Jón tók Nönnu fram yfir Þorstein Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2021 12:59 Einar Karl Hallvarðsson og Nanna Magnadóttir. Stjórnarráðið Jón Gunnarsson innanríkisráðherra hefur skipað Einar Karl Hallvarðsson, ríkislögmann í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Suðurlands frá 28. febrúar 2022. Hann hefur sömuleiðis skipað Nönnu Magnadóttur, formann úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur frá 3. janúar 2022. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Hæfnisnefnd hafði áður metið Einar Karl hæfastan umsækjenda og þar á eftir Nönnu og Þorsteinn Magnússon, framkvæmdastjóra óbyggðanefndar. Ekki var gert upp á milli Nönnu og Þorsteins. „Einar Karl Hallvarðsson lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1993 og öðlaðist málflutningsréttindi sem héraðsdómslögmaður árið 1994 og sem hæstaréttarlögmaður árið 1997. Hann hóf störf sem lögmaður við embætti ríkislögmanns árið 1994 og hefur verið skipaður ríkislögmaður frá september 2011. Á þessum tíma hefur hann flutt mikinn fjölda mála fyrir íslenska ríkið, þar á meðal fyrir Hæstarétti, Landsrétti, Félagsdómi og EFTA-dómstólnum. Frá árinu 2016 hefur hann jafnframt verið fyrirsvarsmaður ríkisins gagnvart Mannréttindadómstól Evrópu. Þá hefur Einar Karl gegnt stöðu dósents í lögfræði við Háskólann á Bifröst frá árinu 2007 og frá árinu 2006 sinnt kennslu og haft umsjón með prófun í einkamálaréttarfari á námskeiðum til öflunar héraðsdómslögmannsréttinda. Nanna Magnadóttir lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1998 og meistaraprófi í alþjóðlegum mannréttindalögum frá Raoul Wallenberg stofnun Háskólans í Lundi árið 2004. Þá öðlaðist hún málflutningsréttindi sem héraðsdómslögmaður árið 2001. Á árunum 1998 - 2001 var hún aðstoðarmaður héraðsdómara og árin 2001 - 2002 lögfræðingur hjá embætti umboðsmanns Alþingis. Árið 2003 hóf hún störf sem aðstoðarmaður í fastanefnd Íslands hjá Evrópuráðinu og árið 2004 sem lögfræðingur í deild Evrópuráðsins um fullnustu dóma Mannréttindasáttmála Evrópu. Frá 2005 sinnti Nanna margvíslegum störfum á vegum Evrópuráðsins í Kósóvó og Sameinuðu þjóðanna á Balkanskaga og frá 2009 - 2013 starfaði hún sem aðalráðgjafi hjá Eystrasaltsráðinu í Stokkhólmi. Frá ársbyrjun 2014 hefur Nanna verið forstöðumaður og formaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Hún hefur að auki sinnt kennslu í lögfræði við lagadeild Háskóla Íslands,“ segir á vef ráðuneytisins. Dómstólar Vistaskipti Tengdar fréttir Einar Karl, Nanna og Þorsteinn metin hæfust Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður er að mati dómnefndar hæfastur umsækjenda til að hljóta skipun í embætti dómara við Héraðsdóm Suðurlands. 20. desember 2021 13:30 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Hæfnisnefnd hafði áður metið Einar Karl hæfastan umsækjenda og þar á eftir Nönnu og Þorsteinn Magnússon, framkvæmdastjóra óbyggðanefndar. Ekki var gert upp á milli Nönnu og Þorsteins. „Einar Karl Hallvarðsson lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1993 og öðlaðist málflutningsréttindi sem héraðsdómslögmaður árið 1994 og sem hæstaréttarlögmaður árið 1997. Hann hóf störf sem lögmaður við embætti ríkislögmanns árið 1994 og hefur verið skipaður ríkislögmaður frá september 2011. Á þessum tíma hefur hann flutt mikinn fjölda mála fyrir íslenska ríkið, þar á meðal fyrir Hæstarétti, Landsrétti, Félagsdómi og EFTA-dómstólnum. Frá árinu 2016 hefur hann jafnframt verið fyrirsvarsmaður ríkisins gagnvart Mannréttindadómstól Evrópu. Þá hefur Einar Karl gegnt stöðu dósents í lögfræði við Háskólann á Bifröst frá árinu 2007 og frá árinu 2006 sinnt kennslu og haft umsjón með prófun í einkamálaréttarfari á námskeiðum til öflunar héraðsdómslögmannsréttinda. Nanna Magnadóttir lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1998 og meistaraprófi í alþjóðlegum mannréttindalögum frá Raoul Wallenberg stofnun Háskólans í Lundi árið 2004. Þá öðlaðist hún málflutningsréttindi sem héraðsdómslögmaður árið 2001. Á árunum 1998 - 2001 var hún aðstoðarmaður héraðsdómara og árin 2001 - 2002 lögfræðingur hjá embætti umboðsmanns Alþingis. Árið 2003 hóf hún störf sem aðstoðarmaður í fastanefnd Íslands hjá Evrópuráðinu og árið 2004 sem lögfræðingur í deild Evrópuráðsins um fullnustu dóma Mannréttindasáttmála Evrópu. Frá 2005 sinnti Nanna margvíslegum störfum á vegum Evrópuráðsins í Kósóvó og Sameinuðu þjóðanna á Balkanskaga og frá 2009 - 2013 starfaði hún sem aðalráðgjafi hjá Eystrasaltsráðinu í Stokkhólmi. Frá ársbyrjun 2014 hefur Nanna verið forstöðumaður og formaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Hún hefur að auki sinnt kennslu í lögfræði við lagadeild Háskóla Íslands,“ segir á vef ráðuneytisins.
Dómstólar Vistaskipti Tengdar fréttir Einar Karl, Nanna og Þorsteinn metin hæfust Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður er að mati dómnefndar hæfastur umsækjenda til að hljóta skipun í embætti dómara við Héraðsdóm Suðurlands. 20. desember 2021 13:30 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Einar Karl, Nanna og Þorsteinn metin hæfust Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður er að mati dómnefndar hæfastur umsækjenda til að hljóta skipun í embætti dómara við Héraðsdóm Suðurlands. 20. desember 2021 13:30