Viðskipti erlent

Lenovo bætir afkomuna verulega

Kínverskur maður skoðar fartölvu frá Lenovo.
Kínverskur maður skoðar fartölvu frá Lenovo. Mynd/AFP

Kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo, sem framleiðir fartölvur undir eigin nafni og merki IBM, skilaði hagnaði upp á rúma 161 milljón bandaríkjadala, jafnvirði 10 milljarða íslenskra króna, á fyrsta ársfjórðungi. Þetta er talsverð aukning hjá fyrirtækinu eftir viðmikla hagræðingu en hagnaður fyrirtækisins á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 22,2 milljónum dala, tæpum 1,4 milljörðum króna.

Afkoman er langt umfram væntingar en sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir hagnaði upp á 129,5 milljónir dala.

Lenovo hefur átt við rekstrarörðugleika að stríða síðan fyrirtækið keypti tölvuframleiðslu IBM fyrir 1,25 milljarða dala, jafnvirði 78 milljarða íslenskra króna, árið 2005 og hefur þurft að laga mikið til í rekstrinum, meðal annars með viðamiklum uppsögnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×