Fréttir

Fréttamynd

Allt í plati

Umdeildur hollenskur raunveruleikaþáttur þar sem keppt var um nýra úr dauðvona konu reyndist gabb eftir allt saman. Framleiðendur vildu vekja athygli á vandræðum líffæraþega í Hollandi. Íslenskur læknir segir þörfinni fyrir ígræðslu á Íslandi vel svarað en engu að síður séu fáeinir á biðlista hverju sinni.

Erlent
Fréttamynd

Ákærðir fyrir að skipuleggja hryðjuverk

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákært fjóra menn fyrir að hafa lagt á ráðin um hryðjuverkaárásir á John F. Kennedy flugvöll í New York. Fram kom á fréttamannafundi fyrir stundu að þrír þeirra væru í haldi en sá fjórði gengi enn laus.

Erlent
Fréttamynd

Mótmælt í Rostock

Að minnsta kosti hundrað lögreglumenn særðust í átökum við mótmælendur í norður hluta í Þýskalands í dag. Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims funda þar í næstu viku og vildu mótmælendur hafa áhrif á umræðuna þar. Lögregla beitti táragasi og vatnsþrýstidælum til að hafa hemil á mannfjöldanum.

Erlent
Fréttamynd

Nýtt strætóleiðakerfi á morgun

Farþegum strætó fækkar um fjörutíu prósent á sumrin og því er þjónustan löguð að viðskiptavininum, segir Gísli Marteinn Baldursson formaður Umhverfisráðs, en leiðakerfi Strætó breytist á morgun og ferðum verður fækkað. Oddviti minnihlutans dregur í efa mælingar á notkun strætó.

Innlent
Fréttamynd

Vesturbæjarhreinsun

Borgaryfirvöld halda áfram að taka upp hanskann fyrir Reykjavík en í dag er hreinsunardagur í Vesturbænum.

Innlent
Fréttamynd

Gabb í beinni útsendingu

Umdeildur hollenskur raunveruleikaþáttur þar sem keppt var um nýra úr dauðvona konu reyndist gabb eftir allt saman. Þetta kom fram á lokamínútum þáttarins í hollensku sjónvarpi í gærkvöldi.

Erlent
Fréttamynd

G8 mótmæli í dag

Mótmælendur víða að streyma nú til hafnarborgarinnar Rostock í norðurhluta Þýskalands þar sem leiðtogar átta helstu iðnríkja heims funda í næstu viku. 13 þúsund lögreglumenn eru í viðbragðsstöðu í borginni en búist er við allt að hundrað þúsund mótmælendum í dag. Mótmæli eru einnig fyrirhuguð í Lundúnum í dag og hafa mótmælendur safnast þangað í stórum hópum í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Sérhanna barn til lækninga

Richardsson-hjónin í Svíþjóð eygja nú von í baráttu fjögurra ára sonar þeirra við alvarlegan arfgengan sjúkdóm. Þau hafa fyrst Svía fengið leyfi að velja fósturvísa til að sérhanna barn til glasafrjóvgunar. Íslenskur kvensjúkdómalæknir segir Vísindasiðanefnd ákveða hvort slíkt yrði leyft hér.

Erlent
Fréttamynd

Með kúlu í höfðinu í 64 ár

Læknar í Kína fjarlægðu á dögunum þriggja sentimetra langa byssukúlu úr höfuðkúpu tæplega áttræðrar konu. Kúlan hafði setið þar föst í 64 ár.

Erlent
Fréttamynd

Velta minni eftir bann

Reykingabann á opinberum stöðum er í gildi víða. Bannið hefur haft áhrif á veltu veitingastaða í Noregi og knæpurekstur í dreifbýli á Írlandi.

Erlent
Fréttamynd

Glerhöll í Nauthólsvík

Gestir Nauthólsvíkur geta í allt sumar skoðað tölvumyndasýningu af tilvonandi húsnæði Háskólans í Reykjavík. Framkvæmdir hefjast strax í haust, að þessu næststærsta húsi Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Hagvöxtur í Evrópu meiri en í Bandaríkjunum

Hagvöxtur á evrusvæðinu og innan ESB mældist 0,6 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Þetta er jafn mikill hagvöxtur og mældist í Bandaríkjunum á ársgrundvelli á sama tímabili. Gangi spár eftir mun hagvöxtur í Evrópu verða meiri en í Bandaríkjunum á árinu. Slíkt hefur ekki sést síðan árið 2001.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Viðsnúningur í afkomu Spalar

Spölur, sem er í eigu Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. og rekur Hvalfjarðargöng, skilaði hagnaði upp á 89 milljónir króna á fyrri helmingi síðasta rekstrarárs, sem stóð frá 1. október í fyrra til 31. mars í ár. Til samanburðar nam tap fyrirtækisins árið á undan 83 milljónum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Frístundakortin bylting fyrir börnin

Frístundakortin verða bylting fyrir börnin í borginni, segir formaður Björn Ingi Hrafnsson, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs. Fyrstu kortin verða send út í haust.

