Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Kristín vill losna sem fyrst úr stóli Borgarleikhússtjóra

Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári áður en hennar vertíð í húsinu á að ljúka. Hún greinir samstarfsfólki sínu frá þessu í tölvupósti og segist vera að hlusta á hjartað.

Innlent
Fréttamynd

Ari tekur við formennsku af Katrínu Olgu

Ari Fenger er nýr forstjóri Viðskiptaráðs Íslands. Hann var sjálfkjörinn á aðalfundi Viðskiptaráðs sem fram fór í morgun. Hann tekur við starfinu af Katrínu Olgu Jóhannesdóttur sem gegnt hefur stöðunni undanfarin fjögur ár. Þá koma sautján nýir inn í stjórn VÍ.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lilja stýrir SagaNatura

Lilja Kjalarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri líftæknifyrirtækisins SagaNatura. Hún tekur við starfinu af Sjöfn Sigurgísladóttur sem er einn af stofnendum félagsins að því er segir í tilkynningu frá SagaNatura.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Datera skiptir um framkvæmdastjóra

Stafræna birtinga- og ráðgjafafyrirtækið Datera hefur ráðið Hreiðar Þór Jónsson sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Tryggvi Freyr Elínarson, forveri Hreiðars, tekur stöðu þróunarstjóra og sérfræðings tæknilausna í stafrænni markaðssetningu

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Margrét framkvæmdastjóri hjá Advania

Margrét Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri ráðgjafar og sérlausna Advania. Hún hefur starfað hjá fyrirtækinu síðan 2018, fyrst sem forstöðumaður á rekstrarlausnasviði og nú síðast sem forstöðumaður mannauðslausna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ísafjarðarbær missir annan bæjarstjóra sinn á einni viku

Byggðarráð Borgarbyggðar hefur lagt til að gengið verði til samninga við Þórdísi Sif Sigurðardóttur um starf sveitarstjóra Borgarbyggðar og verður sú ákvörðun lögð fyrir sveitarstjórn þann 13. febrúar næstkomandi. Fimmtán sóttu um starfið.

Innlent