Götumyndin verður aldrei eins, segir borgarstjóri 8. maí 2007 12:11 Götumyndin verður aldrei eins í Austurstræti eftir brunann í miðborginni, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri í blaðagrein í dag. Áður hafði hann lagt áherslu á að halda í þá sögufrægu götumynd sem varð eldi að bráð um miðjan apríl. Daginn sem tvö sögufræg hús brunnu í miðborginni, þann átjánda apríl síðastliðinn, var borgarstjórinn ómyrkur í máli um uppbyggingu á reitnum: "Ég vil sjá uppbyggingu á þessu svæði í þeim anda sem að hérna þessi hús hafa sýnt okkur, endurgera þau ef nokkur kostur er eða hérna byggja í svipuðum stíl eins og til dæmis gert var í Aðalstræti núna nýlega... En ég legg áherslu á það já að við höldum í þessa sögufrægu mynd sem að hér hefur svo lengi blasað við." Margir tóku í sama streng, meðal annars formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Nú kveður við annan tón í grein sem borgarstjórinn skrifar í Morgunblaðið í dag til að kynna málþing um framtíð brunareitsins. Þingðið verður haldið í Listasafni Reykjavíkur á morgun milli klukkan fjögur og sex. Í greininni skrifar borgarstjóri: "Skemmst er frá því að segja að götumyndin verður aldrei eins. Nýtt hús á reit Austurstrætis 22 verður aldrei sama húsið og hýsti Jörund hundadagakonung, Haraldarbúð, Karnabæ eða Pravda. Nú er mikilvægt að við beinum sjónum okkar að þeim tækifærum sem felast í væntanlegri uppbyggingu til styrkingar atvinnulífs og mannlífs í borginni. Hvað er hægt að gera til að stuðla að því að hjarta Reykjavíkur tifi jafnvel af enn meiri krafti eftir brunann en fyrir hann?" Ekki náðist í borgarstjóra í morgun. Fréttir Innlent Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira
Götumyndin verður aldrei eins í Austurstræti eftir brunann í miðborginni, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri í blaðagrein í dag. Áður hafði hann lagt áherslu á að halda í þá sögufrægu götumynd sem varð eldi að bráð um miðjan apríl. Daginn sem tvö sögufræg hús brunnu í miðborginni, þann átjánda apríl síðastliðinn, var borgarstjórinn ómyrkur í máli um uppbyggingu á reitnum: "Ég vil sjá uppbyggingu á þessu svæði í þeim anda sem að hérna þessi hús hafa sýnt okkur, endurgera þau ef nokkur kostur er eða hérna byggja í svipuðum stíl eins og til dæmis gert var í Aðalstræti núna nýlega... En ég legg áherslu á það já að við höldum í þessa sögufrægu mynd sem að hér hefur svo lengi blasað við." Margir tóku í sama streng, meðal annars formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Nú kveður við annan tón í grein sem borgarstjórinn skrifar í Morgunblaðið í dag til að kynna málþing um framtíð brunareitsins. Þingðið verður haldið í Listasafni Reykjavíkur á morgun milli klukkan fjögur og sex. Í greininni skrifar borgarstjóri: "Skemmst er frá því að segja að götumyndin verður aldrei eins. Nýtt hús á reit Austurstrætis 22 verður aldrei sama húsið og hýsti Jörund hundadagakonung, Haraldarbúð, Karnabæ eða Pravda. Nú er mikilvægt að við beinum sjónum okkar að þeim tækifærum sem felast í væntanlegri uppbyggingu til styrkingar atvinnulífs og mannlífs í borginni. Hvað er hægt að gera til að stuðla að því að hjarta Reykjavíkur tifi jafnvel af enn meiri krafti eftir brunann en fyrir hann?" Ekki náðist í borgarstjóra í morgun.
Fréttir Innlent Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira