Erlent

Arfaslök útkoma Verkmannaflokksins

Verkamannaflokkurinn tapaði miklu fylgi þegar kosið var til sveitastjórna á Bretlandi og þings í Skotlandi og Wales í gær. Tony Blair segir tækifæri engu að síður leynast í úrslitunum. Klúður einkenndi framkvæmd skosku kosninganna.

Úrslit kosninganna eru góð tíðindi fyrir Íhaldsflokkinn því á landsvísu fær hann um fjörtíu prósent atkvæða. Verkamannaflokkurinn virðist aðeins fá 27 prósent og frjálslyndir demókratar 26. Í Wales mistókst Verkamannaflokknum að ná meirihluta þingsæta því þjóðernissinnar og íhaldsmenn bættu við sig talsverðu fylgi. Í Skotlandi virðist svo Skoski þjóðernisflokkurinn vera orðinn stærsti flokkurinn en hann hefur sjálfstæði Skotlands á stefnuskránni.

Þetta eru síðustu kosningar Verkamannaflokksins undir forystu Tony Blair. Þrátt fyrir úrslitin var hann brattur í samtölum við blaðamenn í dag.

Mikill vandræðagangur einkenndi annars kosningarnar í Skotlandi. Kjörseðlarnir þóttu afar flóknir og því voru um 100.000 atkvæði ógilt. Allsherjarrannsókn á framkvæmdinni hefur verið fyrirskipuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×