Innlent

Þriggja ára fangelsi fyrir manndráp

Hæstiréttur þyngdi dóm Hérðasdóms yfir Lofti Jens Magnússyni fyrir að vera valdur að dauða Ragnars Björnssonar á veitingastaðnum Áslaki í Mosfellsbæ. Loftur sló Ragnar hnefahögg í hálsinn með þeim afleiðingum að slagæð við hálshrygg rofnaði og Ragnar lést. Héraðsdómur hafði dæmt Loft Jens í tveggja ára fangelsi en Hæstiréttur koms að þeirri niðurstöðu að hæfileg refsins væri þriggja ára fangelsi. Þá var hann dæmdur til að greiða ekkju Ragnars og börnum, tólf milljónir króna í skaðabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×