Allir starfsmenn Þróunarsamvinnustofnunar Íslands hafa verið fluttir frá Monkey Bay í Malaví tímabundið vegna árásar á íslenskan starfsmann þar í fyrrinótt.
Yfirvöld í Malaví hafa ekki hafa haft hendur í hári fjögurra manna sem réðust vopnaðir inn á heimili mannsins og rændu þaðan öllu verðmætu. Maðurinn var keflaður og lífverðir hans læstir inni í útihúsi. Maðurinn slasaðist ekki í árásinni.
Fjórir til fimm Íslendingar búa á svæðinu að jafnaði og vinna ýmis hjálparstörf í þróunarmálum.