Innlent
Fréttamynd

Novator gerir formlegt tilboð í Actavis

Novator, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur gert yfirtökutilboð í gegnum nýstofnað eignarhaldsfélag, Novator eignarhaldsfélag ehf. í allt hlutafé Actavis Group hf. í A-flokki sem ekki var þegar í eigu félaga tengdum tilboðsgjafa eða í eigu Actavis Group hf. Tilboðið hljóðar upp á 0,98 evrur á hlut.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Novator eykur við sig í Netia

Novator, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur aukið við hlut sinn í Netia, næststærsta símafélagi Póllands og fer nú með 27 prósent hlutabréfa í félaginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dell segir upp 7.000 manns

Bandaríski tölvuframleiðandinn Dell hefur ákveðið að segja upp allt að 7.000 manns á heimsvísu í hagræðingarskyni. Þetta jafngildir því að 10 prósentum af starfsliði fyrirtækisins fær uppsagnarbréf á næstunni. Þrátt fyrir þetta batnaði hagnaður fyrirtækisins á fyrsta fjórðungi ársins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Skoða sölu á Dow Jones

Bandaríska Bancroft-fjölskyldan, sem á meirihluta í útgáfufélaginu Dow Jones og gefur meðal annars út samnefnda fréttaveitu og dagblaðið Wall Street Journal, segist munu hugleiða yfirtökutilboð fjölmiðlajöfursins Ruperts Murdoch í félagið. Hún muni sömuleiðis skoða önnur tilboð.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Leikskólar og slökkvilið í samstarf

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hóf í dag samstarf við leikskóla um eldvarnareftirlit og fræðslu til starfsfólks og elstu barna á leikskólum. Fleiri slökkvilið munu taka þátt í samstarfinu en fyrsti samningur þessa efnis var undirritaður við leikskólann Norðurberg í Hafnarfirði í dag.

Innlent
Fréttamynd

Verður að ríkja sátt um Byggðastofnun

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, segir að skapa þurfi ró og starfsfrið um Byggðastofnun Hann segir ríkisstjórnina ekki geta horft framhjá vanda landsbyggðarinnar og því verði hún að geta gripið inn í aðstæður sem þar kunna skapast.

Innlent
Fréttamynd

Þriggja ára fangelsi fyrir manndráp

Hæstiréttur þyngdi dóm Hérðasdóms yfir Lofti Jens Magnússyni fyrir að vera valdur að dauða Ragnars Björnssonar á veitingastaðnum Áslaki í Mosfellsbæ. Loftur sló Ragnar hnefahögg í hálsinn með þeim afleiðingum að slagæð við hálshrygg rofnaði og Ragnar lést. Héraðsdómur hafði dæmt Loft Jens í tveggja ára fangelsi en Hæstiréttur koms að þeirri niðurstöðu að hæfileg refsins væri þriggja ára fangelsi. Þá var hann dæmdur til að greiða ekkju Ragnars og börnum, tólf milljónir króna í skaðabætur.

Innlent
Fréttamynd

Minna tap hjá Flögu

Flaga skilaði tapi upp á 605 þúsund bandaríkjadali, 37,4 milljónum króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Til samanburðar nam tapið á sama tíma í fyrra 877 þúsundum dala, 54,1 milljón króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bandarískur hagvöxtur undir væntingum

Hagvöxtur jókst um 0,6 prósent í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungi, samkvæmt útreikningum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Þetta er minnsti hagvöxtur á einum ársfjóðungi sem mælst hefur vestanhafs í rúm fjögur ár enda talsvert undir væntingum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stilla býður metverð fyrir Vinnslustöðina

Stilla ehf., félag í eigu Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims, og Hjálmars Kristjánssonar, hefur ákveðið að leggja fram tilboð í allt hlutafé Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Tilboðið er til höfuðs yfirtökutilboði Eyjamanna í byrjun maí og 85 prósentum hærra. Þetta er hæsta verð sem boðið hefur verið í hlutabréf Vinnslustöðvarinnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýr forstjóri hjá BHP Billiton

Marius Klopper hefur verið ráðinn forstjóri ástralska náma- og álfyrirtækisins BHP Billiton. Hann tekur við af Chop Goodyear, fráfarandi forstjóra, 1. október næstkomandi. Markaðsaðilar telja líkur á að með nýjum forstjóra muni BHP fara í viðamikil fyrirtækjakaup.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Uppsagnir hjá Motorola

Bandaríski farsímaframleiðandinn Motorola ætlar að segja upp 4.000 starfsmönnum á árinu í hagræðingarskyni. Greinendur segja þetta ekki góðar fréttir hjá fyrirtækinu, sem er annar stærsti farsímaframleiðandi í heimi. Uppsagnir á 3.500 manns stendur nú yfir en með viðbótinni jafngildir það að 11 prósentum starfsmanna Motorola verði sagt upp.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tesco heimsótti Bakkavör óvænt

Bakkavör mótmælir einhliða fréttaflutningi Guardian og sakar fulltrúa verkalýðsfélaga um ófrægingarherferð. Bresku verkalýðssamtökin GMB saka Bakkavör, einn helsta birgja Tesco, um að taka framleiðslu fyrir stórmarkaði fram yfir velferð verkafólks.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Banvæn vanskil

Ógreiddir orkureikningar urðu til þess að slökkt var á öndunarvél nýsjálenskrar konu í vikunni með þeim afleiðingum að hún andaðist. Konan hafði verið rúmliggjandi á heimili sínu frá því í febrúar vegna hjarta- og lungnasjúkdóma. Vegna veikindanna hafði safnast um tíu þúsund króna skuld hjá orkuveitu í borginni Auckland

Erlent
Fréttamynd

Át hund í mótmælaskyni

Nýjasti gjörningur breska listamannsins Mark McGowans hefur vakið upp hörð viðbrögð í heimalandi hans. Hann snæddi hund af eftirlætiskyni Elísabetar Bretadrottningar í mótmælaskyni við refaveiðar eiginmanns hennar.

Erlent