Fréttir

Fréttamynd

Forsætisráðherra í þriðja kjörtímabil í röð

Allt útlit er fyrir að Berti Ahern verði forsætisráðherra Íralands þriðja kjörtímabilið í röð. Útgönguspár og fyrstu tölur benda til þess að fylking undir forystu Fianna Fáil, flokks Aherns, hafi fengið tæp 45% atkvæða en bandalag mið og vinstri flokka tæp 37%. Kosið var í gær. Ekki er búist við lokatölum fyrr en í byrjun næstu viku.

Erlent
Fréttamynd

Valgerður í varaformanns- embættið

Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, sækist eftir embætti varaformanns Framsóknarflokksins á miðstjórnarfundi í næsta mánuði. Hvorki Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, eða Magnús Stefánsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra, sækjast eftir embættinu. Valgerður segir Framsóknarflokkinn verða málefnalegan í stjórnarandstöðu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Valgerður vill verða varaformaður

Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti varaformanns Framsóknarflokksins á miðstjórnarfundi flokksins sem haldinn verður í næsta mánuði. Þetta tilkynnti hún á blaðamannafundi í höfuðstöðvum flokksins við Hverfisgötu í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Strandsiglingar frá Akureyri

Norðlendingar hafa ákveðið að hefja strandsiglingar hringinn í kringum landið. Siglt verður héðan til Danmerkur og Eystrasaltsríkjanna.

Innlent
Fréttamynd

Bruni í Björgvin

Gríðarlegir olíueldar loguðu nærri olíuhreinsunarstöð í Björgvin í Noregi í dag. Mikil sprenging varð í olíutanki. Vinnslustöðin hefur verið notuð sem dæmi um þá stöð sem myndi rísa á Vestfjörðum ef af yrði.

Erlent
Fréttamynd

Staða Íbúðalánasjóðs óljós

Ekkert er fast í hendi með flutning Íbúðalánasjóðs til fjármálaráðuneytisins. Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins hélt því fram í gær að fjármálaráðuneytið yrði líknardeild fyrir sjóðinn og ríkisstjórnarflokkarnir nýju væru orðnir sammála um að selja hann.

Innlent
Fréttamynd

General Motors krafið gagna

Bandaríska fjármálaeftirlitið hefur óskað eftir gögnum um síðasta ársuppgjör bandaríska bílaframleiðandans General Motors. Fyrirtækið segir að búist hafi verið við þess að eftirlitið myndi óska eftir gögnunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kaupþing spáir 4,1 prósents verðbólgu

Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,60 prósentustig á milli mánaða í júní. Gangi það eftir lækkar verðbólga úr 4,7 prósentum í 4,1 prósent. Deildin telur ekki líkur á að verðbólgumarkmiði Seðlabankans verði náð fyrr en í fyrsta lagi á þriðja fjórðungi næsta árs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

3 til 8 ár í kjarnorkuvopn

Að öllu óbreyttu verða Íranar búnir að framleiða sín fyrstu kjarnorkuvopn inna þriggja til átta ára. Þetta fullyrti Mohamed El Baradei, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, á alþjóðaráðstefnu um kjarnorkuvá sem hófst í Lúxembúrg í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Hvetur stjórnvöld til að skrifa undir fleiri mannréttindasamninga

Íslendingar hafa ekki skrifað undir eða fullgilt alþjóðasamning um réttindi farandverkafólks og ekki fullgilt evrópusamning gegn mansali. Framkvæmdastjóri íslandsdeildar Amnesty International hvetur nýja ríkisstjórn til að gera það og skrifa undir aðra mikilvæga mannréttindasamninga.

Innlent
Fréttamynd

Ráðist á Íslending í Malaví

Allir starfsmenn Þróunarsamvinnustofnunar Íslands hafa verið fluttir frá Monkey Bay í Malaví tímabundið vegna árásar á íslenskan starfsmann þar í fyrrinótt. Yfirvöld í Malaví hafa ekki hafa haft hendur í hári fjögurra manna sem réðust vopnaðir inn á heimili mannsins og rændu þaðan öllu verðmætu. Maðurinn var keflaður og lífverðir hans læstir inni í útihúsi.

Innlent
Fréttamynd

Hvalveiðar skaða

Tvöhundruð afbókanir í ferðaþjónustu gætu eytt hagnaði af sölu hvalkjöts, segir rekstrarráðgjafi sem kynnti skýrslu um efnahagsleg áhrif hvalveiða í morgun. Þar kemur fram að hvalveiðar eru líklegri til að valda íslensku efnahagslífi skaða en ábata.

Innlent
Fréttamynd

Hlutabréf eru enn á uppleið

Úrvalsvísitalan hélt áfram að hækka í gær og náði hún nýjum methæðum í 8.131 stigi í 22,7 milljarða viðskiptum. Þar með hefur hún hækkað um 26,8 prósent á árinu, þar af um 3,5 prósent eftir kosningar. Þrjú Kauphallarfélög hafa hækkað um meira en helming á árinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Minni hagnaður hjá Högum

Hagar, sem meðal annars rekur Bónus, Hagkaup og fleiri verslanir, skilaði hagnaði upp á 417 milljónir króna á síðasta rekstrarári, sem stóð frá 1. mars í fyrra til loka febrúar á þessu ári. Þetta er rúmlega helmingslækkun á milli ára en í fyrra nam hagnaðurinn 997 milljónum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Greenspan olli lækkun á markaði

Gengi hlutabréfa í kauphöllinni í Sjanghæ í Kína lækkaði um 1,5 prósent í dag eftir að Alan Greenspan, fyrrum aðalseðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði í ræðu í gær að gengi bréfanna ofmetið og sagðist sjá mikla leiðréttingu á verði þeirra í framtíðinni. Þá lækkaði gengi bréfa sömuleiðis á helstu mörkuðum í Evrópu og í Bandaríkjunum af sömu sökum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Jafnræði milli flokkanna í ríkisstjórn

Þingvallastjórnin er helmingaskiptastjórn þegar tekið er tillit til hvoru tveggja, skiptingu ráðuneyta og stjórnarsáttmálans, segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur.

Innlent
Fréttamynd

Óljós sáttmáli segir stjórnarandstaðan

Fátt stendur eftir af kosningaloforðum Samfylkingarinnar í nýjum stjórnarsáttmála, segir Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna. Formaður Framsóknarflokksins telur Samfylkingu hafa samið af sér. Leiðtogar tilvonandi stjórnarandstöðu segja sáttmálann óljósan.

Innlent
Fréttamynd

Fjögurra milljarða jöklabréfaútgáfa í dag

Evrópski fjárfestingabankinn (EIB) gaf í dag út jöklabréf fyrir fjóra milljarða króna. Bréfin bera 10,25 prósenta vexti og eru á gjalddaga í janúar 2010. Þetta er fyrsta jöklabréfaútgáfan síðan þýski landbúnaðarsjóðurinn KfW gaf út 10 ára bréf fyrir hálfum mánuði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eldsneytisbirgðir jukust í Bandaríkjunum

Eldsneytisbirgðir í Bandaríkjunum jukust um 1,5 milljónir tunna á milli vikna, að því er fram kemur í vikulegri skýrslu bandaríska orkumálaráðuneytisins sem birt var í dag. Þetta er talsvert yfir væntingum markaðsaðila.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stýrivextir lækka í Taílandi

Seðlabanki Taílands hefur lækkað stýrivexti um 50 punkta og standa vextir bankans nú í 3,5 prósentum. Með lækkuninni er vonast til að með blása lífi í einkaneyslu og auka væntingar og stöðugleika í landinu í kjölfar átaka í fyrra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Rætt um sameiningu Byrs og SpK

Hafnar eru viðræður um sameiningu Byrs og Sparisjóðs Kópavogs (SpK)en búið er að veita stjórnarformönnum beggja sparisjóða heimild til þess. Ætlun er að hraða vinnu eins og kostur er en engin tímamörk hafa verið sett um sameiningu sparisjóðanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lenovo bætir afkomuna verulega

Kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo, sem framleiðir fartölvur undir eigin nafni og merki IBM, skilaði hagnaði upp á rúma 161 milljón bandaríkjadala, jafnvirði 10 milljarða íslenskra króna, á fyrsta ársfjórðungi. Afkoman er langt umfram væntingar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Spá lægri farsímakostnaði

Gert er ráð fyrir því að kostnaður vegna farsímanotkunar á milli landa innan aðildarríkja Evrópusambandsins komi til með að lækka um allt að 75 prósent þegar samþykkt verður að setja þak á reikigjöld farsímafyrirtækja. Evrópusambandið styður aðgerðir til að lækka reikigjöldin en framkvæmdastjórn Evrópusambandsins á eftir að gefa samþykki sitt. Það þykir hins vegar einungis vera formsatriði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Góð afkoma hjá Alfesca

Alfesca skilaði hagnaði upp á 1,3 milljónir evra, jafnvirði 109,5 milljóna íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er um 150 prósentum betri afkoma en á sama tíma í fyrra þegar hagnaðurinn nam 524 þúsundum evra, 43,9 milljónum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Viðskiptaráðuneytið spennandi

Björgvin G. Sigurðsson nýr viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar segir viðskiptaráðuneytið spennandi ráðuneyti og mörg stór verkefni framundan á þeim vettvangi. Hann lýsti ánægju sinni með stjórnarsáttmálann, sáttmálinn væri metnaðarfullur og hefði fengið glymjandi fínar móttökur hjá flokksmönnum.

Innlent
Fréttamynd

Éta lifandi kýr gestum til skemmtunar

Starfsmenn dýragarða í Kína hafa orðið uppvísir af ómannúðlegri meðferð á dýrum. Birnir og apar eru látnir vinna erfiðisverk á meðan tígrisdýrum eru mötuð á lifandi dýrum, gestum til skemmtunar. Fjölskylduskemmtun segja rekstraraðilar.

Erlent
Fréttamynd

Endurvinnsluátak í pappír

Aðeins fjörutíu prósent af dagblöðum, tímaritum og bæklingum sem borin eru í hús fara í endurvinnslu og næstum þriðjungur af heimilissorpinu er pappír. Hópur fyrirtækja hefur ákveðið að hefja átak til að hvetja almenning til endurvinnslu á pappír.

Innlent
Fréttamynd

Segist saklaus

Rússar ætla ekki að framselja fyrrverandi KGB mann sem Bretar ætla að ákæra fyrir morðið á njósnaranum Alexander Litvinenko. Sá ákærði segir pólitískar hvatir að baki málinu af hálfu Breta - hann hafi ekki myrt Litvinenko.

Erlent