breski bankinn Barclays gerði skilyrði um að yrði seldur í tilboði sínu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Landsbankinn í kauphugleiðingum

Talið er að Landsbankinn hyggist gera tilboð í írska fjármálafyrirtækið Irish Nationwide Building Society, sem er með höfuðstöðvar í Dublin. Írska blaðið Irish Times sagði um helgina, án þess þó að geta heimildar, að Landsbankinn telji írska fyrirtækið falla vel að starfsemi bankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Megrunarlausi dagurinn í dag

Megrunarlausi dagurinn er í dag en hann er alþjóðlegur baráttudagur gegn megrun, átröskun og fordómum í garð feitra. Dagurinn hefur verið haldinn víða um heim frá árinu 1992 til þess að vekja athygli á þjáningum sem hljótast af þráhyggju um grannan vöxt og almennri andúð á fitu.

Innlent
Fréttamynd

Borgarafundur í Bolungarvík

Nú stendur yfir borgarafundur í Ráðhúsinu í Bolungarvík um atvinnuástandið í bæjarfélaginu. Fjölmenni er á fundinum en frambjóðendur frá öllum flokkum sitja fundinn.

Innlent
Fréttamynd

Senda út í breiðsniði

Allt sjónvarpsefni 365 miðla mun innan skamms verða sent út í breiðsniði en rúmlega helmingur sjónvarpstækja á heimilum landisns eru með þessu sniði en brátt munu gömlu túbusjónvörpin heyra sögunni til. Allt innlent efni sem framleitt er fyrir 365 er nú þegar sent út með þessu sniði.

Innlent
Fréttamynd

Milljarða svindl í kvótakerfinu

Svindl upp á þúsundir tonna og milljarða króna viðgengst í sjávarútvegi. Þetta leiðir rannsókn fréttaskýringaþáttarins Kompáss í ljós sem sýndur verður í kvöld. Sjávarútvegsráðherra telur að um óstaðfestar ýkjusögur sé að ræða. Fiskistofustjóri staðfestir svindlið en segir fráleitt að kenna kvótakerfinu um.

Innlent
Fréttamynd

Megrunarlaus í einn dag

Megrunarlausi dagurinn er í dag en hann er alþjóðlegur baráttudagur gegn megrun, átröskun og fordómum í garð feitra. Dagurinn hefur verið haldinn víða um heim frá árinu 1992 til þess að vekja athygli á þjáningum sem hljótast af þráhyggju um grannan vöxt og almennri andúð á fitu. Þetta er í annað sinn sem Megarunarlausi dagurinn er haldinn hátíðlegur hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Bæjarstjóri lofar að aðstoða MND sjúkling

Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs segir bæjarfélagið vinna að því fullum fetum að finna lausn á vanda Óskars Óskarssonar sem hefur búið á Landspítalanum frá því síðast liðið haust. Mun dýrara er að vista manninn á taugalækningadeild en að hann fái heimahjúkrun.

Innlent
Fréttamynd

Auðveldar samskipti björgunaraðila

Í dag var tekinn í notkun fyrsti áfangi af þremur á nýju neyðar og öryggisfjarskiptakerfi, TETRA. Kerfið á að auka til muna öryggi landsmanna í hættu og neyðartilfellum en það auðveldar öll samskipti milli lögreglu, björgunarsveita, slökkviliða og annarra viðbragðsaðila á landinu.

Innlent
Fréttamynd

MND sjúklingur neyddur til að vera á spítala

MND sjúklingur úr Kópavogi fær ekki þá aðhlynningu sem hann þarf til að búa heima. Hann hefur búið á taugalækningadeild Landspítalans frá því í ágúst í fyrra, gegn sínum vilja. Mannréttindabrot segir formaður MND félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Arfaslök útkoma Verkmannaflokksins

Verkamannaflokkurinn tapaði miklu fylgi þegar kosið var til sveitastjórna á Bretlandi og þings í Skotlandi og Wales í gær. Tony Blair segir tækifæri engu að síður leynast í úrslitunum. Klúður einkenndi framkvæmd skosku kosninganna.

Erlent
Fréttamynd

Sarkozy talinn öruggur um sigur

Flest bendir til að Nicolas Sarkozy muni vinna nokkuð öruggan sigur á Segolene Royal í síðari umferð frönsku forsetakosninganna sem fram fer á sunnudaginn. Síðustu skoðanakannanir kosningabaráttunnar sýna að talsvert hefur dregið í sundur með þeim á lokasprettinum.

Erlent
Fréttamynd

Microsoft og Yahoo að sameinast?

Gengi bréfa í bandarísku netveitunni Yahoo ruku upp um 17 prósent á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í dag eftir að dagblaðið The New York Post birti fréttir þess efnis að í vændum væri samruni Yahoo við hugbúnaðarrisann Microsoft.

Viðskipti erlent