Heitir því að sameina Frakka Guðjón Helgason skrifar 7. maí 2007 12:15 Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í nokkrum borgum Frakklands í nótt um leið og hægrimenn þar í landi fögnuðu sigri Nicolas Sarkozy í forsetakosningunum í gær. Nýr forseti heitir því að sameina Frakka eftir harðvítuga kosningabaráttu síðustu vikna. Sarkozy fékk 53% atkvæða í seinni umferð kosninganna en sósíalistinn Segolene Royal 47%. Kjörsókn var með besta móti en 85% kosningabærra Frakka neyttu réttar síns. Þetta er í þriðja sinn í röð sem sósíalistar verða undir í frönsku forsetakosningunum. Royal játaði sig sigraða snemma í gærkvöldi og þakkaði þeim sautján milljón Frökkum sem greiddu henni atkvæði sitt. Hún sagðist vona að Sarkozy gerði sitt besta til að sameina frönsku þjóðina. Nýr forseti var fljótur að heita því, Frakkar hefðu viljað breytingar og hann ætlaði að beita sér fyrir þeim. Sarkozy hefur heitið því að minnka atvinnuleysi úr 8.3% í 5% fyrir árið 2012 og lofað skattalækkunum. Sarkozy, sem er 52 ára gamall sonur ungversks innflytjanda, bakaði sér óvinsældir í Frakklandi fyrir um tveimur árum þegar hann gengdi embætti innanríkisráðherra. Þá tók hann hart á mótmælendum í óeirðum sem blossuðu upp víða um landið. Einmitt þeir atburðir gerðu það að verkum að margir spáðu óeirðum í Frakklandi liðna nótt yrði hann kjörinn. Sú varð raunin og til átaka kom, þó ekki alvarlegra. Tveir lögreglumenn særðust í Nantes þegar um þúsund andstæðingar forsetans létu grjóthnullungum og flöskum yfir lögreglumenn sem svöruðu með táragasi. Mótmælendur voru handteknir þar, í París og fjórum öðrum borgum. Ekki eru þó allir jafn ósáttir við sigur Sarkozys. Ráðamenn í Washington fagna enda Sarkozy sagt að Bandaríkjamenn geti treyst á stuðning Frakka á meðan hann sé við völd en þó aðeins ef þeir herði á baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Erlent Fréttir Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í nokkrum borgum Frakklands í nótt um leið og hægrimenn þar í landi fögnuðu sigri Nicolas Sarkozy í forsetakosningunum í gær. Nýr forseti heitir því að sameina Frakka eftir harðvítuga kosningabaráttu síðustu vikna. Sarkozy fékk 53% atkvæða í seinni umferð kosninganna en sósíalistinn Segolene Royal 47%. Kjörsókn var með besta móti en 85% kosningabærra Frakka neyttu réttar síns. Þetta er í þriðja sinn í röð sem sósíalistar verða undir í frönsku forsetakosningunum. Royal játaði sig sigraða snemma í gærkvöldi og þakkaði þeim sautján milljón Frökkum sem greiddu henni atkvæði sitt. Hún sagðist vona að Sarkozy gerði sitt besta til að sameina frönsku þjóðina. Nýr forseti var fljótur að heita því, Frakkar hefðu viljað breytingar og hann ætlaði að beita sér fyrir þeim. Sarkozy hefur heitið því að minnka atvinnuleysi úr 8.3% í 5% fyrir árið 2012 og lofað skattalækkunum. Sarkozy, sem er 52 ára gamall sonur ungversks innflytjanda, bakaði sér óvinsældir í Frakklandi fyrir um tveimur árum þegar hann gengdi embætti innanríkisráðherra. Þá tók hann hart á mótmælendum í óeirðum sem blossuðu upp víða um landið. Einmitt þeir atburðir gerðu það að verkum að margir spáðu óeirðum í Frakklandi liðna nótt yrði hann kjörinn. Sú varð raunin og til átaka kom, þó ekki alvarlegra. Tveir lögreglumenn særðust í Nantes þegar um þúsund andstæðingar forsetans létu grjóthnullungum og flöskum yfir lögreglumenn sem svöruðu með táragasi. Mótmælendur voru handteknir þar, í París og fjórum öðrum borgum. Ekki eru þó allir jafn ósáttir við sigur Sarkozys. Ráðamenn í Washington fagna enda Sarkozy sagt að Bandaríkjamenn geti treyst á stuðning Frakka á meðan hann sé við völd en þó aðeins ef þeir herði á baráttunni gegn loftslagsbreytingum.
Erlent Fréttir Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira