Innlent

Óljós sáttmáli segir stjórnarandstaðan

Fátt stendur eftir af kosningaloforðum Samfylkingarinnar í nýjum stjórnarsáttmála, segir Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna. Formaður Framsóknarflokksins telur Samfylkingu hafa samið af sér. Leiðtogar tilvonandi stjórnarandstöðu segja sáttmálann óljósan.

 

Þótt nýja ríkisstjórnin sé varla komin af fæðinardeildinni hefur hún fengið ýmis nöfn í munni gárunganna. Bleikjan heitir hún á einu blogginu, GH og Ingibjörg á öðru, tilvonandi stjórnarvandstaða talar um Baugsstjórn en sjálf kýs hún Þingvallastjórn. En hvað með pólitíkina? Frjálslynd umbótastjórn segja Geir og Ingibjörg, hægri sinnuð nýfrjálshyggjustjórn, segir fráfarandi formaður Framsóknarflokksins en leiðtogi stærsta tilvonandi stjórnarandstöðuflokksins segir stjórnina hægri kratíska blöndu. Leiðtogar tilvonandi stjórnarandstöðuflokkanna þriggja voru sammála um að sáttmálinn væri óljós og almennt orðaður.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×