Tesco heimsótti Bakkavör óvænt 31. maí 2007 09:01 Bakkavör mótmælir einhliða fréttaflutningi Guardian og sakar fulltrúa verkalýðsfélaga um ófrægingarherferð. Bresku verkalýðssamtökin GMB saka Bakkavör, einn helsta birgja Tesco, um að taka framleiðslu fyrir stórmarkaði fram yfir velferð verkafólks. Fulltrúar á vegum bresku stórverslanakeðjunnar Tesco könnuðu fyrirvaralaust aðbúnað í einni af verksmiðjum Katsouris, dótturfélags Bakkavarar Group, í fyrradag. Fyrr um daginn höfðu GMB, ein stærstu verkalýðssamtök Bretlandseyja, mótmælt, fyrir utan höfuðstöðvar Tesco í Chestnut, afskiptaleysi Tesco af aðbúnaði verkafólks í þremur verksmiðjum Katsouris. Í frétt Guardian bera verkalýðsforkólfar stjórnendur Bakkavarar þungum sökum: þeir taki viðskiptasambönd við stórmarkaði fram fyrir lagalega skyldu að búa vel að heilsu og öryggi starfsmanna sinna. Félagsmenn hafi slasast illa við störf sín í verksmiðjunum. Hildur Árnadóttir, fjármálastjóri Bakkavarar, segir að GMB hafi verið í fjölmiðlastríði gagnvart Bakkavör á undanförnum mánuðum sem megi rekja til árangurslausra tilrauna verkalýðsfélagsins að hafa starfsmenn Katsouris innan sinna vébanda. Starfsmenn hafa val um slíkt og hafi kosið að standa utan félagsins og hefur fyrirtækið stutt ákvörðun starfsmanna. Hún telur umfjöllun Guardian vera einhliða og segir ásakanir ekki eiga við rök að styðjast, enda hafi ekkert verið gert til að leita eftir svörum frá Bakkavör. „Það er reglulegt eftirlit haft af hálfu fyrirtækisins og utanaðkomandi aðila, svo sem viðskiptavina og opinberra aðila," segir hún um heimsókn Tesco sem sé reglubundnu gæðaeftirliti. Katsouris, sem er einn af meginbirgjum Tesco, ákvað að innkalla 500 þúsund dósir af ídýfum í varúðarskyni eftir að salmonella fannst í framleiðslunni fyrir um tveimur mánuðum. Hildur segir að athugun Tesco og innköllunin séu algjörlega ótengd mál. „Orsökin fyrir innkölluninni lá í aðkeyptu hráefni sem við gátum lítið að gert." Í tilkynningu frá Tesco, sem Guardian birtir, kemur fram að félagið skoði aðstæður hjá framleiðendum sínum, ýmist með því að boða komur sínar eða fyrirvaralaust. Komið hafi í ljós við skoðun hjá Katsouris að ýmislegt hafi mátt betur fara og muni fyrirtækið vinna með framleiðenda í að bæta þau atriði. Forsvarsmenn GMB fullyrða að Tesco hafi fundið við athugun sína 34 atriði sem brjóti í bága við öryggis- og heilbrigðisreglugerðir. Hildur segir þarna um misskilning Guardian að ræða, þarna hafi ekki um heilbrigðis- og öryggisatriði að ræða heldur reglubundið framleiðslueftirlit. Aðspurð um hvort viðskiptasamband Tesco og Bakkavarar kunni að vera í hættu segir hún að ekkert gefi tilefni til þess. „Það er eðilegt í úttekt sem þessari að það sé eitthvað rými fyrir að gera betur." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Bakkavör mótmælir einhliða fréttaflutningi Guardian og sakar fulltrúa verkalýðsfélaga um ófrægingarherferð. Bresku verkalýðssamtökin GMB saka Bakkavör, einn helsta birgja Tesco, um að taka framleiðslu fyrir stórmarkaði fram yfir velferð verkafólks. Fulltrúar á vegum bresku stórverslanakeðjunnar Tesco könnuðu fyrirvaralaust aðbúnað í einni af verksmiðjum Katsouris, dótturfélags Bakkavarar Group, í fyrradag. Fyrr um daginn höfðu GMB, ein stærstu verkalýðssamtök Bretlandseyja, mótmælt, fyrir utan höfuðstöðvar Tesco í Chestnut, afskiptaleysi Tesco af aðbúnaði verkafólks í þremur verksmiðjum Katsouris. Í frétt Guardian bera verkalýðsforkólfar stjórnendur Bakkavarar þungum sökum: þeir taki viðskiptasambönd við stórmarkaði fram fyrir lagalega skyldu að búa vel að heilsu og öryggi starfsmanna sinna. Félagsmenn hafi slasast illa við störf sín í verksmiðjunum. Hildur Árnadóttir, fjármálastjóri Bakkavarar, segir að GMB hafi verið í fjölmiðlastríði gagnvart Bakkavör á undanförnum mánuðum sem megi rekja til árangurslausra tilrauna verkalýðsfélagsins að hafa starfsmenn Katsouris innan sinna vébanda. Starfsmenn hafa val um slíkt og hafi kosið að standa utan félagsins og hefur fyrirtækið stutt ákvörðun starfsmanna. Hún telur umfjöllun Guardian vera einhliða og segir ásakanir ekki eiga við rök að styðjast, enda hafi ekkert verið gert til að leita eftir svörum frá Bakkavör. „Það er reglulegt eftirlit haft af hálfu fyrirtækisins og utanaðkomandi aðila, svo sem viðskiptavina og opinberra aðila," segir hún um heimsókn Tesco sem sé reglubundnu gæðaeftirliti. Katsouris, sem er einn af meginbirgjum Tesco, ákvað að innkalla 500 þúsund dósir af ídýfum í varúðarskyni eftir að salmonella fannst í framleiðslunni fyrir um tveimur mánuðum. Hildur segir að athugun Tesco og innköllunin séu algjörlega ótengd mál. „Orsökin fyrir innkölluninni lá í aðkeyptu hráefni sem við gátum lítið að gert." Í tilkynningu frá Tesco, sem Guardian birtir, kemur fram að félagið skoði aðstæður hjá framleiðendum sínum, ýmist með því að boða komur sínar eða fyrirvaralaust. Komið hafi í ljós við skoðun hjá Katsouris að ýmislegt hafi mátt betur fara og muni fyrirtækið vinna með framleiðenda í að bæta þau atriði. Forsvarsmenn GMB fullyrða að Tesco hafi fundið við athugun sína 34 atriði sem brjóti í bága við öryggis- og heilbrigðisreglugerðir. Hildur segir þarna um misskilning Guardian að ræða, þarna hafi ekki um heilbrigðis- og öryggisatriði að ræða heldur reglubundið framleiðslueftirlit. Aðspurð um hvort viðskiptasamband Tesco og Bakkavarar kunni að vera í hættu segir hún að ekkert gefi tilefni til þess. „Það er eðilegt í úttekt sem þessari að það sé eitthvað rými fyrir að gera betur."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira