Innlent

MND sjúklingur neyddur til að vera á spítala

MND sjúklingur úr Kópavogi fær ekki þá aðhlynningu sem hann þarf til að búa heima. Hann hefur búið á taugalækningadeild Landspítalans frá því í ágúst í fyrra, gegn sínum vilja. Mannréttindabrot segir formaður MND félagsins.

Óskar Óskarsson er með MND. Hann býr í einu litlu herbergi á taugalækningadeild Landspítalans vegna þess að ekki hefur verið hægt að fá heimahjúkrun fyrir hann. Þar hefur hann búið síðan í ágúst í fyrra þegar hann lagðist inn vegna blóðatappa sem hann fékk í lungun.

Svörin sem þau fá eru að erfitt sé að finna manneskju til að annast Óskar. þetta eru mannréttindabrot, segir Guðjon Sigurðsson, formaður MND félagsins.

Hann gefur lítið fyrir skýringar ráðamanna um að ekki sé hægt að finna fólk til að annast Óskar. Guðjón segir forgangsröðun yfirvalda ranga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×