Innlent

Listaháskólinn fær lóð í Vatnsmýri

Borgin hefur afhent Listaháskóla Íslands ellefuþúsund fermetra lóð í Vatnsmýrinni. Menntamálaráðherra segir þetta mikinn gleðidag og rektor listaháskólans ætlar að fagna áfanganum með klippingu á morgun.

Lóðin er við hlið Öskju og Íslenskrar erfðagreiningar og skólinn ræður því hvort hann byggir þarna eða selur lóðina og notar andvirðið til að kaupa aðra. Það voru menntamálaráðherra, borgarstjóri og rektor listaháskóla Íslands sem undirrituðu viljayfirlýsinguna um húsnæðismálin í dag. Rektor Listaháskólans er að vonum ánægður.

Menntamálaráðuneytið mun árlega leggja 210 milljónir til skólans í sérstakt húsnæðisframlag og samkeppni verður haldin um hönnun hússins sem getur orðið yfir þrettán þúsund fermetrar. Stefnt er að því að flytja inn haustið 2011.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×